Stórskuldugum gert að sitja sektir af sér Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2019 06:00 Afplánun vararefsinga fer fram á Hólmsheiði. Fréttablaðið/Vilhelm Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra leggur til að hætt verði að bjóða þeim, sem fengið hafa dóm í refsimáli sem kveður á um greiðslu sektar yfir tíu milljónum, að afplána vararefsingu með samfélagsþjónustu. Fram kemur í skýrslunni að innheimtuhlutfall dómsekta er undir 10 prósentum og sérstaklega lágt í tilvikum hæstu sektanna, eða tæp tvö prósent. Efasemdum er lýst um varnaðaráhrif samfélagsþjónustu í tilvikum hæstu sektanna enda þá um að ræða afplánun dóms fyrir brot sem falið hafa í sér mikinn fjárhagslegan ávinning. Fangelsi sem vararefsing er talin mun líklegri til að hafa hvetjandi áhrif á skuldunauta. Einnig er lagt til að tryggð verði tíu fangapláss til afplánunar vararefsinga enda forsenda þess hvata sem fangelsisvist á að vera til þess að sektin sé greidd. Starfshópurinn var settur á laggirnar í kjölfar athugasemda Ríkisendurskoðunar við lágt innheimtuhlutfall sekta. Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar var sterkum grunsemdum lýst um að menn, sem dæmdir hafi verið fyrir skattalagabrot og önnur svokölluð hvítflibbabrot, hafi fullt bolmagn til að greiða háar sektir, en komi sér undan greiðslunni og afpláni frekar vararefsinguna. En í stað þess að afplána hana í fangelsi hafa þeir flestir afplánað með samfélagsþjónustu. Með þeim hætti séu þeir í rauninni að inna af hendi vinnu með gríðarhátt tímakaup sé tekið mið af þeim ávinningi sem þeir höfðu af broti sínu. Háar sektir eru til dæmis dæmdar á atvinnurekendur sem hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti eða staðgreiðslu gjalda sem dregin hafa verið af launum starfsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra leggur til að hætt verði að bjóða þeim, sem fengið hafa dóm í refsimáli sem kveður á um greiðslu sektar yfir tíu milljónum, að afplána vararefsingu með samfélagsþjónustu. Fram kemur í skýrslunni að innheimtuhlutfall dómsekta er undir 10 prósentum og sérstaklega lágt í tilvikum hæstu sektanna, eða tæp tvö prósent. Efasemdum er lýst um varnaðaráhrif samfélagsþjónustu í tilvikum hæstu sektanna enda þá um að ræða afplánun dóms fyrir brot sem falið hafa í sér mikinn fjárhagslegan ávinning. Fangelsi sem vararefsing er talin mun líklegri til að hafa hvetjandi áhrif á skuldunauta. Einnig er lagt til að tryggð verði tíu fangapláss til afplánunar vararefsinga enda forsenda þess hvata sem fangelsisvist á að vera til þess að sektin sé greidd. Starfshópurinn var settur á laggirnar í kjölfar athugasemda Ríkisendurskoðunar við lágt innheimtuhlutfall sekta. Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar var sterkum grunsemdum lýst um að menn, sem dæmdir hafi verið fyrir skattalagabrot og önnur svokölluð hvítflibbabrot, hafi fullt bolmagn til að greiða háar sektir, en komi sér undan greiðslunni og afpláni frekar vararefsinguna. En í stað þess að afplána hana í fangelsi hafa þeir flestir afplánað með samfélagsþjónustu. Með þeim hætti séu þeir í rauninni að inna af hendi vinnu með gríðarhátt tímakaup sé tekið mið af þeim ávinningi sem þeir höfðu af broti sínu. Háar sektir eru til dæmis dæmdar á atvinnurekendur sem hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti eða staðgreiðslu gjalda sem dregin hafa verið af launum starfsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira