Anda léttar við bröttustu götu heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 08:45 Íbúar við götuna eru að vonum brattir eftir að hafa loks fengið viðurkenningu frá heimsmetabókinni. GWR Íbúar við götu eina í bænum Harlech í Wales telja sig loks hafa fengið uppreist æru í baráttu sinni fyrir viðurkenningu Heimsmetabókar Guinness. Þeir hafa talið bókina halla réttu máli um árabil enda hafa íbúarnir verið sannfærðir um að gatan þeirra, Ffordd Pen Llech, sé sú brattasta í heimi. Fram til þessa hafði Baldwin-gata í bænum Dunedin á Nýja-Sjálandi verið talin sú brattasta. Fulltrúar Guinness mættu loks til Wales á dögunum og mældu götuna bröttu sem reyndist vera með halla upp á 37,45 prósent þar sem hún var bröttust. Nýsjálenska gatan er hálfgerð flatneskja í samanburði, enda aðeins með halla upp á 35 prósent. Hallatitilinn færist því hinum megin á hnöttinn. Íbúar við Ffordd Pen Llech-götu eru að vonum brattir eftir viðurkenninguna, enda þykir þeim lengi hafa hallað á þá. „Ég finn fyrir fullkomnum létti - og gleði. Ég finn einnig til með Nýsjálendingum, en það sem er brattara er brattara,“ segir Gwyn Headley í samtali við breska ríkisútvarpið en hann er einn þeirra sem hefur barist hatrammlega fyrir viðurkenningunni.Horft niður hina bröttu Ffordd Pen Llech-götuGWRHann er eðli máls samkvæmt ánægður enda hefur verið á brattann að sækja í baráttunni. Íbúar götunnar þurftu að leggja út fyrir margvíslegum kostnaði við mælingar, auk þess sem fulltrúar heimsmetabókarinnar settu fram 10 skilyrði sem gatan þurfti að uppfylla til að teljast gjaldgeng. Til að mynda þurftu Walesverjarnir að leggja fram teikningar sem gátu sýnt fram á að gatan hafi verið lögð fyrir árið 1842. Talsmaður nýsjálensku götunnar segist efast um að hann muni nokkurn tímann jafna sig á því að hún hafi verið svipt titlinum. Ekki bæti úr skák að aðeins nokkrir dagar eru síðan enska krikketlandsliðið sigraði það nýsjálenska í úrslitaleik heimsmeistaramótsins - „þannig að ég er ennþá mjög reiður. Þetta er búin að vera glötuð vika, í alvöru talað,“ segir Nýsjálendingurinn Hamish McNeilly sem gerir ráð fyrir að nú muni halla undan fæti í ferðmennsku við Baldwin-götu, nú þegar hún er ekki nema næst brattasta gata heims. Hann hafi þó heyrt að íbúar við götu í San Fransisco ætli sér að hrifsa titilinn af Ffordd Pen Llech við fyrsta tækifæri. Því ættu Walesverjar ekki að fara fram úr sér í fagnaðarlátunum sem blásið verður til um helgina vegna titilsins. Þar fyrir utan sé ótæpileg áfengisdrykkja óráðleg fyrir íbúa við Ffordd Pen Llech, það kunni ekki góðri lukku að stýra að verða rúllandi fullur við jafn bratta götu. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um viðurkenninguna. Bretland Wales Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Íbúar við götu eina í bænum Harlech í Wales telja sig loks hafa fengið uppreist æru í baráttu sinni fyrir viðurkenningu Heimsmetabókar Guinness. Þeir hafa talið bókina halla réttu máli um árabil enda hafa íbúarnir verið sannfærðir um að gatan þeirra, Ffordd Pen Llech, sé sú brattasta í heimi. Fram til þessa hafði Baldwin-gata í bænum Dunedin á Nýja-Sjálandi verið talin sú brattasta. Fulltrúar Guinness mættu loks til Wales á dögunum og mældu götuna bröttu sem reyndist vera með halla upp á 37,45 prósent þar sem hún var bröttust. Nýsjálenska gatan er hálfgerð flatneskja í samanburði, enda aðeins með halla upp á 35 prósent. Hallatitilinn færist því hinum megin á hnöttinn. Íbúar við Ffordd Pen Llech-götu eru að vonum brattir eftir viðurkenninguna, enda þykir þeim lengi hafa hallað á þá. „Ég finn fyrir fullkomnum létti - og gleði. Ég finn einnig til með Nýsjálendingum, en það sem er brattara er brattara,“ segir Gwyn Headley í samtali við breska ríkisútvarpið en hann er einn þeirra sem hefur barist hatrammlega fyrir viðurkenningunni.Horft niður hina bröttu Ffordd Pen Llech-götuGWRHann er eðli máls samkvæmt ánægður enda hefur verið á brattann að sækja í baráttunni. Íbúar götunnar þurftu að leggja út fyrir margvíslegum kostnaði við mælingar, auk þess sem fulltrúar heimsmetabókarinnar settu fram 10 skilyrði sem gatan þurfti að uppfylla til að teljast gjaldgeng. Til að mynda þurftu Walesverjarnir að leggja fram teikningar sem gátu sýnt fram á að gatan hafi verið lögð fyrir árið 1842. Talsmaður nýsjálensku götunnar segist efast um að hann muni nokkurn tímann jafna sig á því að hún hafi verið svipt titlinum. Ekki bæti úr skák að aðeins nokkrir dagar eru síðan enska krikketlandsliðið sigraði það nýsjálenska í úrslitaleik heimsmeistaramótsins - „þannig að ég er ennþá mjög reiður. Þetta er búin að vera glötuð vika, í alvöru talað,“ segir Nýsjálendingurinn Hamish McNeilly sem gerir ráð fyrir að nú muni halla undan fæti í ferðmennsku við Baldwin-götu, nú þegar hún er ekki nema næst brattasta gata heims. Hann hafi þó heyrt að íbúar við götu í San Fransisco ætli sér að hrifsa titilinn af Ffordd Pen Llech við fyrsta tækifæri. Því ættu Walesverjar ekki að fara fram úr sér í fagnaðarlátunum sem blásið verður til um helgina vegna titilsins. Þar fyrir utan sé ótæpileg áfengisdrykkja óráðleg fyrir íbúa við Ffordd Pen Llech, það kunni ekki góðri lukku að stýra að verða rúllandi fullur við jafn bratta götu. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um viðurkenninguna.
Bretland Wales Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira