„Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 12:45 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. fréttablaðið/sigtryggur ari Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. Viðbrögðin séu fullkomlega fyrirséð. Forseti Filippseyja hefur látið hafa eftir sér að hann íhugi af alvöru að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna tillögu Íslendinga fyrir mannréttindaráði Sameinuðuþjóðanna að framkvæmd yrði óháð rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir snýst um að rannsaka baráttu gegn fíkniefnaneyslu Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gegn fíkniefnaneyslu þar í landi. Tillagan var samþykkt með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6000 til 20.000 manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem hið svokallaða fíkniefnastríð hefur staðið yfir á Filippseyjum. Salvador Panelo, talsmaður filippseysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um hvernig Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörðunarrétt þeirra til að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir forseta Filippseyja, þekktan fyrir að virða hvorki mannréttindi né borgaraleg réttindi. „Ég held að þessi viðbrögð séu fullkomlega fyrirséð. Ég held að utanríkisþjónusta Íslands hafi átt algerlega von á þeim en ég sé ekki að þau hafi neinar sérstakar afleiðingar fyrir Ísland þannig lagað. Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi. Þeir sem að gætu orðið fyrir óþægindum af málinu eru fyrst og fremst þeir fjölmörgu Filippseyingar sem búa á Íslandi,“ segir Eiríkur. Utanríkisráðherra Filippseyja mótmælti niðurstöðunni að samþykkt lokinni en tjáði sig síðar um málið á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir að ekki séu áform um að slíta stjórnmálasamstarfinu. „Nú þurfa menn líka að átta sig á því að Ísland er auðvitað ekki eitt þarna í þessu. Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem standa að þessari ályktun, ekki Ísland, sem er þó þarna í forsvari. Það er í sjálfu sér nýtt og er töluvert merkilegt að Íslendingar beiti sér með þessum hætti í alþjóðlegum málum. Við höfum ekki áður gert það með svona hætti í mannréttindamálum.“ Fréttastofa leitaði viðbragða hjá utanríkisráðuneytinu sem tjáir sig ekki að svo stöddu. Engin formleg viðbrögð hafa borist ráðuneytinu frá stjórnvöldum á Filippseyjum.Fréttin hefur verið uppfærð. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. Viðbrögðin séu fullkomlega fyrirséð. Forseti Filippseyja hefur látið hafa eftir sér að hann íhugi af alvöru að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna tillögu Íslendinga fyrir mannréttindaráði Sameinuðuþjóðanna að framkvæmd yrði óháð rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir snýst um að rannsaka baráttu gegn fíkniefnaneyslu Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gegn fíkniefnaneyslu þar í landi. Tillagan var samþykkt með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6000 til 20.000 manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem hið svokallaða fíkniefnastríð hefur staðið yfir á Filippseyjum. Salvador Panelo, talsmaður filippseysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um hvernig Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörðunarrétt þeirra til að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir forseta Filippseyja, þekktan fyrir að virða hvorki mannréttindi né borgaraleg réttindi. „Ég held að þessi viðbrögð séu fullkomlega fyrirséð. Ég held að utanríkisþjónusta Íslands hafi átt algerlega von á þeim en ég sé ekki að þau hafi neinar sérstakar afleiðingar fyrir Ísland þannig lagað. Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi. Þeir sem að gætu orðið fyrir óþægindum af málinu eru fyrst og fremst þeir fjölmörgu Filippseyingar sem búa á Íslandi,“ segir Eiríkur. Utanríkisráðherra Filippseyja mótmælti niðurstöðunni að samþykkt lokinni en tjáði sig síðar um málið á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir að ekki séu áform um að slíta stjórnmálasamstarfinu. „Nú þurfa menn líka að átta sig á því að Ísland er auðvitað ekki eitt þarna í þessu. Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem standa að þessari ályktun, ekki Ísland, sem er þó þarna í forsvari. Það er í sjálfu sér nýtt og er töluvert merkilegt að Íslendingar beiti sér með þessum hætti í alþjóðlegum málum. Við höfum ekki áður gert það með svona hætti í mannréttindamálum.“ Fréttastofa leitaði viðbragða hjá utanríkisráðuneytinu sem tjáir sig ekki að svo stöddu. Engin formleg viðbrögð hafa borist ráðuneytinu frá stjórnvöldum á Filippseyjum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07
Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15