Telur að tillögur torveldi að lögin nái því markmiði að auka gagnsæi Eiður Þór Árnason skrifar 16. júlí 2019 16:42 Tillögurnar koma Hjálmari á óvart. Fréttablaðið/Stefán Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands telur að nýlegar tillögur um breytingar á upplýsingalögum séu óþarfa breytingar og torveldi það að lögin nái því markmiði sínu að auka gagnsæi og aðhald. Í breytingartillögunni sem birt var á Samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að ákvæðum sé bætt við lögin sem bæti réttarstöðu þriðja aðila. Þar er meðal annars lagt til að stjórnvöldum sé gert skylt að leita afstöðu þriðja aðila til afhendingar á gögnum sem hann varðar, og að úrskurðarnefnd um upplýsingamál verði skylt að birta þriðja aðila úrskurð ef nefndin fellst á veita aðgang að upplýsingum sem hann varða. Einnig er lagt til að þriðja aðila sé veittur réttur til þess að krefjast að áhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál sé frestað svo hægt sé að bera ágreining um gildi hans undir dómstóla. Í áformum um lagasetningu kemur fram að tillögurnar, sem eru lagðar fram af forsætisráðuneytinu, séu viðbrögð við athugasemdum Samtaka atvinnulífsins við síðasta frumvarp til upplýsingalaga: „Tillögur Samtaka atvinnulífsins lúta að því að bæta réttarstöðu einkaaðila í málsmeðferð upplýsingabeiðna, meðal annars í því skyni að leggja traustari grunn undir niðurstöður stjórnvalda um aðgang að upplýsingum og veita hagsmunum einkaaðila frekari vernd.“ Hjálmar segir tillöguna koma sér á óvart þar sem stjórnvöld séu nýbúin að yfirfara upplýsingalögin ítarlega, meðal annars í samráði við Blaðamannafélagið, og voru þær breytingar samþykktar á síðasta þingi. Hann segir að þá hafi umrædd ákvæði um rétt þriðja aðila ekki verið rædd. Það kemur honum því á óvart að þessar tillögur séu komnar fram svo stuttu seinna. „Ég held að það eigi alls ekki að flækja upplýsingalögin meira heldur en nauðsyn krefur. Gagnsæi í íslensku samfélagi á ekki að flækja meira en brýnustu nauðsyn beri til.“ Einnig hefur Hjálmar áhyggjur af því að breytingin gæti tafið afgreiðslu mála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál: „Mér sýnist að það liggi í augum uppi.“ Margir blaðamenn hafa kvartað undan því hve langan tíma tekur gjarnan að fá úrskurð frá nefndinni. Á móti komi að í því frumvarpi sem varð að lögum er mælt fyrir um að skipaður sé sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings sem starfi af hálfu stjórnvalda. Eitt að markmiðunum með þeirri breytingu var að flýta fyrir og auðvelda afgreiðslu á upplýsingabeiðnum innan stofnanna. „En þetta eitt og sér sýnist mér geta valdið enn frekari töfum á afgreiðslu upplýsingabeiðna.“ Slíkt telur Hjálmar vera mjög slæmt og komi í veg fyrir að upplýsingalögin nái markmiði sínu sem sé að auka gagnsæi og flýta fyrir aðgengi fjölmiðla og almennings að upplýsingum. Hann segir að Blaðamannafélagið ætli sér að fara betur yfir tillögurnar og senda inn umsögn á næstunni eða þegar málið fer fyrir nefnd Alþingis. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00 Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15 Breyta upplýsingalögum að tillögu atvinnulífsins Forsætisráðherra kynnir nú á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á upplýsingalögum sem koma til móts við tillögur Samtaka atvinnulífsins í þágu einkahagsmuna fyrirtækja. 4. júlí 2019 08:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands telur að nýlegar tillögur um breytingar á upplýsingalögum séu óþarfa breytingar og torveldi það að lögin nái því markmiði sínu að auka gagnsæi og aðhald. Í breytingartillögunni sem birt var á Samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að ákvæðum sé bætt við lögin sem bæti réttarstöðu þriðja aðila. Þar er meðal annars lagt til að stjórnvöldum sé gert skylt að leita afstöðu þriðja aðila til afhendingar á gögnum sem hann varðar, og að úrskurðarnefnd um upplýsingamál verði skylt að birta þriðja aðila úrskurð ef nefndin fellst á veita aðgang að upplýsingum sem hann varða. Einnig er lagt til að þriðja aðila sé veittur réttur til þess að krefjast að áhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál sé frestað svo hægt sé að bera ágreining um gildi hans undir dómstóla. Í áformum um lagasetningu kemur fram að tillögurnar, sem eru lagðar fram af forsætisráðuneytinu, séu viðbrögð við athugasemdum Samtaka atvinnulífsins við síðasta frumvarp til upplýsingalaga: „Tillögur Samtaka atvinnulífsins lúta að því að bæta réttarstöðu einkaaðila í málsmeðferð upplýsingabeiðna, meðal annars í því skyni að leggja traustari grunn undir niðurstöður stjórnvalda um aðgang að upplýsingum og veita hagsmunum einkaaðila frekari vernd.“ Hjálmar segir tillöguna koma sér á óvart þar sem stjórnvöld séu nýbúin að yfirfara upplýsingalögin ítarlega, meðal annars í samráði við Blaðamannafélagið, og voru þær breytingar samþykktar á síðasta þingi. Hann segir að þá hafi umrædd ákvæði um rétt þriðja aðila ekki verið rædd. Það kemur honum því á óvart að þessar tillögur séu komnar fram svo stuttu seinna. „Ég held að það eigi alls ekki að flækja upplýsingalögin meira heldur en nauðsyn krefur. Gagnsæi í íslensku samfélagi á ekki að flækja meira en brýnustu nauðsyn beri til.“ Einnig hefur Hjálmar áhyggjur af því að breytingin gæti tafið afgreiðslu mála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál: „Mér sýnist að það liggi í augum uppi.“ Margir blaðamenn hafa kvartað undan því hve langan tíma tekur gjarnan að fá úrskurð frá nefndinni. Á móti komi að í því frumvarpi sem varð að lögum er mælt fyrir um að skipaður sé sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings sem starfi af hálfu stjórnvalda. Eitt að markmiðunum með þeirri breytingu var að flýta fyrir og auðvelda afgreiðslu á upplýsingabeiðnum innan stofnanna. „En þetta eitt og sér sýnist mér geta valdið enn frekari töfum á afgreiðslu upplýsingabeiðna.“ Slíkt telur Hjálmar vera mjög slæmt og komi í veg fyrir að upplýsingalögin nái markmiði sínu sem sé að auka gagnsæi og flýta fyrir aðgengi fjölmiðla og almennings að upplýsingum. Hann segir að Blaðamannafélagið ætli sér að fara betur yfir tillögurnar og senda inn umsögn á næstunni eða þegar málið fer fyrir nefnd Alþingis.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00 Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15 Breyta upplýsingalögum að tillögu atvinnulífsins Forsætisráðherra kynnir nú á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á upplýsingalögum sem koma til móts við tillögur Samtaka atvinnulífsins í þágu einkahagsmuna fyrirtækja. 4. júlí 2019 08:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00
Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15
Breyta upplýsingalögum að tillögu atvinnulífsins Forsætisráðherra kynnir nú á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á upplýsingalögum sem koma til móts við tillögur Samtaka atvinnulífsins í þágu einkahagsmuna fyrirtækja. 4. júlí 2019 08:00