Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. júlí 2019 06:00 Frá Mannréttindadómstóli Evrópu. Nordicphotos/AFP Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi í Exeter málinu svokallaða en hann er fyrrverandi forstjóri MP Banka. Júlíus Þór var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í refsiverðu verðsamráði þegar hann var starfsmaður Húsasmiðjunnar. Brot ríkisins á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar fólust í því að Hæstiréttur byggði niðurstöðu sína á sönnunarmati lægra dómstigs án þess að vitni hafi komið fyrir Hæstarétt og gefið skýrslu. Sú málsmeðferð sem málin lúta að er ekki lengur viðhöfð á Íslandi eftir tilkomu Landsréttar sem gegnir nú hlutverki áfrýjunardómstóls í sakamálum á Íslandi. Þeir dómar sem fallið hafa í Strassborg á þessu ári vegna meðferðar sakamála hér á landi eru orðnir sex talsins. Tveir vegna skorts á sönnunarfærslu í Hæstarétti, einn vegna vanhæfis dómara, einn vegna ólögmætrar skipunar dómara og tveir vegna réttar til að vera ekki refsað tvívegis fyrir sama brot. Fyrsti dómur MDE gegn Íslandi í slíku máli féll árið 2017. MDE taldi ríkið ekki brotlegt í máli lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall og féll dómur þar að lútandi í febrúar síðastliðnum. Efri deild réttarins hefur hins vegar fallist á að taka þann dóm til endurskoðunar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi í Exeter málinu svokallaða en hann er fyrrverandi forstjóri MP Banka. Júlíus Þór var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í refsiverðu verðsamráði þegar hann var starfsmaður Húsasmiðjunnar. Brot ríkisins á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar fólust í því að Hæstiréttur byggði niðurstöðu sína á sönnunarmati lægra dómstigs án þess að vitni hafi komið fyrir Hæstarétt og gefið skýrslu. Sú málsmeðferð sem málin lúta að er ekki lengur viðhöfð á Íslandi eftir tilkomu Landsréttar sem gegnir nú hlutverki áfrýjunardómstóls í sakamálum á Íslandi. Þeir dómar sem fallið hafa í Strassborg á þessu ári vegna meðferðar sakamála hér á landi eru orðnir sex talsins. Tveir vegna skorts á sönnunarfærslu í Hæstarétti, einn vegna vanhæfis dómara, einn vegna ólögmætrar skipunar dómara og tveir vegna réttar til að vera ekki refsað tvívegis fyrir sama brot. Fyrsti dómur MDE gegn Íslandi í slíku máli féll árið 2017. MDE taldi ríkið ekki brotlegt í máli lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall og féll dómur þar að lútandi í febrúar síðastliðnum. Efri deild réttarins hefur hins vegar fallist á að taka þann dóm til endurskoðunar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12
Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00
Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45