Charles Barkley finnst að tvær ungar NBA-stjörnur þurfi að létta sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 23:30 Charles Barkley lék í sjónvarpsþáttunum "THE GOLDBERGS“ í vetur. Getty/Kelsey McNeal Charles Barkley þótti sjálfur leyfa sér aðeins of mikið utan vallar þegar hann var á fullu í NBA-deildinni á sínum tíma en nú ráðleggur Sir Charles tveimur af ungum stórstjörnum NBA-deildarinnar að létta sig. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Zion Williamson og Joel Embiid. Báðir eiga þeir möguleika á að komast í hóp þeirra allra bestu því hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar. Zion Williamson er nýliði í NBA-deildinni á komandi tímabili eftir að hafa verið valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar. Gríðarlega væntingar eru bundnar til þessa stráks en hann er naut að burðum og með gríðarlegan sprengikraft. Joel Embiid er að fara að byrja sitt fjórða spilandi tímabil eftir að hafa misst alveg af fyrsta tímabilinu eftir að hann var valinn í nýliðavalinu sumarið 2015. Embiid hefur aðeins spilað 158 af 246 mögulegum leikjum undanfarin þrjú tímabil og er alltaf að meiðast.Charles Barkley thinks both Zion Williamson and Joel Embiid need to lose weighthttps://t.co/o24W8YFxj1 — Post Sports (@PostSports) July 17, 2019Charles Barkley fékk sjálfur viðurnefnið „Round Mound of Rebound“ þegar hann mætti í NBA-deildina og viðurkennir í dag að hann hafi hreinlega verið feitur. Zion Williamson er sagður vera 127 kíló en hann er 200 sentímetrar. Barkley segir að Zion líti þó ekki út fyrir að vera feitur. „Ég er samt að heyra að hann sé 127 kíló. Þú getur ekki spilað í NBA-deildinni þegar þú er 127 kíló,“ sagði Charles Barkley. „Hann getur ekki spilað svona þungur. Það er bara of mikið álag á hnén. Hann er svo stór og svo sterkur en það eru líka allir í NBA-deildinni,“ sagði Barkley. Joel Embiid spilar með Philadelphia 76ers sem er gamla lið Barkley. Barkley rifjaði það upp þegar hann kom fyrst til Philadelphia. Þá var hinn frábæri Moses Malone aðalstjarna 76ers en liðið hafði unnið NBA-titilinn stuttu áður en Barkley mætti á svæðið. „Moses Malone er mikilvægasta persónan í mínu lífi þegar kemur að körfuboltanum. Hann sagði við mig: Þú ert feitur og þú ert latur,“ sagði Barkley sem missti tæp 23 kíló í kjölfarið og varð einn besti leikmaður NBA-deildarinnar. „Ég velti því fyrir mér hvort einhver í Philadelphia hafi hugrekki til að segja við Joel Embiid: Heyrðu karlinn, þú þarft að fara að koma þér í form,“ sagði Barkley. Joel Embiid var með 27,5 stig, 13,6 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili og á góðum degi þá ræður enginn við hann í kringum körfuna. NBA Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Sjá meira
Charles Barkley þótti sjálfur leyfa sér aðeins of mikið utan vallar þegar hann var á fullu í NBA-deildinni á sínum tíma en nú ráðleggur Sir Charles tveimur af ungum stórstjörnum NBA-deildarinnar að létta sig. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Zion Williamson og Joel Embiid. Báðir eiga þeir möguleika á að komast í hóp þeirra allra bestu því hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar. Zion Williamson er nýliði í NBA-deildinni á komandi tímabili eftir að hafa verið valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar. Gríðarlega væntingar eru bundnar til þessa stráks en hann er naut að burðum og með gríðarlegan sprengikraft. Joel Embiid er að fara að byrja sitt fjórða spilandi tímabil eftir að hafa misst alveg af fyrsta tímabilinu eftir að hann var valinn í nýliðavalinu sumarið 2015. Embiid hefur aðeins spilað 158 af 246 mögulegum leikjum undanfarin þrjú tímabil og er alltaf að meiðast.Charles Barkley thinks both Zion Williamson and Joel Embiid need to lose weighthttps://t.co/o24W8YFxj1 — Post Sports (@PostSports) July 17, 2019Charles Barkley fékk sjálfur viðurnefnið „Round Mound of Rebound“ þegar hann mætti í NBA-deildina og viðurkennir í dag að hann hafi hreinlega verið feitur. Zion Williamson er sagður vera 127 kíló en hann er 200 sentímetrar. Barkley segir að Zion líti þó ekki út fyrir að vera feitur. „Ég er samt að heyra að hann sé 127 kíló. Þú getur ekki spilað í NBA-deildinni þegar þú er 127 kíló,“ sagði Charles Barkley. „Hann getur ekki spilað svona þungur. Það er bara of mikið álag á hnén. Hann er svo stór og svo sterkur en það eru líka allir í NBA-deildinni,“ sagði Barkley. Joel Embiid spilar með Philadelphia 76ers sem er gamla lið Barkley. Barkley rifjaði það upp þegar hann kom fyrst til Philadelphia. Þá var hinn frábæri Moses Malone aðalstjarna 76ers en liðið hafði unnið NBA-titilinn stuttu áður en Barkley mætti á svæðið. „Moses Malone er mikilvægasta persónan í mínu lífi þegar kemur að körfuboltanum. Hann sagði við mig: Þú ert feitur og þú ert latur,“ sagði Barkley sem missti tæp 23 kíló í kjölfarið og varð einn besti leikmaður NBA-deildarinnar. „Ég velti því fyrir mér hvort einhver í Philadelphia hafi hugrekki til að segja við Joel Embiid: Heyrðu karlinn, þú þarft að fara að koma þér í form,“ sagði Barkley. Joel Embiid var með 27,5 stig, 13,6 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili og á góðum degi þá ræður enginn við hann í kringum körfuna.
NBA Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn