Gunnar Jóhann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. september Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2019 14:09 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september en hann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana þann 27. apríl síðastliðinn. Þetta staðfestir Anja M. Indbjør hjá lögreglunni í Finnmörk við fréttastofu RÚV. Morðið átti sér stað í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi. Krufning hefur leitt það í ljós að dánarorsök Gísla Þórs var skot í lærið. Við skotið missti hann mikið blóð með þeim afleiðingum að hann lést.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Gísli Þór var enn á lífi þegar lögregla mætti á vettvang en í upphafi neyddust viðbragðsaðilar hins vegar til að bíða fyrir utan heimili hans í fjörutíu mínútur þar sem lögregla var ekki mætt á vettvang. Biðin var vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna sem kveða á um að þeir verði að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem skotvopn koma við sögu en í þessu tilfelli þurfti að bíða eftir lögregluþjónum sem voru í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn. Rannsókn málsins er ekki lokið en haft er eftir lögreglu að stefnt sé að ljúka rannsókn áður en gæsluvarðhald rennur út. Um fimmtíu manns hafa verið yfirheyrð við rannsókn málsins en rannsókn lögreglu bendir til þess að Gunnar Jóhann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli Þór var skotinn til bana. Gunnar Jóhann skrifaði færslu á Facebook-síðu sína augnablikum áður en hann var handtekinn og játaði þar að hafa orðið bróður sínum að bana. Hann neitaði hins vegar sök þegar hann var yfirheyrður af lögreglu í fyrsta skipti. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28 Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. 29. apríl 2019 12:30 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september en hann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana þann 27. apríl síðastliðinn. Þetta staðfestir Anja M. Indbjør hjá lögreglunni í Finnmörk við fréttastofu RÚV. Morðið átti sér stað í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi. Krufning hefur leitt það í ljós að dánarorsök Gísla Þórs var skot í lærið. Við skotið missti hann mikið blóð með þeim afleiðingum að hann lést.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Gísli Þór var enn á lífi þegar lögregla mætti á vettvang en í upphafi neyddust viðbragðsaðilar hins vegar til að bíða fyrir utan heimili hans í fjörutíu mínútur þar sem lögregla var ekki mætt á vettvang. Biðin var vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna sem kveða á um að þeir verði að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem skotvopn koma við sögu en í þessu tilfelli þurfti að bíða eftir lögregluþjónum sem voru í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn. Rannsókn málsins er ekki lokið en haft er eftir lögreglu að stefnt sé að ljúka rannsókn áður en gæsluvarðhald rennur út. Um fimmtíu manns hafa verið yfirheyrð við rannsókn málsins en rannsókn lögreglu bendir til þess að Gunnar Jóhann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli Þór var skotinn til bana. Gunnar Jóhann skrifaði færslu á Facebook-síðu sína augnablikum áður en hann var handtekinn og játaði þar að hafa orðið bróður sínum að bana. Hann neitaði hins vegar sök þegar hann var yfirheyrður af lögreglu í fyrsta skipti.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28 Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. 29. apríl 2019 12:30 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38
Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28
Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. 29. apríl 2019 12:30