Vitni segjast hafa heyrt háværa sprengingu og að innan örfárra mínútna hafi byggingin orðið alelda. Slökkviliðsmönnum hefur ekki enn tekist að ráða niðurlögum eldsins og talið er að einhverjir starfsmenn myndversins gætu vera inni í byggingunni.
Í frétt japanska ríkisútvarpsins í morgun er áætlað að þeir gætu verið um þrjátíu talsins en alls voru 76 í myndverinu þegar kveikt var í því.
Maðurinn var handtekinn og fluttur á sjúkrahús þar sem hlúð er að brunasárum hans. Ekki er vitað á þessari stundu hvernig maðurinn tengist myndverinu eða hvað kann að hafa vakað fyrir honum. Þó er búið að útiloka að um fyrrverandi starfsmann sé að ræða.
Myndverið, Kyoto Animation, var stofnað árið 1981 og er þekkt fyrir vinsælar Anime-teiknimyndir.