Skipt um gírkassa og snúningsmótor í þyrlu Landhelgisgæslunnar Sighvatur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 18:30 Unnið að viðgerð þyrlunnar hjá Landhelgisgæslunni í dag. Vísir/Arnar Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda. Nýju þyrlurnar tvær eru níu ára. Þær koma notaðar til landsins en Landhelgisgæslan leigir þær frá Noregi. Eir kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og Gró í byrjun júlí. Gró hefur ekki verið tekin í gagnið og því hefur aðeins ein þyrla verið til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir að Eir bilaði fyrir nokkrum dögum. „Við fengum boð um það að það voru málmagnir að koma úr rótorhausnum. Það eru sérstakir skynjarar sem nema það og láta okkur vita. Þetta er partur af venjulegu viðhaldi og hlutir sem við lendum reglulega í, bæði með þessar vélar og gömlu vélarnar. Það má segja að það sé ákveðin óheppni að lenda í þessu svona snemma með þessa,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.Skipta þarf um gírkasssa og snúningsmótor í TF-EIR samkvæmt ráðleggingum frá framleiðanda þyrlunnar.Vísir/ArnarVandamálið tók sig upp aftur eftir hreinsun Tvö alvarleg slys hafa orðið á þyrlum með gírkössum frá framleiðandanum Airbus. Fyrir ári hrapaði herþyrla í Suður-Kóreu. Aðeins einn af sex um borð lifði slysið af. Á myndbandi sést spaði losna af þyrlunni. Sams konar slys varð í Noregi fyrir þremur árum þegar 13 fórust. „Það er sérstaklega fylgst vel með þessu í þessum vélum. Almennt er fylgst vel með þessu í öllum þyrlum. Þetta er almennur búnaður í þyrlum því þær eru eðli málsins samkvæmt viðkvæmari heldur en flugvélar,“ segir Höskuldur hjá Landhelgisgæslunni. Höskuldur segir að þegar málmagnirnar hafi fyrst greinst í olíu hafi verið fylgt verklagi um hreinsun og áframhaldandi notkun þyrlunnar. En þegar vandamálið hafi tekið sig upp aftur og í meira mæli en áður hafi framleiðandi ráðlagt Landhelgisgæslunni að stöðva þyrluna og skipta um snúningsmótor og gírkassa hennar. Höskuldur segir brýnt að koma báðum nýju þyrlunum í gagnið. „Vissulega er þetta mjög erfitt og reynir mikið á alla áætlanagerð og mikið á alla starfsmenn. Þetta er ekkert einsdæmi, við höfum staðið frammi fyrir þessu áður, en erum að horfa vonandi til bjartari tíma núna þegar báðar þessar nýju vélar verða komnar í fullt gagn,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni. Airbus Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda. Nýju þyrlurnar tvær eru níu ára. Þær koma notaðar til landsins en Landhelgisgæslan leigir þær frá Noregi. Eir kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og Gró í byrjun júlí. Gró hefur ekki verið tekin í gagnið og því hefur aðeins ein þyrla verið til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir að Eir bilaði fyrir nokkrum dögum. „Við fengum boð um það að það voru málmagnir að koma úr rótorhausnum. Það eru sérstakir skynjarar sem nema það og láta okkur vita. Þetta er partur af venjulegu viðhaldi og hlutir sem við lendum reglulega í, bæði með þessar vélar og gömlu vélarnar. Það má segja að það sé ákveðin óheppni að lenda í þessu svona snemma með þessa,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.Skipta þarf um gírkasssa og snúningsmótor í TF-EIR samkvæmt ráðleggingum frá framleiðanda þyrlunnar.Vísir/ArnarVandamálið tók sig upp aftur eftir hreinsun Tvö alvarleg slys hafa orðið á þyrlum með gírkössum frá framleiðandanum Airbus. Fyrir ári hrapaði herþyrla í Suður-Kóreu. Aðeins einn af sex um borð lifði slysið af. Á myndbandi sést spaði losna af þyrlunni. Sams konar slys varð í Noregi fyrir þremur árum þegar 13 fórust. „Það er sérstaklega fylgst vel með þessu í þessum vélum. Almennt er fylgst vel með þessu í öllum þyrlum. Þetta er almennur búnaður í þyrlum því þær eru eðli málsins samkvæmt viðkvæmari heldur en flugvélar,“ segir Höskuldur hjá Landhelgisgæslunni. Höskuldur segir að þegar málmagnirnar hafi fyrst greinst í olíu hafi verið fylgt verklagi um hreinsun og áframhaldandi notkun þyrlunnar. En þegar vandamálið hafi tekið sig upp aftur og í meira mæli en áður hafi framleiðandi ráðlagt Landhelgisgæslunni að stöðva þyrluna og skipta um snúningsmótor og gírkassa hennar. Höskuldur segir brýnt að koma báðum nýju þyrlunum í gagnið. „Vissulega er þetta mjög erfitt og reynir mikið á alla áætlanagerð og mikið á alla starfsmenn. Þetta er ekkert einsdæmi, við höfum staðið frammi fyrir þessu áður, en erum að horfa vonandi til bjartari tíma núna þegar báðar þessar nýju vélar verða komnar í fullt gagn,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.
Airbus Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira