Erfið staða hjá Netflix Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 Ýmsir eru með þetta app í símanum. Nordicphotos/AFP Bandaríska streymisveitan Netflix birti í fyrrinótt fjórðungsskýrslu sína og hafa tæknimiðlar vestan hafs í greiningum sínum sagt hana sýna svarta, eða að minnsta kosti gráa, stöðu hjá fyrirtækinu. „Niðurstöðurnar eru hamfarakenndar,“ sagði til að mynda í umfjöllun The Verge í gær. Fyrirtækið tapaði í fyrsta skipti markverðum fjölda áskrifenda í Bandaríkjunum. Þeim fækkaði um 130.000 á öðrum ársfjórðungi. Þá var vöxtur á heimsvísu helmingi minni en fyrirtækið hafði spáð, 2,7 milljónir í stað fimm milljóna. Virði hlutabréfa í Netflix tók dýfu í kjölfar þess að skýrslan var birt. Fór úr 362,44 Bandaríkjadölum við lokun markaða á miðvikudag og niður í 321,41 Bandaríkjadal í gær. Reed Hastings forstjóri sagði skýringuna á þessum vonbrigðaniðurstöðum felast einkum í afleiðingum verðhækkana og skorti á nýju efni. „Við teljum að samkeppni hafi ekki verið þáttur þar sem það varð engin raunveruleg breyting á samkeppnisumhverfinu á fjórðungnum,“ sagði í bréfi til hluthafa. Ef til vill má þó skrifa samdráttinn í Bandaríkjunum að einhverju leyti á aukna samkeppni. WarnerMedia, Disney og Apple eru öll að setja í loftið streymisveitur og þá hefur Amazon veitt Netflix samkeppni hingað til. Blikur eru á lofti þegar horft er til framtíðar. Netflix mun á næstunni missa afar vinsæla þætti á borð við Friends og The Office til keppinauta. Óvíst er hvaða áhrif það mun hafa. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Tækni Tengdar fréttir 900 starfsmenn Netflix í skemmtiferð til Íslands Um níu hundruð starfsmenn streymisveitunnar Netflix verður hér á landi í vikunni og um næstu helgi. 4. júlí 2019 15:57 Netflix hækkar áskriftarverð Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska streymisveitan Netflix birti í fyrrinótt fjórðungsskýrslu sína og hafa tæknimiðlar vestan hafs í greiningum sínum sagt hana sýna svarta, eða að minnsta kosti gráa, stöðu hjá fyrirtækinu. „Niðurstöðurnar eru hamfarakenndar,“ sagði til að mynda í umfjöllun The Verge í gær. Fyrirtækið tapaði í fyrsta skipti markverðum fjölda áskrifenda í Bandaríkjunum. Þeim fækkaði um 130.000 á öðrum ársfjórðungi. Þá var vöxtur á heimsvísu helmingi minni en fyrirtækið hafði spáð, 2,7 milljónir í stað fimm milljóna. Virði hlutabréfa í Netflix tók dýfu í kjölfar þess að skýrslan var birt. Fór úr 362,44 Bandaríkjadölum við lokun markaða á miðvikudag og niður í 321,41 Bandaríkjadal í gær. Reed Hastings forstjóri sagði skýringuna á þessum vonbrigðaniðurstöðum felast einkum í afleiðingum verðhækkana og skorti á nýju efni. „Við teljum að samkeppni hafi ekki verið þáttur þar sem það varð engin raunveruleg breyting á samkeppnisumhverfinu á fjórðungnum,“ sagði í bréfi til hluthafa. Ef til vill má þó skrifa samdráttinn í Bandaríkjunum að einhverju leyti á aukna samkeppni. WarnerMedia, Disney og Apple eru öll að setja í loftið streymisveitur og þá hefur Amazon veitt Netflix samkeppni hingað til. Blikur eru á lofti þegar horft er til framtíðar. Netflix mun á næstunni missa afar vinsæla þætti á borð við Friends og The Office til keppinauta. Óvíst er hvaða áhrif það mun hafa.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Tækni Tengdar fréttir 900 starfsmenn Netflix í skemmtiferð til Íslands Um níu hundruð starfsmenn streymisveitunnar Netflix verður hér á landi í vikunni og um næstu helgi. 4. júlí 2019 15:57 Netflix hækkar áskriftarverð Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
900 starfsmenn Netflix í skemmtiferð til Íslands Um níu hundruð starfsmenn streymisveitunnar Netflix verður hér á landi í vikunni og um næstu helgi. 4. júlí 2019 15:57
Netflix hækkar áskriftarverð Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. 20. júní 2019 06:00