Serena Williams enn forsíðustúlka þrátt fyrir skellinn um síðustu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 13:30 Serena Williams vekur mikla athygli innan sem utan vallar. Getty/Frazer Harrison Tenniskonan Serena Williams er á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins en þar fer blaðið yfir fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Sports Illustrated fékk sex sérfræðinga í tísku til að velja þennan fimmtíu manna lista sem átti að vera skipaður þeim íþróttamönnum sem skara ekki aðeins fram úr inn á íþróttavellinum heldur einnig í framkomu og klæðnaði utan hans. Þetta er fjórða árið í röð sem Sports Illustrated tekur saman lista eins og þennan. Serena Williams fékk þar fyrsta sætið á lista Sports Illustrated en hún er lifandi goðsögn í íþróttaheiminum og hefur þegar unnið 23 risatitla á ferlinum. Serena Williams fær mikið hrós fyrir stíl sinn innan sem utan vallar þar sem hún er óhrædd við að prófa nýja hluti. Hún hefur líka tekist vel upp að auka hróður sinn í tískuheiminum með sínum sérstaka stíl. Williams er enn að reyna að vinna fyrsta risatitilinn eftir að hún eignaðist dóttur sína en hún hefur tapað nokkrum úrslitaleikjum síðan þá þar á meðal fékk hún skell í úrslitaleik Wimbledon mótsins á dögunum. Aðrir nýtískulegir íþróttamenn sem komast ofarlega á listann eru NFL-leikmennirnir Odell Beckham Jr., og Tom Brady, körfuboltamennirnir Russell Westbrook, James Harden, Dwyane Wade og LeBron James, tenniskonan Maria Sharapova, formúluökumaðurinn Lewis Hamilton og knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo. Allir þessir íþróttamenn teljast vera tískuíkon og voru nefndir fyrstir af sérfræðingateymi blaðsins í umfjölluninni um fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Blaðið heldur síðan áfram að nefna til íþróttafólk sem tollir í tískunni. Það má sjá allan listann með því að smella hér. Tennis Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Tenniskonan Serena Williams er á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins en þar fer blaðið yfir fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Sports Illustrated fékk sex sérfræðinga í tísku til að velja þennan fimmtíu manna lista sem átti að vera skipaður þeim íþróttamönnum sem skara ekki aðeins fram úr inn á íþróttavellinum heldur einnig í framkomu og klæðnaði utan hans. Þetta er fjórða árið í röð sem Sports Illustrated tekur saman lista eins og þennan. Serena Williams fékk þar fyrsta sætið á lista Sports Illustrated en hún er lifandi goðsögn í íþróttaheiminum og hefur þegar unnið 23 risatitla á ferlinum. Serena Williams fær mikið hrós fyrir stíl sinn innan sem utan vallar þar sem hún er óhrædd við að prófa nýja hluti. Hún hefur líka tekist vel upp að auka hróður sinn í tískuheiminum með sínum sérstaka stíl. Williams er enn að reyna að vinna fyrsta risatitilinn eftir að hún eignaðist dóttur sína en hún hefur tapað nokkrum úrslitaleikjum síðan þá þar á meðal fékk hún skell í úrslitaleik Wimbledon mótsins á dögunum. Aðrir nýtískulegir íþróttamenn sem komast ofarlega á listann eru NFL-leikmennirnir Odell Beckham Jr., og Tom Brady, körfuboltamennirnir Russell Westbrook, James Harden, Dwyane Wade og LeBron James, tenniskonan Maria Sharapova, formúluökumaðurinn Lewis Hamilton og knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo. Allir þessir íþróttamenn teljast vera tískuíkon og voru nefndir fyrstir af sérfræðingateymi blaðsins í umfjölluninni um fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Blaðið heldur síðan áfram að nefna til íþróttafólk sem tollir í tískunni. Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Tennis Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira