Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 12:08 Talið er að um fimmtíu grindhvali hafi rekið á land við Löngufjörur á Snæfellsnesi í gær. Mynd/David Scwarzhan Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. Við svo búið hyggjast hvorki Umhverfisstofnun né Hafrannsóknastofnun aðhafast nokkuð vegna hvalrekans en ferðamenn sem fundu dýrin í gær töldu um fimmtíu grindhvali á svæðinu. Það voru bandarískir ferðamenn sem fyrst sáu grindhvalina úr þyrlu um tvöleytið í gær í Löngufjörum á Snæfellsnesi, í landi Litla-Hrauns. Þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters sagði í samtali við Vísi í gær að þau hefðu talið um það bil fimmtíu grindhvali í fjörunni. Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur að með tilliti til fjölda dýranna sé þetta einn stærsti hvalrekinn í um þrjá áratugi. „Það stærsta nýlega var í Þorlákshöfn ´86 þegar 148 hvalir drápust. Síðan á Rifi á Snæfellsnesi 1982 þegar 280 grindhvalir strönduðu en reyndar tókst að bjarga þeim flestum nema 38. Svo höfum við nokkur nýlegri dæmi þar sem það hafa verið kannski tíu, tuttugu hvalir sem hafa drepist,“ segir Gísli. Að svo stöddu hyggst Hafrannsóknastofnun ekki taka sýni eða kanna aðstæður, enda erfitt að komast að svæðinu frá landi og flest bendir til að dýrin séu þegar dauð. Sama á við hjá Umhverfisstofnun, að sögn Gunnars Alexanders Ólafssonar, sérfræðings hjá stofnuninni. „Við höfum fengið góða og staðgóða lýsingu á staðháttum og við teljum að við höfum þær upplýsingar fyrir framan okkur sem við þurfum. Þannig að nei, ég svara því neitandi, þetta er ekki í alfaraleið, þetta er dálítið frá þannig að við teljum að þær upplýsingar sem við höfum kalli ekki á það,“ segir Gunnar. Næstu skref, ef einhver verða, séu á ábyrgð landeigenda. „Það er á ábyrgð þeirra að bregðast við og hvort þeir telji hreinlega að það þurfi að bregðast við. Eftir því sem mínar upplýsingar segja til um þá er þetta ekki í alfaraleið þannig að ef þetta er ekki að valda neinu ónæði eða óþægindum fyrir nágrenni þá held ég að fyrsta valið sé að láta bara náttúruna sjá um þetta,“ segir Gunnar. Borgarbyggð Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. Við svo búið hyggjast hvorki Umhverfisstofnun né Hafrannsóknastofnun aðhafast nokkuð vegna hvalrekans en ferðamenn sem fundu dýrin í gær töldu um fimmtíu grindhvali á svæðinu. Það voru bandarískir ferðamenn sem fyrst sáu grindhvalina úr þyrlu um tvöleytið í gær í Löngufjörum á Snæfellsnesi, í landi Litla-Hrauns. Þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters sagði í samtali við Vísi í gær að þau hefðu talið um það bil fimmtíu grindhvali í fjörunni. Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur að með tilliti til fjölda dýranna sé þetta einn stærsti hvalrekinn í um þrjá áratugi. „Það stærsta nýlega var í Þorlákshöfn ´86 þegar 148 hvalir drápust. Síðan á Rifi á Snæfellsnesi 1982 þegar 280 grindhvalir strönduðu en reyndar tókst að bjarga þeim flestum nema 38. Svo höfum við nokkur nýlegri dæmi þar sem það hafa verið kannski tíu, tuttugu hvalir sem hafa drepist,“ segir Gísli. Að svo stöddu hyggst Hafrannsóknastofnun ekki taka sýni eða kanna aðstæður, enda erfitt að komast að svæðinu frá landi og flest bendir til að dýrin séu þegar dauð. Sama á við hjá Umhverfisstofnun, að sögn Gunnars Alexanders Ólafssonar, sérfræðings hjá stofnuninni. „Við höfum fengið góða og staðgóða lýsingu á staðháttum og við teljum að við höfum þær upplýsingar fyrir framan okkur sem við þurfum. Þannig að nei, ég svara því neitandi, þetta er ekki í alfaraleið, þetta er dálítið frá þannig að við teljum að þær upplýsingar sem við höfum kalli ekki á það,“ segir Gunnar. Næstu skref, ef einhver verða, séu á ábyrgð landeigenda. „Það er á ábyrgð þeirra að bregðast við og hvort þeir telji hreinlega að það þurfi að bregðast við. Eftir því sem mínar upplýsingar segja til um þá er þetta ekki í alfaraleið þannig að ef þetta er ekki að valda neinu ónæði eða óþægindum fyrir nágrenni þá held ég að fyrsta valið sé að láta bara náttúruna sjá um þetta,“ segir Gunnar.
Borgarbyggð Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent