„Ætlum okkur að keppa um alla titla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2019 20:30 Grímur lyftir Íslandsmeistarabikarnum á loft. vísir/vilhelm Eftir langa leit að þjálfara réðu Íslandsmeistarar Selfoss Grím Hergeirsson fyrr í sumar. Hann tekur við liðinu af Patreki Jóhannessyni sem er farinn til Skjern í Danmörku. Grímur hefur lengi verið viðloðandi handboltann á Selfossi en þetta er í fyrsta skipti sem hann stýrir meistaraflokki. „Ég geri mér grein fyrir því að það er aldrei létt að taka við Íslandsmeistaraliði og það er erfitt að feta í fótspor Patreks. Hann er topp þjálfari. En ég ætla að taka slaginn og gera eins vel úr þessu og ég get,“ sagði Grímur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra handboltamanna á síðustu árum og sá árangur hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Ekkert hókus pókusGrímur lék með Selfossi á sínum tíma. Sonur hans, Hergeir, er fyrirliði liðsins í dag.vísir/bára„Ég held að þetta sé ekkert hókus pókus. Þetta byrjar á því að menn setja sér stefnu. Hjá okkur var það gert þegar við byrjuðum með akademíuna í samstarfi við FSu. Síðan er mjög öflugt yngri flokka starf þar sem áhersla var á að fjölga æfingum og auka gæðin á þeim,“ sagði Grímur. „Síðan tókum við þetta upp í meistaraflokkana, að spila á leikmönnunum sem við vorum búnir að ala upp. Það getur vel verið að það sé eitthvað auka í mjólkinni, ég skal ekki segja um það, en þetta er markviss stefna.“ Þrátt fyrir að hafa misst Elvar Örn Jónsson, besta leikmann Olís-deildarinnar síðustu tvö ár, ætla Selfyssingar sér stóra hluti á næsta tímabili. „Það kemur enginn alveg í stað Elvars. Sá leikmaður er ekki til. Hlutverkin breytast og það losnar kvóti fyrir aðra leikmenn. Við bætum þetta upp með áherslubreytingum. Við ætlum okkur að keppa um alla titla, þ.m.t. Íslandsmeistaratitilinn. Það verður ekkert auðvelt en ef svo væri, þá væri þetta ekkert spennandi,“ sagði Grímur. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Ætla að verja Íslandsmeistaratitilinn Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Sjá meira
Eftir langa leit að þjálfara réðu Íslandsmeistarar Selfoss Grím Hergeirsson fyrr í sumar. Hann tekur við liðinu af Patreki Jóhannessyni sem er farinn til Skjern í Danmörku. Grímur hefur lengi verið viðloðandi handboltann á Selfossi en þetta er í fyrsta skipti sem hann stýrir meistaraflokki. „Ég geri mér grein fyrir því að það er aldrei létt að taka við Íslandsmeistaraliði og það er erfitt að feta í fótspor Patreks. Hann er topp þjálfari. En ég ætla að taka slaginn og gera eins vel úr þessu og ég get,“ sagði Grímur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra handboltamanna á síðustu árum og sá árangur hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Ekkert hókus pókusGrímur lék með Selfossi á sínum tíma. Sonur hans, Hergeir, er fyrirliði liðsins í dag.vísir/bára„Ég held að þetta sé ekkert hókus pókus. Þetta byrjar á því að menn setja sér stefnu. Hjá okkur var það gert þegar við byrjuðum með akademíuna í samstarfi við FSu. Síðan er mjög öflugt yngri flokka starf þar sem áhersla var á að fjölga æfingum og auka gæðin á þeim,“ sagði Grímur. „Síðan tókum við þetta upp í meistaraflokkana, að spila á leikmönnunum sem við vorum búnir að ala upp. Það getur vel verið að það sé eitthvað auka í mjólkinni, ég skal ekki segja um það, en þetta er markviss stefna.“ Þrátt fyrir að hafa misst Elvar Örn Jónsson, besta leikmann Olís-deildarinnar síðustu tvö ár, ætla Selfyssingar sér stóra hluti á næsta tímabili. „Það kemur enginn alveg í stað Elvars. Sá leikmaður er ekki til. Hlutverkin breytast og það losnar kvóti fyrir aðra leikmenn. Við bætum þetta upp með áherslubreytingum. Við ætlum okkur að keppa um alla titla, þ.m.t. Íslandsmeistaratitilinn. Það verður ekkert auðvelt en ef svo væri, þá væri þetta ekkert spennandi,“ sagði Grímur. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Ætla að verja Íslandsmeistaratitilinn
Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Sjá meira