Spennandi verkefni sem mun ekki bjóðast á hverju tímabili Hjörvar Ólafsson skrifar 1. júlí 2019 11:00 Stefán Gíslason. vísir/andri marinó Stefán Gíslason hefur tengingar í belgíska knattspyrnu þar sem hann lék með belgíska liðinu OH Leuven á árunum 2012 til 2014 en hjá því liði lauk hann farsælum atvinnumannaferli sínum. Eftir það flutti hann heim og hóf að leika með Breiðablik. Eftir að hafa leikið með Kópavogsliðinu lagði hann skóna á hilluna og settist í þjálfarateymi Breiðabliks. Hann var svo ráðinn þjálfari Hauka og stýrði liðinu í tvö keppnistímabil. Síðan lá leiðin í Breiðholtið þar sem hann var á sinni fyrstu leiktíð við stjórnvölinn hjá liðinu þegar hann fékk símtal frá Belgíu. „Þetta er ekkert sem ég hef verið að stefna að. Ég var með hugann alfarið við Leikni og ætlaði bara að klára tímabilið þar. Þá fékk ég símtal frá gamla þjálfaranum mínum hjá Leuven sem var að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Lommel. Svona tækifæri koma ekki oft upp og þar sem þetta var sömuleiðis spennandi verkefni ákvað ég að slá til þrátt fyrir að hafa fílað mig vel hjá Leikni. Viðræðurnar gengu hratt fyrir sig og ég var bara kominn út nokkrum dögum eftir að viðræður hófust. Það þurfti líka eitthvað mikið til þess að toga mig frá Íslandi þar sem ég er með fjölskyldu og rek fyrirtæki,“ segir Stefán um aðdraganda þess að hann var ráðinn í starfið.Var nálægt því að spila fyrir Lommel „Það fyndna við að ég sé kominn til starfa hjá Lommel er að ég spilaði næstum því með liðinu á sama tíma og Kristján Finnbogason var í markinu hjá þeim. Ég var þá leikmaður norska liðsins Lyn og var á reynslu hjá hollenska liðinu Roda. Planið var að ég myndi spila sem lánsmaður frá Roda hjá Lommel en það gekk hins vegar ekki eftir. Nú er ég hins vegar búinn að ráða mig til félagsins sem ég átti að spila með,“ rifjar hann upp. „Ég er bara nýkominn út og er að kynna mér leikmannahópinn. Mér sýnist þetta vera góð blanda af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Það er verið að bæta alla umgjörð í félaginu og fjölga starfsgildum. Flestallir í starfsteyminu eru að koma nýir inn í félagið á þessum tímapunkti og það eru spennandi tímar fram undan. Það er engin pressa á mér að fara upp en stefnan er að gera betur en undanfarin ár. Þetta er meðalstór klúbbur á belgískan mælikvarða sem hefur verið í lægð síðustu ár og markmiðið er að gera hlutina á faglegri hátt en gert hefur verið,“ segir Stefán um það umhverfi sem hann er að fara inni í. „Það er ísraelskur eigandi sem keypti félagið fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur gefið það út að hann sé reiðubúinn að setja mikinn pening í félagið þegar hann sér að góður strúktúr er til staðar og efni til þess að færa félagið í fremstu röð. Nú hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, framkvæmdastjóri sem sér bara um karlalið félagsins í knattspyrnu og einnig í fleiri stöður sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu gerðir almennilega næstu árin,“ segir þessi fyrrverandi landsliðsmaður um framhaldið hjá félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira
Stefán Gíslason hefur tengingar í belgíska knattspyrnu þar sem hann lék með belgíska liðinu OH Leuven á árunum 2012 til 2014 en hjá því liði lauk hann farsælum atvinnumannaferli sínum. Eftir það flutti hann heim og hóf að leika með Breiðablik. Eftir að hafa leikið með Kópavogsliðinu lagði hann skóna á hilluna og settist í þjálfarateymi Breiðabliks. Hann var svo ráðinn þjálfari Hauka og stýrði liðinu í tvö keppnistímabil. Síðan lá leiðin í Breiðholtið þar sem hann var á sinni fyrstu leiktíð við stjórnvölinn hjá liðinu þegar hann fékk símtal frá Belgíu. „Þetta er ekkert sem ég hef verið að stefna að. Ég var með hugann alfarið við Leikni og ætlaði bara að klára tímabilið þar. Þá fékk ég símtal frá gamla þjálfaranum mínum hjá Leuven sem var að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Lommel. Svona tækifæri koma ekki oft upp og þar sem þetta var sömuleiðis spennandi verkefni ákvað ég að slá til þrátt fyrir að hafa fílað mig vel hjá Leikni. Viðræðurnar gengu hratt fyrir sig og ég var bara kominn út nokkrum dögum eftir að viðræður hófust. Það þurfti líka eitthvað mikið til þess að toga mig frá Íslandi þar sem ég er með fjölskyldu og rek fyrirtæki,“ segir Stefán um aðdraganda þess að hann var ráðinn í starfið.Var nálægt því að spila fyrir Lommel „Það fyndna við að ég sé kominn til starfa hjá Lommel er að ég spilaði næstum því með liðinu á sama tíma og Kristján Finnbogason var í markinu hjá þeim. Ég var þá leikmaður norska liðsins Lyn og var á reynslu hjá hollenska liðinu Roda. Planið var að ég myndi spila sem lánsmaður frá Roda hjá Lommel en það gekk hins vegar ekki eftir. Nú er ég hins vegar búinn að ráða mig til félagsins sem ég átti að spila með,“ rifjar hann upp. „Ég er bara nýkominn út og er að kynna mér leikmannahópinn. Mér sýnist þetta vera góð blanda af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Það er verið að bæta alla umgjörð í félaginu og fjölga starfsgildum. Flestallir í starfsteyminu eru að koma nýir inn í félagið á þessum tímapunkti og það eru spennandi tímar fram undan. Það er engin pressa á mér að fara upp en stefnan er að gera betur en undanfarin ár. Þetta er meðalstór klúbbur á belgískan mælikvarða sem hefur verið í lægð síðustu ár og markmiðið er að gera hlutina á faglegri hátt en gert hefur verið,“ segir Stefán um það umhverfi sem hann er að fara inni í. „Það er ísraelskur eigandi sem keypti félagið fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur gefið það út að hann sé reiðubúinn að setja mikinn pening í félagið þegar hann sér að góður strúktúr er til staðar og efni til þess að færa félagið í fremstu röð. Nú hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, framkvæmdastjóri sem sér bara um karlalið félagsins í knattspyrnu og einnig í fleiri stöður sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu gerðir almennilega næstu árin,“ segir þessi fyrrverandi landsliðsmaður um framhaldið hjá félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira