Brottvísun afgangskra feðga frestað Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. júlí 2019 06:33 Asadullah Sarwary ásamt sonum sínum. fréttablaðið/sigtryggur ari Brottvísun föður og tveggja sona hans til Grikklands sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. Faðirinn heitir Asadullah Sarwary og synir hans Mahdi og Ali. Asadullah fór með syni sína á brámóttöku Barnaspítala Hringsins í gærkvöldi og þar staðfesti geðlæknir við lögreglumenn sem áttu að fylgja fjölskyldunni úr landi að sökum mikils kvíða eldri drengsins væri ekki mögulegt að senda hann úr landi. Greint er frá þessu á Facebook-síðu No Borders-samtakanna sem berjast gegn brottvísunum fólks hér á landi. Samtökin segja enn fremur að sálrænum stuðningi við börn á flótta sé ábótavant hér á landi. Ekki er ljóst hversu lengi brottvísun föðursins og drengjanna tveggja var frestað en í færslu No Borders segir að líklega verði feðgunum vísað úr landi síðar í þessari viku. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Asadullah og sona hans. Í viðtali blaðsins við Asadullah í mars síðastliðnum kom fram að hann hefði komið hingað til lands síðasta haust og sótt um þá um vernd. Í desember úrskurðaði Útlendingastofnu um að stofnunin myndi ekki taka mál Asadullah og drengjanna til efnislegrar meðferðar þar sem þeir hefðu fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Því bæri að vísa þeim aftur þangað. Þann 18. febrúar síðastliðinn staðfesti kærunefnd útlendingamála svo úrskurð Útlendingastofnunar. Í umfjöllun Fréttablaðsins kom fram að Asadullah hefði verið í tvö og hálft ár í Grikklandi áður en hann kom hingað til lands. Hann vildi ekki sækja um vernd í Grikklandi en þar sem lög þar í landi kveða á um að sækja verði um hæli innan 20 daga ellegar vera vísað úr landi átti Asadullah ekki annarra kosta völ en að sækja þar um vernd. „Þegar við vorum komnir með vernd var okkur síðan sagt að við ættum rétt á að vera í sex mánuði flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í tjöldum. Eftir sex mánuði þurftum við að fara og sjá um okkur sjálf. Það var ekki hægt fyrir okkur að finna húsnæði eða vinnu,“ sagði Asadullah meðal annars samtali við Fréttablaðið. Engin framtíð hafi verið fyrir syni hans í Grikklandi, til að mynda enginn skóli sem þeir gátu sótt. Hann hafi því ákveðið að fara annað í leit að betra lífi fyrir þá feðga.Fréttin var uppfærð klukkan 08:31. Hælisleitendur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Brottvísun föður og tveggja sona hans til Grikklands sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. Faðirinn heitir Asadullah Sarwary og synir hans Mahdi og Ali. Asadullah fór með syni sína á brámóttöku Barnaspítala Hringsins í gærkvöldi og þar staðfesti geðlæknir við lögreglumenn sem áttu að fylgja fjölskyldunni úr landi að sökum mikils kvíða eldri drengsins væri ekki mögulegt að senda hann úr landi. Greint er frá þessu á Facebook-síðu No Borders-samtakanna sem berjast gegn brottvísunum fólks hér á landi. Samtökin segja enn fremur að sálrænum stuðningi við börn á flótta sé ábótavant hér á landi. Ekki er ljóst hversu lengi brottvísun föðursins og drengjanna tveggja var frestað en í færslu No Borders segir að líklega verði feðgunum vísað úr landi síðar í þessari viku. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Asadullah og sona hans. Í viðtali blaðsins við Asadullah í mars síðastliðnum kom fram að hann hefði komið hingað til lands síðasta haust og sótt um þá um vernd. Í desember úrskurðaði Útlendingastofnu um að stofnunin myndi ekki taka mál Asadullah og drengjanna til efnislegrar meðferðar þar sem þeir hefðu fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Því bæri að vísa þeim aftur þangað. Þann 18. febrúar síðastliðinn staðfesti kærunefnd útlendingamála svo úrskurð Útlendingastofnunar. Í umfjöllun Fréttablaðsins kom fram að Asadullah hefði verið í tvö og hálft ár í Grikklandi áður en hann kom hingað til lands. Hann vildi ekki sækja um vernd í Grikklandi en þar sem lög þar í landi kveða á um að sækja verði um hæli innan 20 daga ellegar vera vísað úr landi átti Asadullah ekki annarra kosta völ en að sækja þar um vernd. „Þegar við vorum komnir með vernd var okkur síðan sagt að við ættum rétt á að vera í sex mánuði flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í tjöldum. Eftir sex mánuði þurftum við að fara og sjá um okkur sjálf. Það var ekki hægt fyrir okkur að finna húsnæði eða vinnu,“ sagði Asadullah meðal annars samtali við Fréttablaðið. Engin framtíð hafi verið fyrir syni hans í Grikklandi, til að mynda enginn skóli sem þeir gátu sótt. Hann hafi því ákveðið að fara annað í leit að betra lífi fyrir þá feðga.Fréttin var uppfærð klukkan 08:31.
Hælisleitendur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira