Innlent

Neita sök í hópnauðgunarmáli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjargötu. Þinghald er lokað.
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjargötu. Þinghald er lokað. Vísir/Vilhelm
Þrír karlmenn sem ákærðir eru fyrir að nauðga ungri stúlku í höfuðborginni árið 2017 neita allir sök. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem það hefur verið þingfest.

Mennirnir eru allir búsettir í Reykjavík en í ákærunni kemur fram að mennirnir hafi haft samfarir og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Þannig hafi þeir beitt hana ólögmætri nauðugn með því að notfæra sér ölvunarástand stúlkunnar og yfirburðarstöðu sína enda stúlkan stödd með þremur ókunnugum mönnum fjarri öðrum.

Auk þess hefðu tveir af þremur nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni sökum aldurs- og þroskamunar. Munu þeir hafa haft samfarir við konuna en þriðji karlmaðurinn lét hana hafa við sig munnmök, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru á hendur þremenningunum.

Teljast þeir hafa brotið á 1. málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um nauðgun. Refsing er aldrei vægari en eitt ár en að hámarki sextán ára fangelsi.

Af hálfu stúlkunnar er farið fram á fimm milljónir króna í miskabætur. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en þinghald í málinu er lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×