Birta Hlíf um lífið og stefnumótaheiminn í LA Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. júlí 2019 21:00 Birta Hlíf stílisti er búin að búa í Los Angeles síðustu 6 ár. Hún segir stefnumótamarkaðinn þar mjög ólíkan þeim íslenska. Birta Hlíf er í draumastarfinu sínu í borg englanna, Los Angeles og vinnur í fullu starfi sem stílisti fyrir Kelly Clarkson og Pentatonix. Birta er 34 ára gömul og hefur búið í LA síðustu 6 ár og þar á undan bjó hún 7 ár í Detroit. Makamál fengu að heyra aðeins um lífið í LA, hvernig er að vera Íslendingur í útlöndum og stefnumótamarkaðinn. Saknar þú stundum Íslands? Ekki oft, en það kemur fyrir af og til. Langar þig einhvern tíma að flytja aftur heim? Nei. (sorry mamma!)Hvað heimsækir þú oft Ísland? Að minnsta kosti einu sinni á ári, stundum tvisvar. Ég kem alltaf um jól og áramót. Ég elska jólin og finnst mjög mikilvægt að halda upp á þau með fjölskyldunni minni. Hvað er erfiðast við að búa í öðru landi?Fyrir mig er það að vera svona langt í burtu frá vinum mínum og fjölskyldu og þá sérstaklega litlu krútt frænkum mínum, sem eru dætur bróður míns. Þær eru að stækka og þroskast svo hratt að ég fæ alveg brjálæðislega mikið fomo (fear of missing out) að vera svona langt í burtu frá þeim. En það róar mig aðeins að geta notað FaceTime.Birta Hlíf ásamt bróðurdætrum sínum, Móeiði og Sigurrós.Af hverju LA? Hvað er það sem heillar mest við borgina?Orkan sem er hérna heillar mig mest. Fólk er svo opið og alltaf til í eitthvað fjör! Svo er veðrið alltaf gott þannig að það er ekki hægt annað en að hafa endalaust gaman!Að hvaða leiti er social lífið í LA frábrugðið því íslenska?Hér í LA vinna nánast allir í „bransanum“ og þar af leiðandi eru fáir með hið hefðbundna 9-5 vinnuform sem gerir það að verkum að allir dagar eru svolítið eins og laugardagar. Mottóið „Work hard - Play harder“ er mjög lýsandi fyrir LA. Barir eru opnir jafn lengi alla daga vikunnar og er fólk mjög duglegt að hittast í Happy Hour, dinner eða bara hverskonar social event sama hvaða dagur er. Það er ekkert bundið sérstaklega við helgarnar eins og svo oft á Íslandi.Hvernig er það að vera Íslendingur í LA, finnur þú fyrir miklum áhuga á Íslandi? Það er bara mjög skemmtilegt! Fólk sýnir Íslandi mikinn áhuga. Það er náttúrulega búið að vera svolítið í tísku að heimsækja landið okkar og finnst fólki því mjög kúl að vera Íslendingur. Það er nú samt bara þannig að ef þú ert útlendingur í LA, þá þykir þú áhugaverður.Birta segist finna fyrir miklum áhuga á Íslandi. Hún segir að fólki í LA finnist útlendingar áhugaverðir og mjög kúl að vera Íslendingur. Ein algengasta spurningin sem ég fæ þegar fólk heyrir að ég sé frá Íslandi er þessi: Is it true that Iceland is green and Greenland is ice? Does everyone have blonde hair and blue eyes?En hvernig er að vera einhleyp í LA? Er stefnumótamenningin ólík íslensku? Það er bara hressandi. Ég hef ekki verið single annars staðar en hér í LA en mér þykir alveg ótrúlega gaman að hitta og kynnast nýju fólki þannig að fara á stefnumót finnst mér mjög gaman. Virkilega skemmtilegt „social experiment“ því það er svo mikið af allskonar karakterum hérna.Fólk er almennt mjög duglegt við að fara á stefnumót og virðast flestir nota öppin sem eru í boði. Ég þekki fólk sem fer alveg á mörg date í viku, jafnvel tvö sama daginn!! Ég er ekki alveg viss hvort að það myndi ganga upp á Íslandi, hahaha!Birta nýtur þess að fara á stefnumót í LA og segir hún stefnumótamenninguna mjög ólíka því sem tíðkast á Íslandi.Er sama pressan að festa ráð sitt í LA, eins og á Íslandi?Ég myndi segja að í Ameríku sé það almennt mikil pressa, en LA er á annarri plánetu. Það eru allir frekar slakir hérna finnst mér.Fólk virðist mjög upptekið af vinnunni sinni og tekur hana fram yfir annað eins og að finna sér maka, giftast og eignast börn. Hérna eru margir á þrítugs og fertugsaldri sem eru einhleypir og barnlausir og þykir það bara ósköp eðlilegt.En hver eru svo framtíðarplönin?Ég er rosalega mikið að vinna með núið og veit t.d. ekki hvað ég er að fara gera í næstu viku. En annars er ég með mjög langan „bucket-lista„ sem ég þarf að vera duglegri að tékka við, það er svo ótrúlega margt sem mig langar til að gera, upplifa og njóta.Makamál þakka Birtu Hlíf innilega fyrir spjallið og senda kveðjur í sólina. Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: Guðni Már, lögfræðingurinn sem dansar í sturtu Einhleypa Makamála þessa vikuna er lögfræðingurinn Guðni Már. Guðni heillast af ákveðni og húmor en þolir ekki hroka og leti. 2. júlí 2019 14:45 Bone-orðin 10: Diljá Ámunda vill hlátur en ekki hrútskýringar Diljá Ámundadóttir Zoega er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún er þekkt fyrir að vera mikil gleðisprengja og hrókur alls fagnaðar hvert sem hún stígur niður fæti. Makamál fengu að heyra hver Bone-orðin hennar Diljá eru. 1. júlí 2019 11:45 Þriðjungur svarenda í opnu sambandi eða langar til að prófa Opið samband telst vera það þegar leyfilegt er að sænga hjá öðrum en makanum. 28. júní 2019 14:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Súludansinn sveiflar sér yfir á netið Makamál „Við erum svo mikið Covid-kærustupar“ Makamál Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Birta Hlíf er í draumastarfinu sínu í borg englanna, Los Angeles og vinnur í fullu starfi sem stílisti fyrir Kelly Clarkson og Pentatonix. Birta er 34 ára gömul og hefur búið í LA síðustu 6 ár og þar á undan bjó hún 7 ár í Detroit. Makamál fengu að heyra aðeins um lífið í LA, hvernig er að vera Íslendingur í útlöndum og stefnumótamarkaðinn. Saknar þú stundum Íslands? Ekki oft, en það kemur fyrir af og til. Langar þig einhvern tíma að flytja aftur heim? Nei. (sorry mamma!)Hvað heimsækir þú oft Ísland? Að minnsta kosti einu sinni á ári, stundum tvisvar. Ég kem alltaf um jól og áramót. Ég elska jólin og finnst mjög mikilvægt að halda upp á þau með fjölskyldunni minni. Hvað er erfiðast við að búa í öðru landi?Fyrir mig er það að vera svona langt í burtu frá vinum mínum og fjölskyldu og þá sérstaklega litlu krútt frænkum mínum, sem eru dætur bróður míns. Þær eru að stækka og þroskast svo hratt að ég fæ alveg brjálæðislega mikið fomo (fear of missing out) að vera svona langt í burtu frá þeim. En það róar mig aðeins að geta notað FaceTime.Birta Hlíf ásamt bróðurdætrum sínum, Móeiði og Sigurrós.Af hverju LA? Hvað er það sem heillar mest við borgina?Orkan sem er hérna heillar mig mest. Fólk er svo opið og alltaf til í eitthvað fjör! Svo er veðrið alltaf gott þannig að það er ekki hægt annað en að hafa endalaust gaman!Að hvaða leiti er social lífið í LA frábrugðið því íslenska?Hér í LA vinna nánast allir í „bransanum“ og þar af leiðandi eru fáir með hið hefðbundna 9-5 vinnuform sem gerir það að verkum að allir dagar eru svolítið eins og laugardagar. Mottóið „Work hard - Play harder“ er mjög lýsandi fyrir LA. Barir eru opnir jafn lengi alla daga vikunnar og er fólk mjög duglegt að hittast í Happy Hour, dinner eða bara hverskonar social event sama hvaða dagur er. Það er ekkert bundið sérstaklega við helgarnar eins og svo oft á Íslandi.Hvernig er það að vera Íslendingur í LA, finnur þú fyrir miklum áhuga á Íslandi? Það er bara mjög skemmtilegt! Fólk sýnir Íslandi mikinn áhuga. Það er náttúrulega búið að vera svolítið í tísku að heimsækja landið okkar og finnst fólki því mjög kúl að vera Íslendingur. Það er nú samt bara þannig að ef þú ert útlendingur í LA, þá þykir þú áhugaverður.Birta segist finna fyrir miklum áhuga á Íslandi. Hún segir að fólki í LA finnist útlendingar áhugaverðir og mjög kúl að vera Íslendingur. Ein algengasta spurningin sem ég fæ þegar fólk heyrir að ég sé frá Íslandi er þessi: Is it true that Iceland is green and Greenland is ice? Does everyone have blonde hair and blue eyes?En hvernig er að vera einhleyp í LA? Er stefnumótamenningin ólík íslensku? Það er bara hressandi. Ég hef ekki verið single annars staðar en hér í LA en mér þykir alveg ótrúlega gaman að hitta og kynnast nýju fólki þannig að fara á stefnumót finnst mér mjög gaman. Virkilega skemmtilegt „social experiment“ því það er svo mikið af allskonar karakterum hérna.Fólk er almennt mjög duglegt við að fara á stefnumót og virðast flestir nota öppin sem eru í boði. Ég þekki fólk sem fer alveg á mörg date í viku, jafnvel tvö sama daginn!! Ég er ekki alveg viss hvort að það myndi ganga upp á Íslandi, hahaha!Birta nýtur þess að fara á stefnumót í LA og segir hún stefnumótamenninguna mjög ólíka því sem tíðkast á Íslandi.Er sama pressan að festa ráð sitt í LA, eins og á Íslandi?Ég myndi segja að í Ameríku sé það almennt mikil pressa, en LA er á annarri plánetu. Það eru allir frekar slakir hérna finnst mér.Fólk virðist mjög upptekið af vinnunni sinni og tekur hana fram yfir annað eins og að finna sér maka, giftast og eignast börn. Hérna eru margir á þrítugs og fertugsaldri sem eru einhleypir og barnlausir og þykir það bara ósköp eðlilegt.En hver eru svo framtíðarplönin?Ég er rosalega mikið að vinna með núið og veit t.d. ekki hvað ég er að fara gera í næstu viku. En annars er ég með mjög langan „bucket-lista„ sem ég þarf að vera duglegri að tékka við, það er svo ótrúlega margt sem mig langar til að gera, upplifa og njóta.Makamál þakka Birtu Hlíf innilega fyrir spjallið og senda kveðjur í sólina.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: Guðni Már, lögfræðingurinn sem dansar í sturtu Einhleypa Makamála þessa vikuna er lögfræðingurinn Guðni Már. Guðni heillast af ákveðni og húmor en þolir ekki hroka og leti. 2. júlí 2019 14:45 Bone-orðin 10: Diljá Ámunda vill hlátur en ekki hrútskýringar Diljá Ámundadóttir Zoega er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún er þekkt fyrir að vera mikil gleðisprengja og hrókur alls fagnaðar hvert sem hún stígur niður fæti. Makamál fengu að heyra hver Bone-orðin hennar Diljá eru. 1. júlí 2019 11:45 Þriðjungur svarenda í opnu sambandi eða langar til að prófa Opið samband telst vera það þegar leyfilegt er að sænga hjá öðrum en makanum. 28. júní 2019 14:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Súludansinn sveiflar sér yfir á netið Makamál „Við erum svo mikið Covid-kærustupar“ Makamál Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Einhleypan: Guðni Már, lögfræðingurinn sem dansar í sturtu Einhleypa Makamála þessa vikuna er lögfræðingurinn Guðni Már. Guðni heillast af ákveðni og húmor en þolir ekki hroka og leti. 2. júlí 2019 14:45
Bone-orðin 10: Diljá Ámunda vill hlátur en ekki hrútskýringar Diljá Ámundadóttir Zoega er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún er þekkt fyrir að vera mikil gleðisprengja og hrókur alls fagnaðar hvert sem hún stígur niður fæti. Makamál fengu að heyra hver Bone-orðin hennar Diljá eru. 1. júlí 2019 11:45
Þriðjungur svarenda í opnu sambandi eða langar til að prófa Opið samband telst vera það þegar leyfilegt er að sænga hjá öðrum en makanum. 28. júní 2019 14:00