Taconic að auka hlut sinn í Arion um helming Hörður Ægisson skrifar 3. júlí 2019 07:45 Keith Magliana stýrir fjárfestingum Taconic á Íslandi. Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem fer núna með sextán prósenta hlut í Arion banka, mun kaupa tæplega helminginn af tuttugu prósenta hlut Kaupþings í bankanum en eignarhaldsfélagið er nú að ganga frá sölu á öllum bréfum sínum í Arion banka, líklega strax í þessari viku. Eftir kaupin verður Taconic, sem á jafnframt um 48 prósenta hlut í Kaupþingi, stærsti eigandi Arion banka með í kringum fjórðungshlut. Aðrir helstu kaupendur að hlut Kaupþings í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins, eru fjárfestingafélagið Stoðir, sem á fyrir tæplega fimm prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna (LV) en sjóðurinn átti í árslok 2018 aðeins um 0,4 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt fyrirliggjandi samkomulagi munu viðskiptin, en það eru Fossar markaðir sem eru söluráðgjafar Kaupþings, fara fram á genginu 75,5 krónur á hlut en við lokun markaða í gær stóð hlutabréfaverðið í 75,9 krónum. Auk Taconic, Stoða og LV munu einnig aðrir lífeyrissjóðir ásamt innlendum sjóðastýringarfélögum, sem eru nú fyrir í hluthafahópi Arion, kaupa bréf Kaupþings. Kaupverðið á tuttugu prósenta hlut Kaupþings mun því nema samtals um 27,4 milljörðum. Stór hluti þeirrar fjárhæðar fellur í skaut ríkissjóðs á grundvelli afkomuskiptasamnings sem var á meðal þeirra stöðugleikaskilyrða sem Kaupþing þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015. Beðið er nú eftir því, samkvæmt heimildum Markaðarins, að staðfesting fáist frá fjármálaráðuneytinu um að ríkið ætli ekki að stíga inn í viðskiptin og nýta sér forkaupsrétt sinn. Sem kunnugt er hafa stjórnvöld forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé Arion banka. Salan á tuttugu prósenta hlut Kaupþings mun nú fara fram á gengi sem jafngildir 0,73 miðað við eigið fé bankans í lok fyrsta ársfjórðungs. Samkvæmt heimildum Markaðarins var búið að ganga frá samkomulagi við fjárfesta um kaup á fimmtán prósenta hlut Kaupþings í Arion banka undir lok síðasta mánaðar. Ekki tókst hins vegar þá að ljúka sölunni en regluvörður Arion banka, að sögn kunnugra, gerði þá athugasemdir við að Kaupþing, sem er með fulltrúa í stjórn bankans, ætti viðskipti með bréf í félaginu á sama tíma og ráðning á nýjum bankastjóra Arion væri á lokametrunum. Í kjölfarið ákvað Kaupþing síðan að bjóða allan hlut sinn í bankanum til sölu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem fer núna með sextán prósenta hlut í Arion banka, mun kaupa tæplega helminginn af tuttugu prósenta hlut Kaupþings í bankanum en eignarhaldsfélagið er nú að ganga frá sölu á öllum bréfum sínum í Arion banka, líklega strax í þessari viku. Eftir kaupin verður Taconic, sem á jafnframt um 48 prósenta hlut í Kaupþingi, stærsti eigandi Arion banka með í kringum fjórðungshlut. Aðrir helstu kaupendur að hlut Kaupþings í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins, eru fjárfestingafélagið Stoðir, sem á fyrir tæplega fimm prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna (LV) en sjóðurinn átti í árslok 2018 aðeins um 0,4 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt fyrirliggjandi samkomulagi munu viðskiptin, en það eru Fossar markaðir sem eru söluráðgjafar Kaupþings, fara fram á genginu 75,5 krónur á hlut en við lokun markaða í gær stóð hlutabréfaverðið í 75,9 krónum. Auk Taconic, Stoða og LV munu einnig aðrir lífeyrissjóðir ásamt innlendum sjóðastýringarfélögum, sem eru nú fyrir í hluthafahópi Arion, kaupa bréf Kaupþings. Kaupverðið á tuttugu prósenta hlut Kaupþings mun því nema samtals um 27,4 milljörðum. Stór hluti þeirrar fjárhæðar fellur í skaut ríkissjóðs á grundvelli afkomuskiptasamnings sem var á meðal þeirra stöðugleikaskilyrða sem Kaupþing þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015. Beðið er nú eftir því, samkvæmt heimildum Markaðarins, að staðfesting fáist frá fjármálaráðuneytinu um að ríkið ætli ekki að stíga inn í viðskiptin og nýta sér forkaupsrétt sinn. Sem kunnugt er hafa stjórnvöld forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé Arion banka. Salan á tuttugu prósenta hlut Kaupþings mun nú fara fram á gengi sem jafngildir 0,73 miðað við eigið fé bankans í lok fyrsta ársfjórðungs. Samkvæmt heimildum Markaðarins var búið að ganga frá samkomulagi við fjárfesta um kaup á fimmtán prósenta hlut Kaupþings í Arion banka undir lok síðasta mánaðar. Ekki tókst hins vegar þá að ljúka sölunni en regluvörður Arion banka, að sögn kunnugra, gerði þá athugasemdir við að Kaupþing, sem er með fulltrúa í stjórn bankans, ætti viðskipti með bréf í félaginu á sama tíma og ráðning á nýjum bankastjóra Arion væri á lokametrunum. Í kjölfarið ákvað Kaupþing síðan að bjóða allan hlut sinn í bankanum til sölu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira