Afnám hafta og háir vextir geri Ísland að góðum kosti Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. júlí 2019 08:45 Mark Dowding, fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management Fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, telur að aflétting fjármagnshafta og háir vextir geri Ísland að aðlaðandi fjárfestingarkosti og býst við því að fleiri erlendir fjárfestar endurnýi kynni sín af landið. Í nýlegu bréfi fjárfestingastjórans, Marks Dowdings, til fjárfesta er sjónum beint að stöðu íslenska hagkerfisins í kjölfar þess að fjármagnshöftin sem innleidd voru á haustmánuðum ársins 2008 voru nánast að öllu leyti afnumin. Dowding bendir í bréfinu á að með auknu innflæði fjármagns til landsins og tilheyrandi gengisstyrkingu gæti verðbólga lækkað sem ætti að geta leitt til lægri vaxta. Á móti geti kröfur verkalýðsfélaga um myndarlegar launahækkanir ýtt undir verðbólgu og dregið úr líkunum á vaxtalækkunum en fjárfestingastjórinn tekur þó fram að æ fleiri viðurkenni að stilla þurfi launakröfum í hóf þannig að þær verði skynsamlegri. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hafa sjóðir á vegum BlueBay Asset Management keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á undanförnum mánuðum. Sjóðastýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfi Dowdings til fjárfesta í mars síðastliðnum sagðist hann, eins og upplýst var um í Markaðinum, búast við því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrktist um tíu prósent á sama tíma. Gengi sú spá eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Í bréfinu sagðist hann jafnframt telja að sterkari króna myndi á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið gæti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarviðskipti leiði til bólumyndunar í hagkerfinu. Í nýjasta bréfi fjárfestingastjórans, dagsettu 1. júlí, segir hann að afnám haftanna skapi mikil tækifæri fyrir fjárfesta, eins og áður var lýst. Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti sína að undanförnu og frekari lækkanir séu líklegar. Jafnframt geti Ísland notið góðs af áhuga þeirra fjárfesta sem taka tillit til svonefndra ESG-þátta – en ESG stendur fyrir umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti – við fjárfestingar sínar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, telur að aflétting fjármagnshafta og háir vextir geri Ísland að aðlaðandi fjárfestingarkosti og býst við því að fleiri erlendir fjárfestar endurnýi kynni sín af landið. Í nýlegu bréfi fjárfestingastjórans, Marks Dowdings, til fjárfesta er sjónum beint að stöðu íslenska hagkerfisins í kjölfar þess að fjármagnshöftin sem innleidd voru á haustmánuðum ársins 2008 voru nánast að öllu leyti afnumin. Dowding bendir í bréfinu á að með auknu innflæði fjármagns til landsins og tilheyrandi gengisstyrkingu gæti verðbólga lækkað sem ætti að geta leitt til lægri vaxta. Á móti geti kröfur verkalýðsfélaga um myndarlegar launahækkanir ýtt undir verðbólgu og dregið úr líkunum á vaxtalækkunum en fjárfestingastjórinn tekur þó fram að æ fleiri viðurkenni að stilla þurfi launakröfum í hóf þannig að þær verði skynsamlegri. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hafa sjóðir á vegum BlueBay Asset Management keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á undanförnum mánuðum. Sjóðastýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfi Dowdings til fjárfesta í mars síðastliðnum sagðist hann, eins og upplýst var um í Markaðinum, búast við því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrktist um tíu prósent á sama tíma. Gengi sú spá eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Í bréfinu sagðist hann jafnframt telja að sterkari króna myndi á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið gæti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarviðskipti leiði til bólumyndunar í hagkerfinu. Í nýjasta bréfi fjárfestingastjórans, dagsettu 1. júlí, segir hann að afnám haftanna skapi mikil tækifæri fyrir fjárfesta, eins og áður var lýst. Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti sína að undanförnu og frekari lækkanir séu líklegar. Jafnframt geti Ísland notið góðs af áhuga þeirra fjárfesta sem taka tillit til svonefndra ESG-þátta – en ESG stendur fyrir umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti – við fjárfestingar sínar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira