Ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki við EES? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2019 07:00 Fyrir þremur árum var ég í hópi fólks sem stóð andspænis þeirri þungu ákvörðun að láta leiðir skilja með Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan var fyrst og fremst sú að okkur fannst að flokkurinn væri fastur í ákveðinni rörsýn. Útséð væri um að hann gæti haft forystu um að mæta þeim nýju áskorunum 21. aldar sem kalla á meiri þátttöku Íslands í fjölþjóðasamvinnu. Við fundum einfaldlega ekki umburðarlyndi gagnvart frjálslyndum skoðunum af því tagi. Það hvarflaði þó aldrei að mér að eftir þrjú ár ættum við eftir að horfa á gamla félaga berast á banaspjót vegna þeirra mála sem leiddu öðru fremur til þess að frjálslynt fólk víða af pólitíska litrófinu stofnaði Viðreisn. Við blasa ein grimmustu innanflokksátök sem sögur fara af í áratugi. Þeir leiðrétta mig kannski sem þekkja betur til átakasögu Alþýðubandalagsins og Sósíalistaflokksins á síðustu öld.Hlutur ritstjóra Morgunblaðsins Ritstjórar Morgunblaðsins, Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen, hafa farið fyrir þeirri fylkingu sem andvíg er innleiðingu þriðja orkupakkans. Þeir fullyrða að innleiðingin brjóti gegn stjórnarskrá og grafi undan fullveldi landsins. Stærri geta pólitísk ágreiningsefni varla orðið. Þá staðhæfa ritstjórarnir að þingmenn sem styðja málið eigi lítinn sem engan stuðning í röðum almennra flokksmanna og forystufólks í flokksfélögum. Athyglisvert er að ritstjórarnir hafa kappkostað að lítillækka ritara og varaformann Sjálfstæðisflokksins sem hafa verið öflugir talsmenn innleiðingar og alþjóðasamstarfs. Þær eru sagðar svo óskýrar í hugsun, ungar og óreyndar að engum hefði á árum áður dottið í hug að fela slíku fólki trúnaðarstörf af þessu tagi. Þá spotta og hæða ritstjórarnir formann Sjálfstæðisflokksins með því að benda í sífellu á að hann hafi verið á móti málinu í byrjun en sé því nú fylgjandi – af óskiljanlegum ástæðum.Hlutur Þórdísar Kolbrúnar, Áslaugar Örnu og Björns Bjarnasonar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari hafa verið einarðar og málefnalega mjög sterkar í röksemdafærslu gegn staðhæfingum ritstjóra Morgunblaðsins. Þegar nær dró afgreiðslu málsins nutu þær einnig öflugs stuðnings Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Ég hef líka fylgst með kjarnyrtum málflutningi Björns Bjarnasonar, fyrrum ráðherra. Hann hefur með málefnalegum rökum sýnt fram á að ekki stendur steinn yfir steini í málflutningi ritstjóranna. Innleiðingin stangist ekki á við stjórnarskrá og ógni ekki fullveldinu. Spurningar af því tagi eigi við EES-samninginn í heild og hafi verið til lykta leiddar þegar hann var samþykktur fyrir aldarfjórðungi, þegar annar tveggja ritstjóranna gegndi einmitt embætti forsætisráðherra. En þessu málefnalega og þróttmikla fólki hefur á hinn bóginn ekki tekist að hrekja þær fullyrðingar ritstjóra Morgunblaðsins að þorri flokksmanna og forystumanna flokksfélaga standi eins og klettur gegn þingmönnunum. Að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki baklandið með sér í orkupakkamálinu. En það er einmitt sá veruleiki sem veldur því að þessi átök marka þáttaskil í stjórnmálasögunni.Málalyktir í þessari lotu Forystukonur Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt að málefnalega standa þær feti framar en margir þeir karlar sem lengst hafa gegnt æðstu forystuhlutverkum í flokknum. Ástæðuna fyrir skoðanaflökti formannsins sýnist mér leiða af stöðu hans í þverklofnum flokki. Í byrjun umræðunnar vissi hann að það var ekki stuðningur í baklandinu. Eftir framgöngu varaformanns, ritara og utanríkisráðherra hefur hann talið að nægjanlegur stuðningur væri kominn þannig að honum væri óhætt að tala eins og hjarta hans slær. Það virðist ekki hafa verið rétt stöðumat. Eins og Björn Bjarnason hefur ítrekað bent á snúast spurningarnar um stjórnarskrá og fullveldi um EES-samninginn sjálfan en ekki þetta afmarkaða orkupakkamál. Þeir sem eru í forystu fyrir andstöðunni vita það mætavel. Þetta mál er notað eða réttara sagt misnotað markvisst til að ná lengra. Einmitt þess vegna eru átökin svona hatrömm. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu samþykkja innleiðinguna í ágústlok. En eftir stendur flokkur sem er klofinn í afstöðu til stærsta og þýðingarmesta fjölþjóðasamnings sem Ísland á aðild að. Þau átök munu standa um mörg ókomin ár. Ný tilefni verða fundin til að viðhalda átökunum um EES með tilheyrandi þrýstingi. Ólíklegt er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins standist aftur slíkan þrýsting.Mynda þarf nýja kjölfestu í utanríkismálum Á síðustu öld var Sjálfstæðisflokkurinn óumdeilanlega kjölfestan þegar kom að utanríkispólitík landsins. Þetta eru því einhver mestu málefnalegu hamskipti sem orðið hafa í einum stjórnmálaflokki. Kjarni málsins er sá að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki og munu ekki á næstu árum hafa nægjanlegan stuðning í baklandinu til þess að geta borið ábyrgð í ríkisstjórn á framkvæmd EES-samningsins. Það sjá allir. Hvaða mál verður tekið í gíslingu næst? Það er fullkomlega óásættanlegt að ríkisstjórn þurfi meira en tvö ár til að koma innleiðingu af þessu tagi í gegnum þingið. Ekki þurfi frestinn til að vinna málið betur heldur til að lægja innanflokksöldur. Hvorki þjóðin né atvinnulífið getur búið við slíkt fimbulfamb og óvissu. Til þess eru almannahagsmunir of miklir. Markmiðið má heldur ekki einskorðast við það að verja það sem við höfum. Hitt er ekki síður mikilvægt að vera reiðubúin að takast á við nýjar áskoranir í fjölþjóðasamvinnu. Rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafði burði til á síðustu öld. Formaðurinn er í vandræðum. Afturhaldsöflin í Sjálfstæðisflokknum eru harður andstæðingur. Nú, líkt og fyrir þremur árum og allar götur síðan, standa þeir frjálslyndu í flokknum frammi fyrir því að þurfa að kyngja pólitísku erindi sínu til þess að friða baklandið í þverklofnum flokki – eða leita einfaldlega á önnur mið. Næstu kosningar þurfa að snúast um nauðsyn þess að á Alþingi myndist meirihluti sem getur tryggt nýja kjölfestu í utanríkismálum. Viðreisn mun leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Fyrir þremur árum var ég í hópi fólks sem stóð andspænis þeirri þungu ákvörðun að láta leiðir skilja með Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan var fyrst og fremst sú að okkur fannst að flokkurinn væri fastur í ákveðinni rörsýn. Útséð væri um að hann gæti haft forystu um að mæta þeim nýju áskorunum 21. aldar sem kalla á meiri þátttöku Íslands í fjölþjóðasamvinnu. Við fundum einfaldlega ekki umburðarlyndi gagnvart frjálslyndum skoðunum af því tagi. Það hvarflaði þó aldrei að mér að eftir þrjú ár ættum við eftir að horfa á gamla félaga berast á banaspjót vegna þeirra mála sem leiddu öðru fremur til þess að frjálslynt fólk víða af pólitíska litrófinu stofnaði Viðreisn. Við blasa ein grimmustu innanflokksátök sem sögur fara af í áratugi. Þeir leiðrétta mig kannski sem þekkja betur til átakasögu Alþýðubandalagsins og Sósíalistaflokksins á síðustu öld.Hlutur ritstjóra Morgunblaðsins Ritstjórar Morgunblaðsins, Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen, hafa farið fyrir þeirri fylkingu sem andvíg er innleiðingu þriðja orkupakkans. Þeir fullyrða að innleiðingin brjóti gegn stjórnarskrá og grafi undan fullveldi landsins. Stærri geta pólitísk ágreiningsefni varla orðið. Þá staðhæfa ritstjórarnir að þingmenn sem styðja málið eigi lítinn sem engan stuðning í röðum almennra flokksmanna og forystufólks í flokksfélögum. Athyglisvert er að ritstjórarnir hafa kappkostað að lítillækka ritara og varaformann Sjálfstæðisflokksins sem hafa verið öflugir talsmenn innleiðingar og alþjóðasamstarfs. Þær eru sagðar svo óskýrar í hugsun, ungar og óreyndar að engum hefði á árum áður dottið í hug að fela slíku fólki trúnaðarstörf af þessu tagi. Þá spotta og hæða ritstjórarnir formann Sjálfstæðisflokksins með því að benda í sífellu á að hann hafi verið á móti málinu í byrjun en sé því nú fylgjandi – af óskiljanlegum ástæðum.Hlutur Þórdísar Kolbrúnar, Áslaugar Örnu og Björns Bjarnasonar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari hafa verið einarðar og málefnalega mjög sterkar í röksemdafærslu gegn staðhæfingum ritstjóra Morgunblaðsins. Þegar nær dró afgreiðslu málsins nutu þær einnig öflugs stuðnings Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Ég hef líka fylgst með kjarnyrtum málflutningi Björns Bjarnasonar, fyrrum ráðherra. Hann hefur með málefnalegum rökum sýnt fram á að ekki stendur steinn yfir steini í málflutningi ritstjóranna. Innleiðingin stangist ekki á við stjórnarskrá og ógni ekki fullveldinu. Spurningar af því tagi eigi við EES-samninginn í heild og hafi verið til lykta leiddar þegar hann var samþykktur fyrir aldarfjórðungi, þegar annar tveggja ritstjóranna gegndi einmitt embætti forsætisráðherra. En þessu málefnalega og þróttmikla fólki hefur á hinn bóginn ekki tekist að hrekja þær fullyrðingar ritstjóra Morgunblaðsins að þorri flokksmanna og forystumanna flokksfélaga standi eins og klettur gegn þingmönnunum. Að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki baklandið með sér í orkupakkamálinu. En það er einmitt sá veruleiki sem veldur því að þessi átök marka þáttaskil í stjórnmálasögunni.Málalyktir í þessari lotu Forystukonur Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt að málefnalega standa þær feti framar en margir þeir karlar sem lengst hafa gegnt æðstu forystuhlutverkum í flokknum. Ástæðuna fyrir skoðanaflökti formannsins sýnist mér leiða af stöðu hans í þverklofnum flokki. Í byrjun umræðunnar vissi hann að það var ekki stuðningur í baklandinu. Eftir framgöngu varaformanns, ritara og utanríkisráðherra hefur hann talið að nægjanlegur stuðningur væri kominn þannig að honum væri óhætt að tala eins og hjarta hans slær. Það virðist ekki hafa verið rétt stöðumat. Eins og Björn Bjarnason hefur ítrekað bent á snúast spurningarnar um stjórnarskrá og fullveldi um EES-samninginn sjálfan en ekki þetta afmarkaða orkupakkamál. Þeir sem eru í forystu fyrir andstöðunni vita það mætavel. Þetta mál er notað eða réttara sagt misnotað markvisst til að ná lengra. Einmitt þess vegna eru átökin svona hatrömm. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu samþykkja innleiðinguna í ágústlok. En eftir stendur flokkur sem er klofinn í afstöðu til stærsta og þýðingarmesta fjölþjóðasamnings sem Ísland á aðild að. Þau átök munu standa um mörg ókomin ár. Ný tilefni verða fundin til að viðhalda átökunum um EES með tilheyrandi þrýstingi. Ólíklegt er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins standist aftur slíkan þrýsting.Mynda þarf nýja kjölfestu í utanríkismálum Á síðustu öld var Sjálfstæðisflokkurinn óumdeilanlega kjölfestan þegar kom að utanríkispólitík landsins. Þetta eru því einhver mestu málefnalegu hamskipti sem orðið hafa í einum stjórnmálaflokki. Kjarni málsins er sá að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki og munu ekki á næstu árum hafa nægjanlegan stuðning í baklandinu til þess að geta borið ábyrgð í ríkisstjórn á framkvæmd EES-samningsins. Það sjá allir. Hvaða mál verður tekið í gíslingu næst? Það er fullkomlega óásættanlegt að ríkisstjórn þurfi meira en tvö ár til að koma innleiðingu af þessu tagi í gegnum þingið. Ekki þurfi frestinn til að vinna málið betur heldur til að lægja innanflokksöldur. Hvorki þjóðin né atvinnulífið getur búið við slíkt fimbulfamb og óvissu. Til þess eru almannahagsmunir of miklir. Markmiðið má heldur ekki einskorðast við það að verja það sem við höfum. Hitt er ekki síður mikilvægt að vera reiðubúin að takast á við nýjar áskoranir í fjölþjóðasamvinnu. Rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafði burði til á síðustu öld. Formaðurinn er í vandræðum. Afturhaldsöflin í Sjálfstæðisflokknum eru harður andstæðingur. Nú, líkt og fyrir þremur árum og allar götur síðan, standa þeir frjálslyndu í flokknum frammi fyrir því að þurfa að kyngja pólitísku erindi sínu til þess að friða baklandið í þverklofnum flokki – eða leita einfaldlega á önnur mið. Næstu kosningar þurfa að snúast um nauðsyn þess að á Alþingi myndist meirihluti sem getur tryggt nýja kjölfestu í utanríkismálum. Viðreisn mun leggja sitt af mörkum til að svo megi verða.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun