Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2019 23:12 Þriðjungur þeirra barna sem í haldi eru í stöðvunum sjö sem heimsóttar voru hafa verið lengur í haldi en leyfilegt er. IG Myndir sem birtar hafa verið af aðstæðum flóttafólks á landamærastöðvum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sýna þær ömurlegu aðstæður sem fólk sem er þar í haldi býr við. Dæmi eru um að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun fámennari hópa. Sjálfstæð eftirlitsstofnun innan stjórnsýslu Bandaríkjanna hefur birt myndir sem sýna aðstæður flóttafólksins en á þeim má sjá fólk liggja um öll gólf í allt of litlum klefum. Yfirmaður einnar stöðvarinnar segir aðstæðurnar vera „tifandi tímasprengju,“ að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var á vegum stofnunarinnar.Afar þröngt er í stöðvunum og oft á tíðum ekki nóg pláss til þess að allir geti lagst til hvílu.IG„Við höfum áhyggjur af því að mannþröng og langvarandi varðhald geti ógnað heilbrigði og öryggi starfsmanna Heimavarnarráðuneytisins og þeirra sem eru í haldi,“ segir eftirlitsfólkið í skýrslunni. Eftirlitsfólkið heimsótti alls sjö landamærastöðvar í Rió Grande-dal í suðurhluta Texas-ríkis. Þar komst eftirlitsfólkið að raun um það að um þriðjungur þeirra barna sem eru í haldi innan stöðvanna hefur verið þar lengur en í 72 klukkustundir, en það er leyfilegur hámarkstími varðhalds á stöðvum sem þessum. Segir í skýrslunni að mörg þeirra hafi ekki haft aðgang að sturtum eða heitum mat, auk þess sem hrein föt væru af skornum skammti innan stöðvanna.Þegar fólkið í haldi varð vart við eftirlitsfólkið gerði það hvað það gat til þess að vekja athygli á þeim ömurlegu aðstæðum sem því er gert að þola.IG„Þegar fólkið sem var í haldi varð vart við okkur [eftirlitsfólkið] barði það á glugga klefa sinna, hrópaði, þrýsti miðum sem sýndi tíma þeirra í haldi að gluggunum og benti okkur á líkamlegar sannanir tíma þeirra í haldi, til dæmis skeggvöxt sinn,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að fólkið hafi stíflað klósett klefa sinna með eigum sínum á borð við sokka, til þess eins að komast út úr klefum sínum þá stuttu stund sem unnið væri að viðgerð klósettanna. Niðurstaða skýrslunnar er sú að þær aðstæður sem flóttafólkið býr við brjóti í bága við þá staðla sem toll- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefur sjálf sett, en sú stofnun fer með rekstur landamærastöðvanna. Eftirlitsfólkið kallaði því eftir því í skýrslunni að heimavarnarráðuneytið gerði „tafarlausar ráðstafanir til þess að lina þá hættulegu mannþröng sem myndast hefur.“ Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Myndir sem birtar hafa verið af aðstæðum flóttafólks á landamærastöðvum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sýna þær ömurlegu aðstæður sem fólk sem er þar í haldi býr við. Dæmi eru um að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun fámennari hópa. Sjálfstæð eftirlitsstofnun innan stjórnsýslu Bandaríkjanna hefur birt myndir sem sýna aðstæður flóttafólksins en á þeim má sjá fólk liggja um öll gólf í allt of litlum klefum. Yfirmaður einnar stöðvarinnar segir aðstæðurnar vera „tifandi tímasprengju,“ að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var á vegum stofnunarinnar.Afar þröngt er í stöðvunum og oft á tíðum ekki nóg pláss til þess að allir geti lagst til hvílu.IG„Við höfum áhyggjur af því að mannþröng og langvarandi varðhald geti ógnað heilbrigði og öryggi starfsmanna Heimavarnarráðuneytisins og þeirra sem eru í haldi,“ segir eftirlitsfólkið í skýrslunni. Eftirlitsfólkið heimsótti alls sjö landamærastöðvar í Rió Grande-dal í suðurhluta Texas-ríkis. Þar komst eftirlitsfólkið að raun um það að um þriðjungur þeirra barna sem eru í haldi innan stöðvanna hefur verið þar lengur en í 72 klukkustundir, en það er leyfilegur hámarkstími varðhalds á stöðvum sem þessum. Segir í skýrslunni að mörg þeirra hafi ekki haft aðgang að sturtum eða heitum mat, auk þess sem hrein föt væru af skornum skammti innan stöðvanna.Þegar fólkið í haldi varð vart við eftirlitsfólkið gerði það hvað það gat til þess að vekja athygli á þeim ömurlegu aðstæðum sem því er gert að þola.IG„Þegar fólkið sem var í haldi varð vart við okkur [eftirlitsfólkið] barði það á glugga klefa sinna, hrópaði, þrýsti miðum sem sýndi tíma þeirra í haldi að gluggunum og benti okkur á líkamlegar sannanir tíma þeirra í haldi, til dæmis skeggvöxt sinn,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að fólkið hafi stíflað klósett klefa sinna með eigum sínum á borð við sokka, til þess eins að komast út úr klefum sínum þá stuttu stund sem unnið væri að viðgerð klósettanna. Niðurstaða skýrslunnar er sú að þær aðstæður sem flóttafólkið býr við brjóti í bága við þá staðla sem toll- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefur sjálf sett, en sú stofnun fer með rekstur landamærastöðvanna. Eftirlitsfólkið kallaði því eftir því í skýrslunni að heimavarnarráðuneytið gerði „tafarlausar ráðstafanir til þess að lina þá hættulegu mannþröng sem myndast hefur.“
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent