Real Madrid vill að Gareth Bale verði hluti af kaupunum á Paul Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 08:30 Gareth Bale og Paul Pogba. Mynd/Samsett/Getty Paul Pogba hefur lengi verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid en nú berast fréttir frá Spáni að Gareth Bale verði að fylgja með í kapunum. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, vill að félagið kaupi Paul Pogba frá Manchester United. Hann vill líka losna við Gareth Bale. Franski knattspyrnustjórann dreymir því um að slá tvær flugur í einu höggi. Manchester United vill hins vegar ekki selja Pogba fyrir minna en 150 milljónir punda og það þykir Real Madrid allt of mikið. Lausnin hjá Real Madrid er að bjóða Gareth Bale í kaupbæti samkvæmt heimildum Marca á Spáni. Real Madrid are 'eager to include' Gareth Bale in a potential deal for Manchester United's Paul Pogba, according to reports. Gossip: https://t.co/YrAYvx7STM#MUFC#RMLigapic.twitter.com/W8grFfaLLY — BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2019Gareth Bale hefur verið orðaður við Manchester United en lítið hefur samt heyrst af því að undanförnu. Það leit út fyrir að United væri búið að missa áhugann á velska landsliðsmanninum. Það er hins vegar staðreynd málsins að Zinedine Zidane er ekki með pláss fyrir Gareth Bale í sínu liði og það stefnir því í ískaldan og langan vetur fyrir Bale losni hann ekki frá Real Madrid. Gareth Bale er með risasamning við Real Madrid og sá hinn sami rennur ekki út fyrr en árið 2022. Bale kom til Real Madrid árið 2013 en skrifaði undir núverandi samning árið 2016. Það er pottþétt að Bale er ekki að fara að taka á sig launalækkun og situr frekar bara á bekknum hjá Real Madrid.#LoMásComentado Pogba vuelve a Mánchester: el Real Madrid quiere meter a Bale en la operación https://t.co/1pmkF7F452 — MARCA (@marca) July 3, 2019Gareth Bale var eitt sinn talinn vera einn af bestu knattspyrnumönnum heims en meiðsli og óvissa hafa séð til þess að hann er ekki í þeim hópi eins og er. Bale er engu að síður mjög öflugur knattspyrnumaður og enn bara 29 ára gamall. Paul Pogba er sagður vilja ólmur komast til Real Madrid í sumar og umboðsmaður hans Mino Raiola hefur tvisvar mætt til Manchester til að reyna að pressa á sölu. Eftir titillaust og vandræðalegt tímabil er engu sparað til á Santiago Bernabeu við að búa til nýtt framtíðarlið hjá Real Madrid. Real Madrid hefur þegar eytt 344 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar og sú tala fer langt yfir 400 milljónirnar ætli menn að bæta Pogba við. Donny van de Beek hjá Ajax er aftur á móti einn af þeim leikmönnum sem Real gæti fengið ef kaupin á Paul Pogba ganga ekki upp. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Paul Pogba hefur lengi verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid en nú berast fréttir frá Spáni að Gareth Bale verði að fylgja með í kapunum. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, vill að félagið kaupi Paul Pogba frá Manchester United. Hann vill líka losna við Gareth Bale. Franski knattspyrnustjórann dreymir því um að slá tvær flugur í einu höggi. Manchester United vill hins vegar ekki selja Pogba fyrir minna en 150 milljónir punda og það þykir Real Madrid allt of mikið. Lausnin hjá Real Madrid er að bjóða Gareth Bale í kaupbæti samkvæmt heimildum Marca á Spáni. Real Madrid are 'eager to include' Gareth Bale in a potential deal for Manchester United's Paul Pogba, according to reports. Gossip: https://t.co/YrAYvx7STM#MUFC#RMLigapic.twitter.com/W8grFfaLLY — BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2019Gareth Bale hefur verið orðaður við Manchester United en lítið hefur samt heyrst af því að undanförnu. Það leit út fyrir að United væri búið að missa áhugann á velska landsliðsmanninum. Það er hins vegar staðreynd málsins að Zinedine Zidane er ekki með pláss fyrir Gareth Bale í sínu liði og það stefnir því í ískaldan og langan vetur fyrir Bale losni hann ekki frá Real Madrid. Gareth Bale er með risasamning við Real Madrid og sá hinn sami rennur ekki út fyrr en árið 2022. Bale kom til Real Madrid árið 2013 en skrifaði undir núverandi samning árið 2016. Það er pottþétt að Bale er ekki að fara að taka á sig launalækkun og situr frekar bara á bekknum hjá Real Madrid.#LoMásComentado Pogba vuelve a Mánchester: el Real Madrid quiere meter a Bale en la operación https://t.co/1pmkF7F452 — MARCA (@marca) July 3, 2019Gareth Bale var eitt sinn talinn vera einn af bestu knattspyrnumönnum heims en meiðsli og óvissa hafa séð til þess að hann er ekki í þeim hópi eins og er. Bale er engu að síður mjög öflugur knattspyrnumaður og enn bara 29 ára gamall. Paul Pogba er sagður vilja ólmur komast til Real Madrid í sumar og umboðsmaður hans Mino Raiola hefur tvisvar mætt til Manchester til að reyna að pressa á sölu. Eftir titillaust og vandræðalegt tímabil er engu sparað til á Santiago Bernabeu við að búa til nýtt framtíðarlið hjá Real Madrid. Real Madrid hefur þegar eytt 344 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar og sú tala fer langt yfir 400 milljónirnar ætli menn að bæta Pogba við. Donny van de Beek hjá Ajax er aftur á móti einn af þeim leikmönnum sem Real gæti fengið ef kaupin á Paul Pogba ganga ekki upp.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira