Spurt um stórleikinn Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2019 14:30 Leikmann Vals og Breiðabliks fagna. Samsett mynd Í kvöld fer fram einn af úrslitaleikjum Pepsi Max deildar kvenna þegar Valur og Breiðablik mætast. Liðin eru jöfn að stigum á toppnum. Fréttablaðið fór á stúfana og spurði hvernig færi.Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunar-miðstöðvar Íslands Leikurinn fer 3-1 fyrir Val. Elín Metta með þrennu og Breiðablik klórar í bakkann með einu marki.Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Fyrsti risaleikurinn í Pepsi Max deild kvenna. Þeir verða ekki margir. Hinn fer fram á Kópavogsvelli þegar Valskonur mæta í heimsókn. Í þessum leik verða bæði lið hrædd um að tapa og leikurinn mun því aldrei ná neinu flugi. Spái 1-1 og bæði mörkin koma úr vítaspyrnum. Seinni leikur þessara liða verður algjör úrslitaleikur og tel ég að reynsla leikmanna Vals skili dollunni í hús undir lok tímabilsins.Brynjar Benediktsson, annar eigandi Soccer and education Þetta er leikur sem varla er hæg t að spá um. Valsstúlkur hafa verið mjög öflugar í sumar og mikil bæting síðan í fyrra. Þetta eru tvö langbestu lið landsins, Steini og Pétur hafa byggt upp virkilega skemmtileg lið. Ég veit að Fanndís verður í stuði gegn sínum gömlu félögum en Steini og Blikastelpurnar hans munu enda sem sigurvegarar í þessum leik og verða Íslandsmeistarar. Steini kann bara að vinna. Hafnfirðingarnir Karó og Alexandra búa til sigurmarkið í þessum leik.Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV Bæði lið stefndu sennilega á tvennuna fyrir mót og þá sérstaklega Valur. Nú er það úr sögunni og því er allt undir. Á Valsvellinum á morgun mætast tvö varkár lið sem vilja ekki tapa, líkleg niðurstaða er 1-1 og bæði lið ganga þokkalega sátt af velli. Breiðablik stendur síðan uppi sem Íslandsmeistari, það virðist fátt stoppa Steina Halldórs og hans konur, hvað þá þegar þær finna lykt af titli.Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV Þetta verður stærsti leikur sumarsins enda hvorug t liðið búð að misstíga sig í deildinni hingað til. Bæði lið eru úr leik í bikarkeppninni og því ljóst að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem liðin eru á höttunum eftir í sumar. Valur hefur skorað meira hingað til og þær eru til alls líklegar fyrir framan markið. Valur mun stýra leiknum en Blikarnir eru þéttir til baka. Ég held að leiknum muni ljúka með 1-1 jafntefli, Elín Metta og Karólína Lea muni sjá um að skora mörkin. Steini Halldórs, þjálfari Blika, er þannig gerður að hann sættir sig ekki við titlalaust sumar og því verður Breiðablik Íslandsmeistari eftir æsispennandi lokasprett í haust.Nökkvi Fjalar Orrason, eigandi Swipe 2-1 fyrir Val og Valur endar sem Íslandsmeistari. Karólína Lea skorar fyrir Breiðablik en Valur vinnur þar sem Elín Metta og Hlín klára leikinn fyrir þær rauðklæddu. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Í kvöld fer fram einn af úrslitaleikjum Pepsi Max deildar kvenna þegar Valur og Breiðablik mætast. Liðin eru jöfn að stigum á toppnum. Fréttablaðið fór á stúfana og spurði hvernig færi.Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunar-miðstöðvar Íslands Leikurinn fer 3-1 fyrir Val. Elín Metta með þrennu og Breiðablik klórar í bakkann með einu marki.Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Fyrsti risaleikurinn í Pepsi Max deild kvenna. Þeir verða ekki margir. Hinn fer fram á Kópavogsvelli þegar Valskonur mæta í heimsókn. Í þessum leik verða bæði lið hrædd um að tapa og leikurinn mun því aldrei ná neinu flugi. Spái 1-1 og bæði mörkin koma úr vítaspyrnum. Seinni leikur þessara liða verður algjör úrslitaleikur og tel ég að reynsla leikmanna Vals skili dollunni í hús undir lok tímabilsins.Brynjar Benediktsson, annar eigandi Soccer and education Þetta er leikur sem varla er hæg t að spá um. Valsstúlkur hafa verið mjög öflugar í sumar og mikil bæting síðan í fyrra. Þetta eru tvö langbestu lið landsins, Steini og Pétur hafa byggt upp virkilega skemmtileg lið. Ég veit að Fanndís verður í stuði gegn sínum gömlu félögum en Steini og Blikastelpurnar hans munu enda sem sigurvegarar í þessum leik og verða Íslandsmeistarar. Steini kann bara að vinna. Hafnfirðingarnir Karó og Alexandra búa til sigurmarkið í þessum leik.Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV Bæði lið stefndu sennilega á tvennuna fyrir mót og þá sérstaklega Valur. Nú er það úr sögunni og því er allt undir. Á Valsvellinum á morgun mætast tvö varkár lið sem vilja ekki tapa, líkleg niðurstaða er 1-1 og bæði lið ganga þokkalega sátt af velli. Breiðablik stendur síðan uppi sem Íslandsmeistari, það virðist fátt stoppa Steina Halldórs og hans konur, hvað þá þegar þær finna lykt af titli.Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV Þetta verður stærsti leikur sumarsins enda hvorug t liðið búð að misstíga sig í deildinni hingað til. Bæði lið eru úr leik í bikarkeppninni og því ljóst að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem liðin eru á höttunum eftir í sumar. Valur hefur skorað meira hingað til og þær eru til alls líklegar fyrir framan markið. Valur mun stýra leiknum en Blikarnir eru þéttir til baka. Ég held að leiknum muni ljúka með 1-1 jafntefli, Elín Metta og Karólína Lea muni sjá um að skora mörkin. Steini Halldórs, þjálfari Blika, er þannig gerður að hann sættir sig ekki við titlalaust sumar og því verður Breiðablik Íslandsmeistari eftir æsispennandi lokasprett í haust.Nökkvi Fjalar Orrason, eigandi Swipe 2-1 fyrir Val og Valur endar sem Íslandsmeistari. Karólína Lea skorar fyrir Breiðablik en Valur vinnur þar sem Elín Metta og Hlín klára leikinn fyrir þær rauðklæddu.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira