Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2019 12:30 Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions. Vísir/Vilhelm Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. Lögmaður fyrirtækjanna tveggja segir gott að málinu sé lokið og gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum. Deilur hafa ríkt milli félaganna en forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku. Degi eftir að greiðslugáttin var opnuð lokaði Valitor á hana. Í fréttablaðinu í dag kemur fram að í dómi Hæstaréttar var því slegið föstu að riftun samningsins hafi verið ólögmæt, en síðan þá hafa deilur snúist um skaðabótakröfu vegna riftunar. Skaðabótakrafan hljóðar upp á 1.2 milljarða króna og segir lögmaður Datacell og SPP blendnar tilfinningar fylgja slíku samkomulagi. „Það má segja að þegar samkomulag er gert þá eru það oft blendnar tilfinningar. Menn ná ekki öllu sínu fram eins og upp var lagt með. Það er stundum sagt í lögmennsku að bestu sættirnar séu þær sem báðir aðilar eru ósáttir við. Ætli það sé ekki staðan í dag. En það er hins vegar bara gott að þessu máli sé lokið. Nú er hægt að henda þessu aftur fyrir sig og snúa sér að öðru,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Hann segist búast við því að starfsemi og rekstur WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum enda er SPP rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar. „Já sko það er SPP sem er minn umbjóðandi sem er rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, þannig já ég gef mér það að starfsemi og rekstur wikileaks muni njóta góðs af þessu án þess að ég viti nákvæmlega hvernig þessu verði háttað,“ sagði Sveinn Andri. Í fréttatilkynningu frá Valitor kemur fram að gagnkvæmur trúnaður ríki um efni samkomulagsins og verði því ekki greint frekar frá einstökum atriðum þess. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor segir að til grundvallar samkomulaginu hafi legið mat á hagsmunum Valitor auk þess sem horft var til söluferlis félagsins.Greiðslugáttin sem Wikileaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvaralaust af Valitor 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar.Fréttablaðið/Stefán WikiLeaks Tengdar fréttir Valitor fellst á að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir Samkomulag náðst um að greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, greiði Datacell og SPP, rekstrarfélagi WikiLeaks, skaðabætur í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl. 4. júlí 2019 06:15 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. Lögmaður fyrirtækjanna tveggja segir gott að málinu sé lokið og gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum. Deilur hafa ríkt milli félaganna en forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku. Degi eftir að greiðslugáttin var opnuð lokaði Valitor á hana. Í fréttablaðinu í dag kemur fram að í dómi Hæstaréttar var því slegið föstu að riftun samningsins hafi verið ólögmæt, en síðan þá hafa deilur snúist um skaðabótakröfu vegna riftunar. Skaðabótakrafan hljóðar upp á 1.2 milljarða króna og segir lögmaður Datacell og SPP blendnar tilfinningar fylgja slíku samkomulagi. „Það má segja að þegar samkomulag er gert þá eru það oft blendnar tilfinningar. Menn ná ekki öllu sínu fram eins og upp var lagt með. Það er stundum sagt í lögmennsku að bestu sættirnar séu þær sem báðir aðilar eru ósáttir við. Ætli það sé ekki staðan í dag. En það er hins vegar bara gott að þessu máli sé lokið. Nú er hægt að henda þessu aftur fyrir sig og snúa sér að öðru,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Hann segist búast við því að starfsemi og rekstur WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum enda er SPP rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar. „Já sko það er SPP sem er minn umbjóðandi sem er rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, þannig já ég gef mér það að starfsemi og rekstur wikileaks muni njóta góðs af þessu án þess að ég viti nákvæmlega hvernig þessu verði háttað,“ sagði Sveinn Andri. Í fréttatilkynningu frá Valitor kemur fram að gagnkvæmur trúnaður ríki um efni samkomulagsins og verði því ekki greint frekar frá einstökum atriðum þess. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor segir að til grundvallar samkomulaginu hafi legið mat á hagsmunum Valitor auk þess sem horft var til söluferlis félagsins.Greiðslugáttin sem Wikileaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvaralaust af Valitor 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar.Fréttablaðið/Stefán
WikiLeaks Tengdar fréttir Valitor fellst á að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir Samkomulag náðst um að greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, greiði Datacell og SPP, rekstrarfélagi WikiLeaks, skaðabætur í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl. 4. júlí 2019 06:15 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Valitor fellst á að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir Samkomulag náðst um að greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, greiði Datacell og SPP, rekstrarfélagi WikiLeaks, skaðabætur í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl. 4. júlí 2019 06:15
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent