Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 13:20 Hermenn koma fyrir skriðdreka við Lincoln-minnisvarðann að beiðni Trump forseta. Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna óttast að skriðdrekarnir eigi eftir að valda skemmdum við minnisvarðann. Vísir/AP Skriðdrekar hafa verið staðsettir í Washington-borg og herþotur eiga að fljúga þar yfir til að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í dag, 4. júlí. Donald Trump forseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hervæða hátíðarhöldin og setja sjálfan sig í öndvegi ólíkt fyrri forverum hans. Verulega breytingar voru gerðar á hátíðarhöldunum í höfuborginni í ár frá því sem hefð er fyrir að beiðni Trump forseta. Hann vildi meðal annars að herinn æki skriðdrekum og götur borgarinnar eins og hefur þekkst í einræðisríkjum eins og Sovétríkjunum og Norður-Kóreu. Þá hefur árleg flugeldasýning í borginni verið færð til, að sögn The Guardian. Fyrri forsetar hafa haldið sig til hlés á þjóðhátíðardeginum og hafa hátíðarhöldin yfirleitt einkennst af tónleikum og flugeldasýningu þar sem pólitík er ekki blandað í þau. Síðast gerðist það fyrir sjö áratugum þegar Harry Truman ávarpaði þjóðina sem stóð þá í stríði í Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá voru liðin 175 frá undirritun sjálfsstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Nú ber aftur á móti svo við að hápunktur hátíðarhaldanna á að vera ræða Trump forseta við Lincoln-minnisvarðann þar sem Martin Luther yngri flutti meðal annars fræga ræðu. Margir óttast að Trump eigi ekki af standast mátið að gera ræðuna og hátíðarhöldin að kosningafundi eins og þeim sem hann heldur reglulega með stuðningsmönnum sínum en nú á kostnað skattgreiðenda. Talsmenn Hvíta hússins hafa sagt fásinnu að forsetinn eigi eftir að nýta ræðuna til að deila á pólitíska andstæðinga sína. Ræðan verði í anda ættjarðarástar.Flóðljósin prófuð fyrir ræðu Trump við Lincoln-minnisvarðann.Vísir/APWashington Post sagði frá því í vikunni að fjármunir sem aflað hefur verið með aðgangseyri í þjóðgarða og var ætlað að bæta garðana hafi verið færðir til að greiða fyrir hátíðarhöld Trump á þjóðhátíðardaginn. Trump gefur svo stuðningsmönnum sínum og fjárhagslegum bakhjörlum miða á fremsta bekk á hátíðarhöldin. Hvíta húsið hefur ekki viljað gefa upp kostnaðinn við herlegheitin sem ganga undir yfirskriftinni „Hylling Bandaríkjanna“. Bandaríska blaðið segir að þau verði þó leikandi létt dýrustu hátíðarhöldin í Washington-borg í sögunni. Trump hefur fullyrt að kostnaðurinn skipti ekki máli í ljósi mikilvægis hátíðarhaldanna. Ríkið eigi öll hernaðartólin, aðeins þurfi að splæsa í eldsneyti til að koma þeim til Washington. Trump forseti eru sagður hafa verið heillaður af því að halda hersýningu í höfuðborginni frá því að hann fór í opinbera heimsókn til Frakklands í Bastilludaginn 14. júlí árið 2017. Fallið var frá áformum um slíka sýningu í Washington-borg vegna andstöðu innan varnarmálaráðuneytisins. Þá var talið að kostnaðurinn hlypi á tugum milljóna dollara. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Skriðdrekar hafa verið staðsettir í Washington-borg og herþotur eiga að fljúga þar yfir til að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í dag, 4. júlí. Donald Trump forseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hervæða hátíðarhöldin og setja sjálfan sig í öndvegi ólíkt fyrri forverum hans. Verulega breytingar voru gerðar á hátíðarhöldunum í höfuborginni í ár frá því sem hefð er fyrir að beiðni Trump forseta. Hann vildi meðal annars að herinn æki skriðdrekum og götur borgarinnar eins og hefur þekkst í einræðisríkjum eins og Sovétríkjunum og Norður-Kóreu. Þá hefur árleg flugeldasýning í borginni verið færð til, að sögn The Guardian. Fyrri forsetar hafa haldið sig til hlés á þjóðhátíðardeginum og hafa hátíðarhöldin yfirleitt einkennst af tónleikum og flugeldasýningu þar sem pólitík er ekki blandað í þau. Síðast gerðist það fyrir sjö áratugum þegar Harry Truman ávarpaði þjóðina sem stóð þá í stríði í Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá voru liðin 175 frá undirritun sjálfsstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Nú ber aftur á móti svo við að hápunktur hátíðarhaldanna á að vera ræða Trump forseta við Lincoln-minnisvarðann þar sem Martin Luther yngri flutti meðal annars fræga ræðu. Margir óttast að Trump eigi ekki af standast mátið að gera ræðuna og hátíðarhöldin að kosningafundi eins og þeim sem hann heldur reglulega með stuðningsmönnum sínum en nú á kostnað skattgreiðenda. Talsmenn Hvíta hússins hafa sagt fásinnu að forsetinn eigi eftir að nýta ræðuna til að deila á pólitíska andstæðinga sína. Ræðan verði í anda ættjarðarástar.Flóðljósin prófuð fyrir ræðu Trump við Lincoln-minnisvarðann.Vísir/APWashington Post sagði frá því í vikunni að fjármunir sem aflað hefur verið með aðgangseyri í þjóðgarða og var ætlað að bæta garðana hafi verið færðir til að greiða fyrir hátíðarhöld Trump á þjóðhátíðardaginn. Trump gefur svo stuðningsmönnum sínum og fjárhagslegum bakhjörlum miða á fremsta bekk á hátíðarhöldin. Hvíta húsið hefur ekki viljað gefa upp kostnaðinn við herlegheitin sem ganga undir yfirskriftinni „Hylling Bandaríkjanna“. Bandaríska blaðið segir að þau verði þó leikandi létt dýrustu hátíðarhöldin í Washington-borg í sögunni. Trump hefur fullyrt að kostnaðurinn skipti ekki máli í ljósi mikilvægis hátíðarhaldanna. Ríkið eigi öll hernaðartólin, aðeins þurfi að splæsa í eldsneyti til að koma þeim til Washington. Trump forseti eru sagður hafa verið heillaður af því að halda hersýningu í höfuðborginni frá því að hann fór í opinbera heimsókn til Frakklands í Bastilludaginn 14. júlí árið 2017. Fallið var frá áformum um slíka sýningu í Washington-borg vegna andstöðu innan varnarmálaráðuneytisins. Þá var talið að kostnaðurinn hlypi á tugum milljóna dollara.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira