Segir börnin sýna einkenni áfallastreituröskunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2019 12:30 Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum. Vísir/Arnar Lögmaður tveggja afganskra fjölskyldna sem vísa átti úr landi til Grikklands mun skila inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag. Beiðnin er byggð á því að andlegri heilsu barnanna, Zainab og Amar Safari, hafi hrakað verulega. Þá segir lögmaðurinn að börnin úr báðum fjölskyldum eigi það sameiginlegt að sýna merki áfallastreituröskunar. Annars vegar er um að ræða Sarwari-feðgana, föðurinn Asadullah og syni hans, en brottvísun þeirra var frestað á sunnudag vegna mikils kvíða annars drengsins. Fyrir liggur endurupptökubeiðni í máli þeirra frá 1. júlí sem byggir á breyttum heilsufarsástæðum barnanna. Von er á nýju vottorði í málinu í dag. Hins vegar er um að ræða Safari-fjölskylduna, Zainab, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar Amir og móður hennar, Shanhaz. Lögð verður fram endurupptökubeiðni í máli þeirra, þá þriðju síðan þau komu hingað til lands, í dag. Beiðnin er einnig byggð á því að heilsu barnanna hafi hrakað verulega en Safari-systkinin fóru bæði til geðlæknis í gær. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldnanna segir öll börnin þjást af mikilli vanlíðan. „Það sem er sammerkt hjá öllum þessum börnum er að þau þjást af kvíða og þunglyndi. Það eru til staðar einkenni áfallastreituröskunar og þeim líður öllum alveg gríðarlega illa í þessum aðstæðum.“Feðgarnir Ali, Asadullah og Madhi Sarwari.VÍSIR/BALDURMagnús bendir jafnframt á að í ágúst verður liðið eitt ár frá því að Sarwari-feðgarnir komu hingað til lands og september markar ár frá komu Safari-fjölskyldunnar. „Þetta eru börn sem hafa náð að skjóta hér rótum, mynda hér sterk tengsl við aðra sem hér búa og það er auðvitað þyngra en tárum taki að þessi börn þurfi að búa við þessa óvissu og þá tilhugsun að verða mögulega flutt úr landi úr þessum aðstæðum sem þau hafa kynnst hér. Þeim líður vel hér.“ Magnús leyfir sér að vera bjartsýnn á að fallist verði á endurupptöku, með hliðsjón af því hversu alvarleg veikindi barnanna eru. Hann segir að afgreiðsla beiðnanna gæti tekið einhverjar vikur en ekki sé ljóst hvort fjölskyldurnar fái að vera hér á landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu. „Á þessu stigi, akkúrat núna, er bara ekkert öruggt hvað það varðar.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Lögmaður tveggja afganskra fjölskyldna sem vísa átti úr landi til Grikklands mun skila inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag. Beiðnin er byggð á því að andlegri heilsu barnanna, Zainab og Amar Safari, hafi hrakað verulega. Þá segir lögmaðurinn að börnin úr báðum fjölskyldum eigi það sameiginlegt að sýna merki áfallastreituröskunar. Annars vegar er um að ræða Sarwari-feðgana, föðurinn Asadullah og syni hans, en brottvísun þeirra var frestað á sunnudag vegna mikils kvíða annars drengsins. Fyrir liggur endurupptökubeiðni í máli þeirra frá 1. júlí sem byggir á breyttum heilsufarsástæðum barnanna. Von er á nýju vottorði í málinu í dag. Hins vegar er um að ræða Safari-fjölskylduna, Zainab, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar Amir og móður hennar, Shanhaz. Lögð verður fram endurupptökubeiðni í máli þeirra, þá þriðju síðan þau komu hingað til lands, í dag. Beiðnin er einnig byggð á því að heilsu barnanna hafi hrakað verulega en Safari-systkinin fóru bæði til geðlæknis í gær. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldnanna segir öll börnin þjást af mikilli vanlíðan. „Það sem er sammerkt hjá öllum þessum börnum er að þau þjást af kvíða og þunglyndi. Það eru til staðar einkenni áfallastreituröskunar og þeim líður öllum alveg gríðarlega illa í þessum aðstæðum.“Feðgarnir Ali, Asadullah og Madhi Sarwari.VÍSIR/BALDURMagnús bendir jafnframt á að í ágúst verður liðið eitt ár frá því að Sarwari-feðgarnir komu hingað til lands og september markar ár frá komu Safari-fjölskyldunnar. „Þetta eru börn sem hafa náð að skjóta hér rótum, mynda hér sterk tengsl við aðra sem hér búa og það er auðvitað þyngra en tárum taki að þessi börn þurfi að búa við þessa óvissu og þá tilhugsun að verða mögulega flutt úr landi úr þessum aðstæðum sem þau hafa kynnst hér. Þeim líður vel hér.“ Magnús leyfir sér að vera bjartsýnn á að fallist verði á endurupptöku, með hliðsjón af því hversu alvarleg veikindi barnanna eru. Hann segir að afgreiðsla beiðnanna gæti tekið einhverjar vikur en ekki sé ljóst hvort fjölskyldurnar fái að vera hér á landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu. „Á þessu stigi, akkúrat núna, er bara ekkert öruggt hvað það varðar.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39
Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09
Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16