Ný reglugerð komi ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. júlí 2019 19:00 Ný reglugerð um útlendinga er til bóta fyrir flóttafólk en kemur þó ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands. Þetta segir Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Setja þurfi fjármuni í að flýta málsmeðferð allra flóttamanna sem hingað koma og að málsmeðferðartími hér á landi sé alltof langur. Dómsmálaráðherra breytti í gær reglugerð um útlendinga til aðstoðar tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi. Breytingarnar fólu í sér að Útlendingastofnun sé nú heimilt á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum. Fyrir breytingar voru mánuðirnir 12. Sviðstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins, telur reglugerðina til bóta. „Það er auðvitað betra að þessi tími sé styttur úr tólf mánuðum í tíu. Þá má spyrja hvers vegna tíu? Ég held að það sé reyndar kominn tími til, eins og ráðherra hefur bent á, að endurskoða aðeins framkvæmdina. Þá hlýtur þessi tímarammi að koma til skoðunar líka,“ segir hann. Brottvísanirnar vöktu hörð viðbrögð og efnt var til fjölmennra mótmæla á fimmtudag. Eins og komið hefur fram hafa börnin sýnt merki áfallastreituröskunar vegna ótta og hræðslu um framtíð sína. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði í gær inn þriðju endurupptöku beiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar og með nýju reglugerðinni eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Atli segir að kannað verði eftir helgi hvort fleiri börn eða fjölskyldur á flótta falli undir þessa nýju reglugerð. „Það er kannski rétt að árétta að þessi reglugerðarbreyting ein og sér kemur ekki í veg fyrir að börnum verði vísað til Grikklands sem að hafa fengið vernd. Það er eitthvað sem að við teljum að mætti skoða,“ segir hann. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Verður ekki vísað úr landi Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl. 6. júlí 2019 07:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Ný reglugerð um útlendinga er til bóta fyrir flóttafólk en kemur þó ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands. Þetta segir Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Setja þurfi fjármuni í að flýta málsmeðferð allra flóttamanna sem hingað koma og að málsmeðferðartími hér á landi sé alltof langur. Dómsmálaráðherra breytti í gær reglugerð um útlendinga til aðstoðar tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi. Breytingarnar fólu í sér að Útlendingastofnun sé nú heimilt á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum. Fyrir breytingar voru mánuðirnir 12. Sviðstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins, telur reglugerðina til bóta. „Það er auðvitað betra að þessi tími sé styttur úr tólf mánuðum í tíu. Þá má spyrja hvers vegna tíu? Ég held að það sé reyndar kominn tími til, eins og ráðherra hefur bent á, að endurskoða aðeins framkvæmdina. Þá hlýtur þessi tímarammi að koma til skoðunar líka,“ segir hann. Brottvísanirnar vöktu hörð viðbrögð og efnt var til fjölmennra mótmæla á fimmtudag. Eins og komið hefur fram hafa börnin sýnt merki áfallastreituröskunar vegna ótta og hræðslu um framtíð sína. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði í gær inn þriðju endurupptöku beiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar og með nýju reglugerðinni eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Atli segir að kannað verði eftir helgi hvort fleiri börn eða fjölskyldur á flótta falli undir þessa nýju reglugerð. „Það er kannski rétt að árétta að þessi reglugerðarbreyting ein og sér kemur ekki í veg fyrir að börnum verði vísað til Grikklands sem að hafa fengið vernd. Það er eitthvað sem að við teljum að mætti skoða,“ segir hann.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Verður ekki vísað úr landi Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl. 6. júlí 2019 07:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45
Verður ekki vísað úr landi Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl. 6. júlí 2019 07:00