Ný reglugerð komi ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. júlí 2019 19:00 Ný reglugerð um útlendinga er til bóta fyrir flóttafólk en kemur þó ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands. Þetta segir Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Setja þurfi fjármuni í að flýta málsmeðferð allra flóttamanna sem hingað koma og að málsmeðferðartími hér á landi sé alltof langur. Dómsmálaráðherra breytti í gær reglugerð um útlendinga til aðstoðar tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi. Breytingarnar fólu í sér að Útlendingastofnun sé nú heimilt á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum. Fyrir breytingar voru mánuðirnir 12. Sviðstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins, telur reglugerðina til bóta. „Það er auðvitað betra að þessi tími sé styttur úr tólf mánuðum í tíu. Þá má spyrja hvers vegna tíu? Ég held að það sé reyndar kominn tími til, eins og ráðherra hefur bent á, að endurskoða aðeins framkvæmdina. Þá hlýtur þessi tímarammi að koma til skoðunar líka,“ segir hann. Brottvísanirnar vöktu hörð viðbrögð og efnt var til fjölmennra mótmæla á fimmtudag. Eins og komið hefur fram hafa börnin sýnt merki áfallastreituröskunar vegna ótta og hræðslu um framtíð sína. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði í gær inn þriðju endurupptöku beiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar og með nýju reglugerðinni eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Atli segir að kannað verði eftir helgi hvort fleiri börn eða fjölskyldur á flótta falli undir þessa nýju reglugerð. „Það er kannski rétt að árétta að þessi reglugerðarbreyting ein og sér kemur ekki í veg fyrir að börnum verði vísað til Grikklands sem að hafa fengið vernd. Það er eitthvað sem að við teljum að mætti skoða,“ segir hann. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Verður ekki vísað úr landi Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl. 6. júlí 2019 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Ný reglugerð um útlendinga er til bóta fyrir flóttafólk en kemur þó ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands. Þetta segir Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Setja þurfi fjármuni í að flýta málsmeðferð allra flóttamanna sem hingað koma og að málsmeðferðartími hér á landi sé alltof langur. Dómsmálaráðherra breytti í gær reglugerð um útlendinga til aðstoðar tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi. Breytingarnar fólu í sér að Útlendingastofnun sé nú heimilt á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum. Fyrir breytingar voru mánuðirnir 12. Sviðstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins, telur reglugerðina til bóta. „Það er auðvitað betra að þessi tími sé styttur úr tólf mánuðum í tíu. Þá má spyrja hvers vegna tíu? Ég held að það sé reyndar kominn tími til, eins og ráðherra hefur bent á, að endurskoða aðeins framkvæmdina. Þá hlýtur þessi tímarammi að koma til skoðunar líka,“ segir hann. Brottvísanirnar vöktu hörð viðbrögð og efnt var til fjölmennra mótmæla á fimmtudag. Eins og komið hefur fram hafa börnin sýnt merki áfallastreituröskunar vegna ótta og hræðslu um framtíð sína. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði í gær inn þriðju endurupptöku beiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar og með nýju reglugerðinni eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Atli segir að kannað verði eftir helgi hvort fleiri börn eða fjölskyldur á flótta falli undir þessa nýju reglugerð. „Það er kannski rétt að árétta að þessi reglugerðarbreyting ein og sér kemur ekki í veg fyrir að börnum verði vísað til Grikklands sem að hafa fengið vernd. Það er eitthvað sem að við teljum að mætti skoða,“ segir hann.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Verður ekki vísað úr landi Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl. 6. júlí 2019 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45
Verður ekki vísað úr landi Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl. 6. júlí 2019 07:00