Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2019 20:30 Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. Þörf sé á umræðu um þessi mál á vinnumarkaði hér á landi. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á 100 ára afmælisþingi sínu nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Þingið stendur yfir í um tvær vikur og þar fer fram milliliðalaust samtal milli launafólks, atvinnurekenda og ríkistjórnar flestra landa heimsins. svokallað þríhliða samstarf. Á þinginu, sem haldið er á hverju ári, fer fram afgreiðsla samþykkta og tilmæla til aðildarríkja stofnunarinnar um að virða grundvallaréttindi atvinnurekenda og launafólks. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sat hluta þingsins, og segir þessa samþykkt marka tímamót fyrir heim vinnunnar. „Bara það að allur heimurinn hafi undirgengist það að áreitni og ofbeldi verði ekki liðið í heimi vinnunnar. Með svona ákveðnar línur sem tryggja að svo verði ekki. Það eru mjög mikil tímamót í vinnuvernd á heimsvísu,“ segir Drífa. Hún segir að Metoo byltingin hafi haft áhrif. Heimur vinnunnar sé skilgreindur þannig að samþykktin nái til allra þátta er lúta að vinnuumhverfinu þar með talið vinnuferða og skemmtana. „Það eru ákveðin nýmæli líka í þessum sáttmála. Það er að fólk verði varið í vinnunni út af heimilisofbeldi og að atvinnurekendur taki tillit til þess að fólk verður fyrir heimilisofbeldi. Það er að segja að fólk þarf aukið frí að ofbeldi sem það verði fyrir á heimilinum elti fólk ekki inn á vinnustaði,“ segir hún.Hvernig er það í framkvæmd?„Það hafa einhverjar þjóðir farið í að framkvæma það að fólk eigi rétt á ákveðnum veikindadögum ef það er að losa sig til dæmis úr ofbeldissambandi. Síðan vitum við að hérna hefur það verið þannig að ef þú verður fyrir ofsóknum þá eltir það þig inn á vinnustaðinn. Vinnustaðurinn þarf þá að tryggja öryggið þitt gagnvart ofbeldi sem þú verður fyrir utan vinnunnar með einhverjum hætti,“ segir hún. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. Þörf sé á umræðu um þessi mál á vinnumarkaði hér á landi. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á 100 ára afmælisþingi sínu nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Þingið stendur yfir í um tvær vikur og þar fer fram milliliðalaust samtal milli launafólks, atvinnurekenda og ríkistjórnar flestra landa heimsins. svokallað þríhliða samstarf. Á þinginu, sem haldið er á hverju ári, fer fram afgreiðsla samþykkta og tilmæla til aðildarríkja stofnunarinnar um að virða grundvallaréttindi atvinnurekenda og launafólks. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sat hluta þingsins, og segir þessa samþykkt marka tímamót fyrir heim vinnunnar. „Bara það að allur heimurinn hafi undirgengist það að áreitni og ofbeldi verði ekki liðið í heimi vinnunnar. Með svona ákveðnar línur sem tryggja að svo verði ekki. Það eru mjög mikil tímamót í vinnuvernd á heimsvísu,“ segir Drífa. Hún segir að Metoo byltingin hafi haft áhrif. Heimur vinnunnar sé skilgreindur þannig að samþykktin nái til allra þátta er lúta að vinnuumhverfinu þar með talið vinnuferða og skemmtana. „Það eru ákveðin nýmæli líka í þessum sáttmála. Það er að fólk verði varið í vinnunni út af heimilisofbeldi og að atvinnurekendur taki tillit til þess að fólk verður fyrir heimilisofbeldi. Það er að segja að fólk þarf aukið frí að ofbeldi sem það verði fyrir á heimilinum elti fólk ekki inn á vinnustaði,“ segir hún.Hvernig er það í framkvæmd?„Það hafa einhverjar þjóðir farið í að framkvæma það að fólk eigi rétt á ákveðnum veikindadögum ef það er að losa sig til dæmis úr ofbeldissambandi. Síðan vitum við að hérna hefur það verið þannig að ef þú verður fyrir ofsóknum þá eltir það þig inn á vinnustaðinn. Vinnustaðurinn þarf þá að tryggja öryggið þitt gagnvart ofbeldi sem þú verður fyrir utan vinnunnar með einhverjum hætti,“ segir hún.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira