Óvenju fáir geitungar í ár Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 17:41 Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana. VÍSIR/VILHELM Skordýralífið á Íslandi var til tals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Steinar Malberg Egilsson, meindýraeyðir, spjallaði við þáttarstjórnendur um þau skordýr sem Íslendingar óttast helst.Geitungarnir óvenju fáir „Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana, þá komust færri drottningar á legg sem ættu snemma vors ári síðar að byrja að gera sér bú,“ sagði Steinar. Hann sagði þær hafa byrjað að byggja sér bú talsvert seinna í ár en áður. „Mér finnst eins og það hafi ekki nægilega margar drottningar komist á legg síðast liðið sumar en þetta kemur,“ sagði hann. Steinar hefur þó orðið var við þónokkur bú og er sannfærður um að þeir munu færast í aukana þegar nær dregur haustinu. Hann ráðleggur fólki að heyra frekar í meindýraeyði verði það vart við geitungabú á heimili sínu. „Ef fólk gerir þetta þarf að vera snöggur og ekki hika, hik er sama og stunga,“ segir Steinar.Hunangsflugan látin vera Steinar hvetur fólk til að láta býflugnabúin eiga sig ef fólk kemst upp með það. Hunangsflugan gerir ekki nokkrum manni neitt, það er partur af náttúrunni að hafa hana. „Þær eru breiðþotur sem eru að frjóvga blómin fyrir okkur og gera okkur ekki neitt. Þær geta stungið ef það er verið að ógna þeim á einn eða annan hátt," sagði Steinar.Íslendingar hafa gert úlfalda úr lúsmýflugu Það lá beinast við að spyrja Steinar út í lúsmýið sem hefur herjað á landsmenn í sumar. Hann segir lúsmýið vera eitthvað sem enginn sér en maður finnur fyrir þeim. „Ég er búinn að þvælast mikið í kringum þetta lúsmý. Lúsmý er ekkert sem fólk sér á flugi fyrir framan sig, það er svo smátt, eins og lítið sandkorn,“ sagði Steinar Steinar sagði lúsmýið hafa lítið verið rannsakað hér á landi. Hann sagði fólk gera ráð fyrir því að öll bit séu af völdum lúsmýs en raunin sé hins vegar sú að aðeins brot af þeim eru lúsmýbit. „Við erum búin að gera „míkró-mýflugu“ að stærsta úlfalda „ever“,“ sagði Steinar. Dýr Lúsmý Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Skordýralífið á Íslandi var til tals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Steinar Malberg Egilsson, meindýraeyðir, spjallaði við þáttarstjórnendur um þau skordýr sem Íslendingar óttast helst.Geitungarnir óvenju fáir „Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana, þá komust færri drottningar á legg sem ættu snemma vors ári síðar að byrja að gera sér bú,“ sagði Steinar. Hann sagði þær hafa byrjað að byggja sér bú talsvert seinna í ár en áður. „Mér finnst eins og það hafi ekki nægilega margar drottningar komist á legg síðast liðið sumar en þetta kemur,“ sagði hann. Steinar hefur þó orðið var við þónokkur bú og er sannfærður um að þeir munu færast í aukana þegar nær dregur haustinu. Hann ráðleggur fólki að heyra frekar í meindýraeyði verði það vart við geitungabú á heimili sínu. „Ef fólk gerir þetta þarf að vera snöggur og ekki hika, hik er sama og stunga,“ segir Steinar.Hunangsflugan látin vera Steinar hvetur fólk til að láta býflugnabúin eiga sig ef fólk kemst upp með það. Hunangsflugan gerir ekki nokkrum manni neitt, það er partur af náttúrunni að hafa hana. „Þær eru breiðþotur sem eru að frjóvga blómin fyrir okkur og gera okkur ekki neitt. Þær geta stungið ef það er verið að ógna þeim á einn eða annan hátt," sagði Steinar.Íslendingar hafa gert úlfalda úr lúsmýflugu Það lá beinast við að spyrja Steinar út í lúsmýið sem hefur herjað á landsmenn í sumar. Hann segir lúsmýið vera eitthvað sem enginn sér en maður finnur fyrir þeim. „Ég er búinn að þvælast mikið í kringum þetta lúsmý. Lúsmý er ekkert sem fólk sér á flugi fyrir framan sig, það er svo smátt, eins og lítið sandkorn,“ sagði Steinar Steinar sagði lúsmýið hafa lítið verið rannsakað hér á landi. Hann sagði fólk gera ráð fyrir því að öll bit séu af völdum lúsmýs en raunin sé hins vegar sú að aðeins brot af þeim eru lúsmýbit. „Við erum búin að gera „míkró-mýflugu“ að stærsta úlfalda „ever“,“ sagði Steinar.
Dýr Lúsmý Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira