Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2019 06:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra hefur sett nýja reglugerð. Fréttablaðið/Ernir Alls uppfylla sex börn í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð breytti síðasta föstudag. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar segir að „við fyrstu skoðun“ líti út fyrir að sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylli tímaskilyrði breyttrar reglugerðar, eða muni gera það á næstu dögum. Þá kemur einnig fram í svari Útlendingastofnunar að á fyrstu fimm mánuðum ársins hafi alls 15 börnum verið synjað um efnislega meðferð hjá stofnuninni á grundvelli þess að þau hafi verið komin með vernd í öðru landi. Af þessum fimmtán börnum uppfylla tvö tímaskilyrði reglugerðarinnar. Þau eru talin með hér að ofan. Segir svo að fjórum af þeim fimmtán börnum sem um ræðir hafi verið veitt vernd hér á landi á síðari stigum málsmeðferðar umsókna þeirra um vernd. Eftir standa þá níu börn sem ekki virðast falla undir reglugerðina í dag. Þau gætu þó gert það síðar, miðað við hversu lengi þau hafa verið hér á landi og hversu langt er frá því að þau sóttu um vernd. Bæði er hér um að ræða mál barna sem eru til umfjöllunar hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Dómsmálaráðherra breytti á föstudaginn reglugerð um útlendinga sem veitir nú Útlendingastofnun heimild, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, til að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, ef það eru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. Eða ef mál þeirra hefur tafist í meðferð og það er ekki á þeirra eigin ábyrgð. Í síðustu viku var ítarlega fjallað um mál tveggja afganskra fjölskyldna sem átti að vísa úr landi. Það er Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar. Báðum fjölskyldum var af stofnuninni synjað um að mál þeirra yrði tekið til efnislegrar meðferðar um vernd, vegna þess að þau höfðu hlotið vernd í Grikklandi. Því átti að vísa þeim úr landi til Grikklands. Greint var frá því síðasta föstudag að mál Sarwary-feðganna falli strax undir breytta reglugerð, en feðgarnir sóttu um vernd hér á landi þann 2. ágúst í fyrra og hafa því verið hér á landi í ellefu mánuði. Safari-fjölskyldan sótti upprunalega um vernd hér á landi þann 11. september í fyrra. Þau munu næsta miðvikudag hafa dvalið hér í tíu mánuði og falla þá undir breytt tímaskilyrði reglugerðarinnar. Magnús D. Norðdahl, lögmaður beggja fjölskyldna, sendi Útlendingastofnun í dag kröfur fyrir hönd beggja fjölskyldna þar sem þess er krafist, í samræmi við breytt skilyrði sem sett voru fram í reglugerðinni, að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar. Þar segir að nú uppfylli fjölskyldurnar öll þau skilyrði sem til þurfi. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var meðaltími efnismeðferðar á öðrum ársfjórðungi þessa árs 230 dagar, eða um sjö mánuðir. Fái fólk vernd fær það dvalarleyfi sem gildir í fjögur ár. Að því loknu þarf að endurnýja leyfið en séu skilyrði til verndar enn til staðar er það endurnýjað. Fólk þarf ekki að fara í gegnum sama ferli aftur. Að þessum fjórum árum liðnum getur fólk svo átt rétt á ótímabundnu dvalarleyfi. Samkvæmt þessu gæti það því legið fyrir snemma á næsta ári hvort afganska fjölskyldan fær vernd hér á landi.Bræðurnir Mahdi og Ali Akba Sarwary frá Afganistan falla undir nýja reglugerð dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Stefán Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Alls uppfylla sex börn í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð breytti síðasta föstudag. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar segir að „við fyrstu skoðun“ líti út fyrir að sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylli tímaskilyrði breyttrar reglugerðar, eða muni gera það á næstu dögum. Þá kemur einnig fram í svari Útlendingastofnunar að á fyrstu fimm mánuðum ársins hafi alls 15 börnum verið synjað um efnislega meðferð hjá stofnuninni á grundvelli þess að þau hafi verið komin með vernd í öðru landi. Af þessum fimmtán börnum uppfylla tvö tímaskilyrði reglugerðarinnar. Þau eru talin með hér að ofan. Segir svo að fjórum af þeim fimmtán börnum sem um ræðir hafi verið veitt vernd hér á landi á síðari stigum málsmeðferðar umsókna þeirra um vernd. Eftir standa þá níu börn sem ekki virðast falla undir reglugerðina í dag. Þau gætu þó gert það síðar, miðað við hversu lengi þau hafa verið hér á landi og hversu langt er frá því að þau sóttu um vernd. Bæði er hér um að ræða mál barna sem eru til umfjöllunar hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Dómsmálaráðherra breytti á föstudaginn reglugerð um útlendinga sem veitir nú Útlendingastofnun heimild, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, til að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, ef það eru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. Eða ef mál þeirra hefur tafist í meðferð og það er ekki á þeirra eigin ábyrgð. Í síðustu viku var ítarlega fjallað um mál tveggja afganskra fjölskyldna sem átti að vísa úr landi. Það er Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar. Báðum fjölskyldum var af stofnuninni synjað um að mál þeirra yrði tekið til efnislegrar meðferðar um vernd, vegna þess að þau höfðu hlotið vernd í Grikklandi. Því átti að vísa þeim úr landi til Grikklands. Greint var frá því síðasta föstudag að mál Sarwary-feðganna falli strax undir breytta reglugerð, en feðgarnir sóttu um vernd hér á landi þann 2. ágúst í fyrra og hafa því verið hér á landi í ellefu mánuði. Safari-fjölskyldan sótti upprunalega um vernd hér á landi þann 11. september í fyrra. Þau munu næsta miðvikudag hafa dvalið hér í tíu mánuði og falla þá undir breytt tímaskilyrði reglugerðarinnar. Magnús D. Norðdahl, lögmaður beggja fjölskyldna, sendi Útlendingastofnun í dag kröfur fyrir hönd beggja fjölskyldna þar sem þess er krafist, í samræmi við breytt skilyrði sem sett voru fram í reglugerðinni, að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar. Þar segir að nú uppfylli fjölskyldurnar öll þau skilyrði sem til þurfi. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var meðaltími efnismeðferðar á öðrum ársfjórðungi þessa árs 230 dagar, eða um sjö mánuðir. Fái fólk vernd fær það dvalarleyfi sem gildir í fjögur ár. Að því loknu þarf að endurnýja leyfið en séu skilyrði til verndar enn til staðar er það endurnýjað. Fólk þarf ekki að fara í gegnum sama ferli aftur. Að þessum fjórum árum liðnum getur fólk svo átt rétt á ótímabundnu dvalarleyfi. Samkvæmt þessu gæti það því legið fyrir snemma á næsta ári hvort afganska fjölskyldan fær vernd hér á landi.Bræðurnir Mahdi og Ali Akba Sarwary frá Afganistan falla undir nýja reglugerð dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Stefán
Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira