Herrar mínir og frúr Haukur Örn Birgisson skrifar 9. júlí 2019 07:30 Nokkur starfsheiti bera merki þess að annað kynið hafi aðallega sinnt störfunum frekar en hitt. Að minnsta kosti í upphafi. Hjúkrunarkona, ljósmóðir, pípulagningamaður, alþingismaður, flugmaður, flugfreyja og sjómaður. Svona mætti lengi telja. Þar sem konur eru líka menn, þá er kannski ekki galið að kvenfólk kallist „þingmenn“ og „formenn“ í stað „þingkvenna“ og „forkvenna“. Ég er hins vegar ekki viss um að sömu lögmál gildi ef hlutverkunum yrði snúið við. Karlmenn kunna því ekkert sérstaklega vel að vera kallaðir konur. Á tímum jafnréttis hefur algjör kynjasnúningur orðið innan margra starfsstétta, reyndar aðallega í aðra áttina. Ég las það til dæmis í fréttum um daginn að konur skipa nú í fyrsta sinn fleiri íslenskar sendiherrastöður en karlar. Það er hið besta mál. Þess þarf ekki lengi að bíða að konur verði einnig komnar í meirihluta í ríkisstjórn. Ég er spenntur að sjá hvað gerist innan stjórnsýslunnar, því það er eitthvað skrítið við að kalla konur „herra“. Þótt konur séu líka menn þá eru þær varla svo miklir menn að rétt sé að kalla þær herra. Ráðherra og sendiherra eru því algjörlega galin starfsheiti, ef út í það er farið. Er ekki réttara, svona í ljósi þess að meirihluti sendiherra og ráðherra verður konur, að breyta viðskeytinu? Forsætisráðfrúin Katrín Jakobsdóttir mun þannig leiða ríkisstjórnina með Bjarna Benediktsson, fjármálaráðfrú, sér við hlið. Í öllum íslensku sendiráðunum munu sendifrúr af báðum kynjum halda áfram að sinna erindagjörðum fyrir hönd íslenskrar alþýðu. Mig grunar að körlunum verði ekki skemmt en hvers hafa konurnar í þessum sömu störfum átt að gjalda undanfarna áratugi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nokkur starfsheiti bera merki þess að annað kynið hafi aðallega sinnt störfunum frekar en hitt. Að minnsta kosti í upphafi. Hjúkrunarkona, ljósmóðir, pípulagningamaður, alþingismaður, flugmaður, flugfreyja og sjómaður. Svona mætti lengi telja. Þar sem konur eru líka menn, þá er kannski ekki galið að kvenfólk kallist „þingmenn“ og „formenn“ í stað „þingkvenna“ og „forkvenna“. Ég er hins vegar ekki viss um að sömu lögmál gildi ef hlutverkunum yrði snúið við. Karlmenn kunna því ekkert sérstaklega vel að vera kallaðir konur. Á tímum jafnréttis hefur algjör kynjasnúningur orðið innan margra starfsstétta, reyndar aðallega í aðra áttina. Ég las það til dæmis í fréttum um daginn að konur skipa nú í fyrsta sinn fleiri íslenskar sendiherrastöður en karlar. Það er hið besta mál. Þess þarf ekki lengi að bíða að konur verði einnig komnar í meirihluta í ríkisstjórn. Ég er spenntur að sjá hvað gerist innan stjórnsýslunnar, því það er eitthvað skrítið við að kalla konur „herra“. Þótt konur séu líka menn þá eru þær varla svo miklir menn að rétt sé að kalla þær herra. Ráðherra og sendiherra eru því algjörlega galin starfsheiti, ef út í það er farið. Er ekki réttara, svona í ljósi þess að meirihluti sendiherra og ráðherra verður konur, að breyta viðskeytinu? Forsætisráðfrúin Katrín Jakobsdóttir mun þannig leiða ríkisstjórnina með Bjarna Benediktsson, fjármálaráðfrú, sér við hlið. Í öllum íslensku sendiráðunum munu sendifrúr af báðum kynjum halda áfram að sinna erindagjörðum fyrir hönd íslenskrar alþýðu. Mig grunar að körlunum verði ekki skemmt en hvers hafa konurnar í þessum sömu störfum átt að gjalda undanfarna áratugi?
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar