Kókaín flýtur á land á Filippseyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2019 08:16 Kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Fillipseyjum, sem gerir strandið enn dularfyllra. Getty/ted ajibe Undanfarna mánuði hafa kókaínkubbar, sem áætlað er að séu mörg hundruð milljón króna virði, flotið á land við austurströnd Filippseyja. Nýjasta tilfellið var á sunnudag og í maí fundu sjómenn 39 kubba af kókaíni sem metnir voru á rúma 4 milljónir dala. Málið þykir ekki síst áhugavert í ljósi þess að kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Filippseyjum. Lögreglan telur af þeim sökum að kókaínið hafi átt að flytja til Ástralíu þar sem meiri eftirspurn er eftir efninu. Það er þó aðeins tilgáta enda er töluvert meira um kenningar en skýringar á þessu stigi.Grjón fyrir kók Málið hefur verið lögreglufólki á Filippseyjum ofarlega í huga undanfarna mánuði enda hefur baráttan gegn fíkniefnum verið forgangsmál hjá forseta landsins, Rodrigo Duterte. Þannig bauð lögreglan fólki sem gengi fram á kókaínkubb að skipta honum fyrir hrísgrjónasekk. Vart þarf að taka fram að töluverður verðmunur eru á vörunum tveimur, en breska ríkisútvarpið tiltekur ekki hversu margir þáðu skiptiboð lögreglunnar. Þrátt fyrir að fátt sé í hendi um raunverulegar ástæður kókaínstrandsins eru nokkrar getgátur reifaðar á vef BBC. Þannig nefnir einn viðmælandi, sem starfar í vímuefnahugveitu, að algengt sé að smyglarar fleygi farmi sínum útbyrðis þegar laganna verðir komast á snoðir um þá. Hafstraumar hafi síðan borið kubbana til Filippseyja. Þá kunni eitthvað að hafa misfarist þegar smyglarar reyndu að koma varningi sínum í hendur kaupenda. Stundum festi þeir góssið í netum neðansjávar, sem kaupandinn sækir, en stundum sé illa gengið frá netunum og þau eigi það til að losna.Hluti þeirra kókaínkílóa sem flotið hafa á land í ár. Þeim var eytt á fimmtudag í síðustu viku.Getty/ted aljibeÞyrla kókaíni í augu yfirvalda Yfirmaður fíkniefnaeftirlits Filippseyja er þó á öðru máli. Stofnunin telji líklegra að strandkókaínið sé í raun yfirvarp fyrir annan vímuefnainnflutning. „Meðan aðrar löggæslustofnanir einbeita sér að því að leggja hendur á kókaínið fljótandi teljum við að glæpahringir nýti tækifærið til að smygla shabu,“ sagði yfirmaðurinn í yfirlýsingu í febrúar. Shabu er filippseyska heitið yfir metamfetamín, fíkinefni sem sagt er njóta töluvert meiri vinsælda þar í landi en kókaín og þungamiðjan í vímuefnastríði Duterte forseta. Yfirmaður fíkniefnaeftirlitsins áætlar þannig að smyglararnir séu tilbúnir til að „fórna kókaíninu“ til þess að geta selt sitt vinsæla shabu. Sjóherinn hræddi Þessi kenning er þó ekki hátt skrifuð hjá lögreglunni, sem telur að smyglarar myndu aldrei reiða sig á jafn dýrar aðferðir. Embættið telji líklegra að kókaíninu hafi einfaldlega verið kastað frá borði þegar verið var að flytja það til Ástralíu. Þar sé meiri eftirspurn eftir kókaíni en á Filippseyjum og því um leið ábatasamara að flytja það þangað. Það er til að mynda talin hafa verið raunin með þau 500 kókaínkíló sem lögreglan á Salómonseyjum lagði hald á í september á síðasta ári. Smyglarar á leið til Ástralíu hafi kastað þeim í sjóinn þegar sjóher Papúa Nýju-Gíneu nálgaðist óðfluga. Verðmæti kókaínsins er áætlað um 300 milljónir dala, næstum 38 milljarðar króna. Ástralía Filippseyjar Lyf Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa kókaínkubbar, sem áætlað er að séu mörg hundruð milljón króna virði, flotið á land við austurströnd Filippseyja. Nýjasta tilfellið var á sunnudag og í maí fundu sjómenn 39 kubba af kókaíni sem metnir voru á rúma 4 milljónir dala. Málið þykir ekki síst áhugavert í ljósi þess að kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Filippseyjum. Lögreglan telur af þeim sökum að kókaínið hafi átt að flytja til Ástralíu þar sem meiri eftirspurn er eftir efninu. Það er þó aðeins tilgáta enda er töluvert meira um kenningar en skýringar á þessu stigi.Grjón fyrir kók Málið hefur verið lögreglufólki á Filippseyjum ofarlega í huga undanfarna mánuði enda hefur baráttan gegn fíkniefnum verið forgangsmál hjá forseta landsins, Rodrigo Duterte. Þannig bauð lögreglan fólki sem gengi fram á kókaínkubb að skipta honum fyrir hrísgrjónasekk. Vart þarf að taka fram að töluverður verðmunur eru á vörunum tveimur, en breska ríkisútvarpið tiltekur ekki hversu margir þáðu skiptiboð lögreglunnar. Þrátt fyrir að fátt sé í hendi um raunverulegar ástæður kókaínstrandsins eru nokkrar getgátur reifaðar á vef BBC. Þannig nefnir einn viðmælandi, sem starfar í vímuefnahugveitu, að algengt sé að smyglarar fleygi farmi sínum útbyrðis þegar laganna verðir komast á snoðir um þá. Hafstraumar hafi síðan borið kubbana til Filippseyja. Þá kunni eitthvað að hafa misfarist þegar smyglarar reyndu að koma varningi sínum í hendur kaupenda. Stundum festi þeir góssið í netum neðansjávar, sem kaupandinn sækir, en stundum sé illa gengið frá netunum og þau eigi það til að losna.Hluti þeirra kókaínkílóa sem flotið hafa á land í ár. Þeim var eytt á fimmtudag í síðustu viku.Getty/ted aljibeÞyrla kókaíni í augu yfirvalda Yfirmaður fíkniefnaeftirlits Filippseyja er þó á öðru máli. Stofnunin telji líklegra að strandkókaínið sé í raun yfirvarp fyrir annan vímuefnainnflutning. „Meðan aðrar löggæslustofnanir einbeita sér að því að leggja hendur á kókaínið fljótandi teljum við að glæpahringir nýti tækifærið til að smygla shabu,“ sagði yfirmaðurinn í yfirlýsingu í febrúar. Shabu er filippseyska heitið yfir metamfetamín, fíkinefni sem sagt er njóta töluvert meiri vinsælda þar í landi en kókaín og þungamiðjan í vímuefnastríði Duterte forseta. Yfirmaður fíkniefnaeftirlitsins áætlar þannig að smyglararnir séu tilbúnir til að „fórna kókaíninu“ til þess að geta selt sitt vinsæla shabu. Sjóherinn hræddi Þessi kenning er þó ekki hátt skrifuð hjá lögreglunni, sem telur að smyglarar myndu aldrei reiða sig á jafn dýrar aðferðir. Embættið telji líklegra að kókaíninu hafi einfaldlega verið kastað frá borði þegar verið var að flytja það til Ástralíu. Þar sé meiri eftirspurn eftir kókaíni en á Filippseyjum og því um leið ábatasamara að flytja það þangað. Það er til að mynda talin hafa verið raunin með þau 500 kókaínkíló sem lögreglan á Salómonseyjum lagði hald á í september á síðasta ári. Smyglarar á leið til Ástralíu hafi kastað þeim í sjóinn þegar sjóher Papúa Nýju-Gíneu nálgaðist óðfluga. Verðmæti kókaínsins er áætlað um 300 milljónir dala, næstum 38 milljarðar króna.
Ástralía Filippseyjar Lyf Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14