Stúlkan sem hvatti kærasta sinn til sjálfsvígs vill fara með málið fyrir hæstarétt Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 11:08 Michelle Carter er 22 ára gömul í dag. Vísir/GEtty Árið 2017 var hin tvítuga Michelle Carter dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hvetja kærasta sinn til að svipta sig lífi. Á mánudag sendu lögmenn hennar inn beiðni þess efnis að málið yrði tekið fyrir hjá hæstarétti Bandaríkjanna. Carter var sautján ára gömul þegar kærasti hennar, Conrad Roy, fannst látinn í bíl sínum. Skilaboð þeirra á milli sýndu að Carter hefði sent honum skilaboð dagana áður þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur og sagði honum að fresta því ekki um of.Sjá einnig: Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Lögmenn Carter segja brotið á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður á um málfrelsi sem og fimmta viðaukanum um réttláta málsmeðferð. Málið sé fordæmalaust og því sé mikilvægt að málið sé flutt fyrir hæstarétti. „Michelle Carter olli ekki hörmulegum dauða Conrad Roy og hún ætti ekki að vera talin ábyrg fyrir sjálfsvígi hans,“ sagði Daniel Marx, lögmaður hennar, í yfirlýsingu sem send var út í gær. Hann segir dóminn vera skýrt brot á málfrelsi hennar og hafi skapað ágreining milli dómstóla um landið. Carter var dæmd í Massachusetts í Bandaríkjunum og segir í beiðni lögmanna hennar að ríkið sé það eina sem hafi dæmt manneskju til fangelsisvistar sem var ekki viðstödd andlátið og hafi einungis „hvatt aðra manneskju til þess að fremja sjálfsvíg með orðum sínum“. Afplánun Carter hófst í febrúar á þessu ári eftir að búið var að láta reyna á málið fyrir öllum dómstigum í ríkinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44 Fundin sek um að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs Michelle Carter var í dag dæmd fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn, Conrad Roy III, til sjálfsvígs með smáskilaboðum. 16. júní 2017 15:35 Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Árið 2017 var hin tvítuga Michelle Carter dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hvetja kærasta sinn til að svipta sig lífi. Á mánudag sendu lögmenn hennar inn beiðni þess efnis að málið yrði tekið fyrir hjá hæstarétti Bandaríkjanna. Carter var sautján ára gömul þegar kærasti hennar, Conrad Roy, fannst látinn í bíl sínum. Skilaboð þeirra á milli sýndu að Carter hefði sent honum skilaboð dagana áður þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur og sagði honum að fresta því ekki um of.Sjá einnig: Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Lögmenn Carter segja brotið á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður á um málfrelsi sem og fimmta viðaukanum um réttláta málsmeðferð. Málið sé fordæmalaust og því sé mikilvægt að málið sé flutt fyrir hæstarétti. „Michelle Carter olli ekki hörmulegum dauða Conrad Roy og hún ætti ekki að vera talin ábyrg fyrir sjálfsvígi hans,“ sagði Daniel Marx, lögmaður hennar, í yfirlýsingu sem send var út í gær. Hann segir dóminn vera skýrt brot á málfrelsi hennar og hafi skapað ágreining milli dómstóla um landið. Carter var dæmd í Massachusetts í Bandaríkjunum og segir í beiðni lögmanna hennar að ríkið sé það eina sem hafi dæmt manneskju til fangelsisvistar sem var ekki viðstödd andlátið og hafi einungis „hvatt aðra manneskju til þess að fremja sjálfsvíg með orðum sínum“. Afplánun Carter hófst í febrúar á þessu ári eftir að búið var að láta reyna á málið fyrir öllum dómstigum í ríkinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44 Fundin sek um að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs Michelle Carter var í dag dæmd fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn, Conrad Roy III, til sjálfsvígs með smáskilaboðum. 16. júní 2017 15:35 Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44
Fundin sek um að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs Michelle Carter var í dag dæmd fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn, Conrad Roy III, til sjálfsvígs með smáskilaboðum. 16. júní 2017 15:35
Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12