Aukið fé til Útlendingastofnunar eftir breytingar á reglugerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 15:00 Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. vísir/Vilhelm Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut. Aðgerðir til að stytta málsmeðferð í hælismálum sem varða börn voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er ríkisstjórnin sammál um mikilvæg þess að hraða málsmeðferð. Það getur kostað tímabundið allt að 100 milljónum þessi ár en mun spara fjármuni til lengri tíma því framfærsla þeirra sem bíða úrlausnar sinna mála er einn fjárfrekasti þáttur þessa málaflokks. Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. Breytingarnar fela það í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Tíminn sem þurfti að hafa liðið var áður tólf mánuðir. Sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylla þessi tímaskilyrði, annað hvort nú þegar eða munu gera það á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Á meðal þessara barna eru bræðurnir Ali og Mahdi Sarwary og Zainab og Amir Safari en mál þeirra hafa vakið mikla athygli undanfarin misseri. Vísa átti þeim öllum aftur til Grikklands þar sem þau höfðu fengið vernd þar í landi. Dómsmálaráðherra átti í dag fundi með umboðsmanni barna og Rauða krossi Íslands vegna barna á flótta sem hér sækja um alþjóðlega vernd, meðal annars í ljósi þeirrar ákvörðunar yfirvalda að senda börn aftur til Grikklands en RKÍ hefur bent á að aðstæður þar í landi séu ekki viðunandi, hvorki fyrir þá sem þar hafa sótt um hæli né fyrir þá sem þar hafa fengið vernd.Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut. Aðgerðir til að stytta málsmeðferð í hælismálum sem varða börn voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er ríkisstjórnin sammál um mikilvæg þess að hraða málsmeðferð. Það getur kostað tímabundið allt að 100 milljónum þessi ár en mun spara fjármuni til lengri tíma því framfærsla þeirra sem bíða úrlausnar sinna mála er einn fjárfrekasti þáttur þessa málaflokks. Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. Breytingarnar fela það í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Tíminn sem þurfti að hafa liðið var áður tólf mánuðir. Sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylla þessi tímaskilyrði, annað hvort nú þegar eða munu gera það á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Á meðal þessara barna eru bræðurnir Ali og Mahdi Sarwary og Zainab og Amir Safari en mál þeirra hafa vakið mikla athygli undanfarin misseri. Vísa átti þeim öllum aftur til Grikklands þar sem þau höfðu fengið vernd þar í landi. Dómsmálaráðherra átti í dag fundi með umboðsmanni barna og Rauða krossi Íslands vegna barna á flótta sem hér sækja um alþjóðlega vernd, meðal annars í ljósi þeirrar ákvörðunar yfirvalda að senda börn aftur til Grikklands en RKÍ hefur bent á að aðstæður þar í landi séu ekki viðunandi, hvorki fyrir þá sem þar hafa sótt um hæli né fyrir þá sem þar hafa fengið vernd.Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45
Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15