Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 07:32 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna, sem kallað er á ensku Demilitarized Zone eða DMZ, og skilur norður- og suðurhluta Kóreu að. BBC greinir frá. Fundur leiðtoganna er ekki sá fyrsti en þeir hafa áður fundað í Singapúr í júnímánuði árið 2018 og rúmlega hálfu ári seinna í Hanoi í Víetnam í febrúar á þessu ári. Nú hittast þeir á heimaslóðum Kim Jong-un og fóru þeir stuttlega yfir landamæri Norður-Kóreu. Með því varð Donald Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn til þess að fara yfir landamærin til Norður-Kóreu eftir að hafa heimsótt landamærasvæðið. Fjórir aðrir forsetar hafa þó heimsótt landamærasvæðið, þeir Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan.Watch the historic moment that #Trump walks into N Korean territory with Kim#DMZ#TrumpKimSummitpic.twitter.com/QnqBuSU59F — Press TV (@PressTV) June 30, 2019 Ekki er vitað hvert efni fundar þeirra verður en síðasta fundi þeirra í febrúar var óvænt slitið og varð ekkert af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Sagði Trump fundinn þó hafa verið árangursríkan en þeir hafi sammælst um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þeim tímapunkti. Spekingar segja fundinn gefa vonir um alvöru áframhaldandi viðræður ríkjanna um kjarnorkuafvopnun á meðan aðrir afskrifa hann sem pólitískt leikhús. Eitt er þó víst að Bandaríkjaforseti fékk ósk sína um að taka í höndina á leiðtoganum á landamærasvæðinu uppfyllta. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39 Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að Bandaríkjunum sé almennt kennt um árangursleysi í leiðtogaviðræðum. Segja Japana reyna að spilla viðræðum. Þeir séu með svört hjörtu og eins og dvergar sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum. 9. mars 2019 08:45 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna, sem kallað er á ensku Demilitarized Zone eða DMZ, og skilur norður- og suðurhluta Kóreu að. BBC greinir frá. Fundur leiðtoganna er ekki sá fyrsti en þeir hafa áður fundað í Singapúr í júnímánuði árið 2018 og rúmlega hálfu ári seinna í Hanoi í Víetnam í febrúar á þessu ári. Nú hittast þeir á heimaslóðum Kim Jong-un og fóru þeir stuttlega yfir landamæri Norður-Kóreu. Með því varð Donald Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn til þess að fara yfir landamærin til Norður-Kóreu eftir að hafa heimsótt landamærasvæðið. Fjórir aðrir forsetar hafa þó heimsótt landamærasvæðið, þeir Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan.Watch the historic moment that #Trump walks into N Korean territory with Kim#DMZ#TrumpKimSummitpic.twitter.com/QnqBuSU59F — Press TV (@PressTV) June 30, 2019 Ekki er vitað hvert efni fundar þeirra verður en síðasta fundi þeirra í febrúar var óvænt slitið og varð ekkert af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Sagði Trump fundinn þó hafa verið árangursríkan en þeir hafi sammælst um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þeim tímapunkti. Spekingar segja fundinn gefa vonir um alvöru áframhaldandi viðræður ríkjanna um kjarnorkuafvopnun á meðan aðrir afskrifa hann sem pólitískt leikhús. Eitt er þó víst að Bandaríkjaforseti fékk ósk sína um að taka í höndina á leiðtoganum á landamærasvæðinu uppfyllta.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39 Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að Bandaríkjunum sé almennt kennt um árangursleysi í leiðtogaviðræðum. Segja Japana reyna að spilla viðræðum. Þeir séu með svört hjörtu og eins og dvergar sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum. 9. mars 2019 08:45 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42
Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39
Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að Bandaríkjunum sé almennt kennt um árangursleysi í leiðtogaviðræðum. Segja Japana reyna að spilla viðræðum. Þeir séu með svört hjörtu og eins og dvergar sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum. 9. mars 2019 08:45