Meðmælaganga með lífinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Þór segir sólstöðugönguna í ár þá 35. hér á landi. Hann heldur á flaggi sem hann segir tákn fyrir gönguna, hannað af Ágústu Snæland. Fréttablaðið/Eyþór Árnason „Sólstöðuganga er meðmælaganga með lífinu og menningunni,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. Hann tekur þátt í slíkri göngu sem Borgarsögusafn stendur fyrir í Viðey annað kvöld. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri leiðir gönguna og segir frá sögu eyjarinnar og Þór segir frá sólstöðum og hefðum tengdum þeim. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, ávarpar göngufólk og Árný Helgadóttir kraftgöngukona leiðir léttar og hressandi æfingar. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 20 og til baka ekki seinna en klukkan 23, gengið á sögulegar slóðir og staðnæmst í fjöruborðinu við varðeld. Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti og drykk til að njóta við eldinn áður en gengið verður til baka að ferjunni. Þór segir tilgang sólstöðugöngu í senn jarðbundinn og háfleygan. „Annars vegar er auðvitað heilsusamlegt og upplífgandi að taka þátt í rólegri hópgöngu fólks á öllum aldri, njóta samveru skyldmenna eða kynna við ókunnuga – og þar við bætist fróðleikur leiðsögumanna um náttúru og sögu og það sem fyrir augu ber á göngunni. Hins vegar er göngunni ætlað að vera stund til að leiða hugann að ráðgátum tilverunnar og gleðjast yfir lífinu þrátt fyrir strit og erfiðleika og gleðjast yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hinu mikla leikriti í nokkur ár.“ Vísindamaðurinn Þór segir jörðina á öðrum „enda“ sporbaugsbrautar sinnar um sólu á morgun, lengsti dagur dagur ársins á norðurhveli en vetrarsólstöður á suðurhveli. „Viðsnúningurinn gerist á sömu mínútunni um alla jörðina og það er magnað. Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags segja höfundarnir, Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson stjarnfræðingar, að það gerist að þessu sinni klukkan 15.54 að íslenskum tíma.“ Þór telur sólstöðumínútuna vera tímamót á för jarðar um sólu og mælir með því að fólk fagni þeim tímamótum með íhugun í þögn. „Við getum ekki gert það saman í Viðey þar sem gangan er að kvöldlagi en stöldrum við, engu að síður, klukkan 15.54, í einrúmi, fá eða mörg saman og hugsum til meðbræðra og systra um alla jörð.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Veður Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
„Sólstöðuganga er meðmælaganga með lífinu og menningunni,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. Hann tekur þátt í slíkri göngu sem Borgarsögusafn stendur fyrir í Viðey annað kvöld. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri leiðir gönguna og segir frá sögu eyjarinnar og Þór segir frá sólstöðum og hefðum tengdum þeim. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, ávarpar göngufólk og Árný Helgadóttir kraftgöngukona leiðir léttar og hressandi æfingar. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 20 og til baka ekki seinna en klukkan 23, gengið á sögulegar slóðir og staðnæmst í fjöruborðinu við varðeld. Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti og drykk til að njóta við eldinn áður en gengið verður til baka að ferjunni. Þór segir tilgang sólstöðugöngu í senn jarðbundinn og háfleygan. „Annars vegar er auðvitað heilsusamlegt og upplífgandi að taka þátt í rólegri hópgöngu fólks á öllum aldri, njóta samveru skyldmenna eða kynna við ókunnuga – og þar við bætist fróðleikur leiðsögumanna um náttúru og sögu og það sem fyrir augu ber á göngunni. Hins vegar er göngunni ætlað að vera stund til að leiða hugann að ráðgátum tilverunnar og gleðjast yfir lífinu þrátt fyrir strit og erfiðleika og gleðjast yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hinu mikla leikriti í nokkur ár.“ Vísindamaðurinn Þór segir jörðina á öðrum „enda“ sporbaugsbrautar sinnar um sólu á morgun, lengsti dagur dagur ársins á norðurhveli en vetrarsólstöður á suðurhveli. „Viðsnúningurinn gerist á sömu mínútunni um alla jörðina og það er magnað. Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags segja höfundarnir, Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson stjarnfræðingar, að það gerist að þessu sinni klukkan 15.54 að íslenskum tíma.“ Þór telur sólstöðumínútuna vera tímamót á för jarðar um sólu og mælir með því að fólk fagni þeim tímamótum með íhugun í þögn. „Við getum ekki gert það saman í Viðey þar sem gangan er að kvöldlagi en stöldrum við, engu að síður, klukkan 15.54, í einrúmi, fá eða mörg saman og hugsum til meðbræðra og systra um alla jörð.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Veður Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“