Meðmælaganga með lífinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Þór segir sólstöðugönguna í ár þá 35. hér á landi. Hann heldur á flaggi sem hann segir tákn fyrir gönguna, hannað af Ágústu Snæland. Fréttablaðið/Eyþór Árnason „Sólstöðuganga er meðmælaganga með lífinu og menningunni,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. Hann tekur þátt í slíkri göngu sem Borgarsögusafn stendur fyrir í Viðey annað kvöld. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri leiðir gönguna og segir frá sögu eyjarinnar og Þór segir frá sólstöðum og hefðum tengdum þeim. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, ávarpar göngufólk og Árný Helgadóttir kraftgöngukona leiðir léttar og hressandi æfingar. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 20 og til baka ekki seinna en klukkan 23, gengið á sögulegar slóðir og staðnæmst í fjöruborðinu við varðeld. Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti og drykk til að njóta við eldinn áður en gengið verður til baka að ferjunni. Þór segir tilgang sólstöðugöngu í senn jarðbundinn og háfleygan. „Annars vegar er auðvitað heilsusamlegt og upplífgandi að taka þátt í rólegri hópgöngu fólks á öllum aldri, njóta samveru skyldmenna eða kynna við ókunnuga – og þar við bætist fróðleikur leiðsögumanna um náttúru og sögu og það sem fyrir augu ber á göngunni. Hins vegar er göngunni ætlað að vera stund til að leiða hugann að ráðgátum tilverunnar og gleðjast yfir lífinu þrátt fyrir strit og erfiðleika og gleðjast yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hinu mikla leikriti í nokkur ár.“ Vísindamaðurinn Þór segir jörðina á öðrum „enda“ sporbaugsbrautar sinnar um sólu á morgun, lengsti dagur dagur ársins á norðurhveli en vetrarsólstöður á suðurhveli. „Viðsnúningurinn gerist á sömu mínútunni um alla jörðina og það er magnað. Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags segja höfundarnir, Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson stjarnfræðingar, að það gerist að þessu sinni klukkan 15.54 að íslenskum tíma.“ Þór telur sólstöðumínútuna vera tímamót á för jarðar um sólu og mælir með því að fólk fagni þeim tímamótum með íhugun í þögn. „Við getum ekki gert það saman í Viðey þar sem gangan er að kvöldlagi en stöldrum við, engu að síður, klukkan 15.54, í einrúmi, fá eða mörg saman og hugsum til meðbræðra og systra um alla jörð.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Veður Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
„Sólstöðuganga er meðmælaganga með lífinu og menningunni,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. Hann tekur þátt í slíkri göngu sem Borgarsögusafn stendur fyrir í Viðey annað kvöld. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri leiðir gönguna og segir frá sögu eyjarinnar og Þór segir frá sólstöðum og hefðum tengdum þeim. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, ávarpar göngufólk og Árný Helgadóttir kraftgöngukona leiðir léttar og hressandi æfingar. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 20 og til baka ekki seinna en klukkan 23, gengið á sögulegar slóðir og staðnæmst í fjöruborðinu við varðeld. Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti og drykk til að njóta við eldinn áður en gengið verður til baka að ferjunni. Þór segir tilgang sólstöðugöngu í senn jarðbundinn og háfleygan. „Annars vegar er auðvitað heilsusamlegt og upplífgandi að taka þátt í rólegri hópgöngu fólks á öllum aldri, njóta samveru skyldmenna eða kynna við ókunnuga – og þar við bætist fróðleikur leiðsögumanna um náttúru og sögu og það sem fyrir augu ber á göngunni. Hins vegar er göngunni ætlað að vera stund til að leiða hugann að ráðgátum tilverunnar og gleðjast yfir lífinu þrátt fyrir strit og erfiðleika og gleðjast yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hinu mikla leikriti í nokkur ár.“ Vísindamaðurinn Þór segir jörðina á öðrum „enda“ sporbaugsbrautar sinnar um sólu á morgun, lengsti dagur dagur ársins á norðurhveli en vetrarsólstöður á suðurhveli. „Viðsnúningurinn gerist á sömu mínútunni um alla jörðina og það er magnað. Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags segja höfundarnir, Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson stjarnfræðingar, að það gerist að þessu sinni klukkan 15.54 að íslenskum tíma.“ Þór telur sólstöðumínútuna vera tímamót á för jarðar um sólu og mælir með því að fólk fagni þeim tímamótum með íhugun í þögn. „Við getum ekki gert það saman í Viðey þar sem gangan er að kvöldlagi en stöldrum við, engu að síður, klukkan 15.54, í einrúmi, fá eða mörg saman og hugsum til meðbræðra og systra um alla jörð.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Veður Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira