Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2019 21:37 "Betsy's Biscuit Bomber“ ekið inn á flugstæðið í kvöld. Fyrir aftan sést í Pál Sveinsson. Vísir/KMU. Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Laust upp úr klukkan átta í kvöld lenti C-47 þristurinn „Betsy's Biscuit Bomber“ og var honum lagt norðan við Loftleiðahótelið, skammt frá íslenska þristinum Páli Sveinssyni. Þetta er fimmti þristurinn sem millilendir í Reykjavík á bakaleiðinni frá Evrópu til Ameríku en sá fyrsti kom á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í morgun mátti sjá tvo þrista ásamt Páli Sveinssyni á flugvellinum en þeir bandarísku héldu áfram för vestur um haf í hádeginu.Þessi flugvél er 75 ára gömul, var smíðuð árið 1944.Vísir/KMU.Alls er von á fimmtán þristum í gegnum Reykjavík þannig að enn eru tíu ókomnir. Engar staðfestar tímasetningar eru um komu þeirra. Norðlendingar fá líka sína flugveislu um helgina því áformað er að Páli Sveinssyni verði flogið norður til Akureyrar á morgun, föstudag, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Þar mun hann taka þátt í hinum árlega flugdegi Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli á laugardag.Frá Akureyrarflugvelli. Árlegur flugdagur verður þar á laugardag.vísir/pjeturÁ sýningunni verður boðið upp á hópflug, listflug, flugbardaga, þyrluflug og flug Boeingþotu frá Icelandair. Landhelgisgæslan verður með öfluga sýningu og ýmsar minni flugvélar og einnig elsta flughæfa flugvél landsins munu fljúga, að því er segir í tilkynningu Flugsafnsins. Dagskráin hefst klukkan 13. Í upphafi munu flugmódelsmiðir fljúga fjarstýrðum flugvélum. Þær verða síðan til sýnis í Flugsafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr fyrri umferð þristaveislunnar í Reykjavík í síðasta mánuði: Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Laust upp úr klukkan átta í kvöld lenti C-47 þristurinn „Betsy's Biscuit Bomber“ og var honum lagt norðan við Loftleiðahótelið, skammt frá íslenska þristinum Páli Sveinssyni. Þetta er fimmti þristurinn sem millilendir í Reykjavík á bakaleiðinni frá Evrópu til Ameríku en sá fyrsti kom á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í morgun mátti sjá tvo þrista ásamt Páli Sveinssyni á flugvellinum en þeir bandarísku héldu áfram för vestur um haf í hádeginu.Þessi flugvél er 75 ára gömul, var smíðuð árið 1944.Vísir/KMU.Alls er von á fimmtán þristum í gegnum Reykjavík þannig að enn eru tíu ókomnir. Engar staðfestar tímasetningar eru um komu þeirra. Norðlendingar fá líka sína flugveislu um helgina því áformað er að Páli Sveinssyni verði flogið norður til Akureyrar á morgun, föstudag, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Þar mun hann taka þátt í hinum árlega flugdegi Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli á laugardag.Frá Akureyrarflugvelli. Árlegur flugdagur verður þar á laugardag.vísir/pjeturÁ sýningunni verður boðið upp á hópflug, listflug, flugbardaga, þyrluflug og flug Boeingþotu frá Icelandair. Landhelgisgæslan verður með öfluga sýningu og ýmsar minni flugvélar og einnig elsta flughæfa flugvél landsins munu fljúga, að því er segir í tilkynningu Flugsafnsins. Dagskráin hefst klukkan 13. Í upphafi munu flugmódelsmiðir fljúga fjarstýrðum flugvélum. Þær verða síðan til sýnis í Flugsafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr fyrri umferð þristaveislunnar í Reykjavík í síðasta mánuði:
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15
Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45