Stressandi að keyra með hval í skottinu Pálmi Kormákur skrifar 21. júní 2019 06:00 Ólafur Þór Þórðarson til vinstri og Hlynur Hilmarsson. Fréttablaðið/Anton „Þetta var meira stressandi en með aðra farma sem maður hefur flutt,“ segir Hlynur Hilmarsson sem ók Litlu-Grá til Vestmannaeyja í fyrradag aðspurður hvort ekki hafi verið streituvaldandi að vera með lifandi hval í skottinu. „Ég reyndi að minnka allar grófar hreyfingar og fór mjög varlega í allar beygjur og hraðahindranir til þess að koma í veg fyrir óþarfa áreiti á hvalinn. Þegar við komumst svo á ferð urðu systurnar rólegri,“ útskýrir Hlynur. Bílstjórarnir voru ekki einir á ferðalaginu þó að hvalirnir séu frátaldir en með þeim voru menn sem fylgdust með skjá sem tengdur var við myndavél inni í tanknum. Ekki var ferðin án allra tafa, því að upp kom sambandsleysi við myndavélina sem fylgdist með Litlu-Grá og þá var ákveðið að stöðva bílana á Selfossi til að leysa vandamálið. „Við vorum búnir að keyra blint í svolitla stund og ákváðum að stoppa á Selfossi til þess að kíkja á hvalinn og koma aftur sambandi við myndavélina,“ segir Hlynur og fullyrðir að verkefnið sé það skemmtilegasta sem hann hafi tekist á við á ferli sínum sem vöruflutningabílstjóri. „Við vorum búnir að útbúa okkur vel og undirbúa verkefnið í langan tíma. Ég var búinn að vita í nokkra mánuði að ég og Ólafur yrðum fyrir valinu, við höfðum verið að hjálpa TVG-Zimsen með nokkur verkefni áður en þetta kom upp á borðið og leystum þau vel þannig að valið var ekki af handahófi,“ lýsir Hlynur sem lofar góða skipulagningu. „Þetta gekk eins og í sögu, þeir sem komu að flutningunum voru einstaklega fagmannlegir, sýndu engan hroka og stóðu mjög vel að verkefninu. Þetta hefði varla getað farið betur, þetta var mjög tímafrek en ótrúlega skemmtileg upplifun,“ segir Hlynur. Mjaldrarnir verða fluttir til Klettsvíkur eftir minnst fjórar vikur, en það gæti orðið síðar því að hvalirnir þurfa sinn aðlögunartíma. „Þær eru búnar að vera í mjög stífu prógrammi fyrir aðlögun fyrir flugið og það er ekkert víst að þær séu svo glaðar með að fara aftur í svona flutningsbúr,“ sagði Sigríður Gísladóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við Fréttablaðið. „En aðstæðurnar í landlauginni eru mjög fínar og þær eiga að geta verið þar á meðan þær aðlagast og taka næstu skref,“ tók Sigríður fram. Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
„Þetta var meira stressandi en með aðra farma sem maður hefur flutt,“ segir Hlynur Hilmarsson sem ók Litlu-Grá til Vestmannaeyja í fyrradag aðspurður hvort ekki hafi verið streituvaldandi að vera með lifandi hval í skottinu. „Ég reyndi að minnka allar grófar hreyfingar og fór mjög varlega í allar beygjur og hraðahindranir til þess að koma í veg fyrir óþarfa áreiti á hvalinn. Þegar við komumst svo á ferð urðu systurnar rólegri,“ útskýrir Hlynur. Bílstjórarnir voru ekki einir á ferðalaginu þó að hvalirnir séu frátaldir en með þeim voru menn sem fylgdust með skjá sem tengdur var við myndavél inni í tanknum. Ekki var ferðin án allra tafa, því að upp kom sambandsleysi við myndavélina sem fylgdist með Litlu-Grá og þá var ákveðið að stöðva bílana á Selfossi til að leysa vandamálið. „Við vorum búnir að keyra blint í svolitla stund og ákváðum að stoppa á Selfossi til þess að kíkja á hvalinn og koma aftur sambandi við myndavélina,“ segir Hlynur og fullyrðir að verkefnið sé það skemmtilegasta sem hann hafi tekist á við á ferli sínum sem vöruflutningabílstjóri. „Við vorum búnir að útbúa okkur vel og undirbúa verkefnið í langan tíma. Ég var búinn að vita í nokkra mánuði að ég og Ólafur yrðum fyrir valinu, við höfðum verið að hjálpa TVG-Zimsen með nokkur verkefni áður en þetta kom upp á borðið og leystum þau vel þannig að valið var ekki af handahófi,“ lýsir Hlynur sem lofar góða skipulagningu. „Þetta gekk eins og í sögu, þeir sem komu að flutningunum voru einstaklega fagmannlegir, sýndu engan hroka og stóðu mjög vel að verkefninu. Þetta hefði varla getað farið betur, þetta var mjög tímafrek en ótrúlega skemmtileg upplifun,“ segir Hlynur. Mjaldrarnir verða fluttir til Klettsvíkur eftir minnst fjórar vikur, en það gæti orðið síðar því að hvalirnir þurfa sinn aðlögunartíma. „Þær eru búnar að vera í mjög stífu prógrammi fyrir aðlögun fyrir flugið og það er ekkert víst að þær séu svo glaðar með að fara aftur í svona flutningsbúr,“ sagði Sigríður Gísladóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við Fréttablaðið. „En aðstæðurnar í landlauginni eru mjög fínar og þær eiga að geta verið þar á meðan þær aðlagast og taka næstu skref,“ tók Sigríður fram.
Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45
Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30
Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent