Stressandi að keyra með hval í skottinu Pálmi Kormákur skrifar 21. júní 2019 06:00 Ólafur Þór Þórðarson til vinstri og Hlynur Hilmarsson. Fréttablaðið/Anton „Þetta var meira stressandi en með aðra farma sem maður hefur flutt,“ segir Hlynur Hilmarsson sem ók Litlu-Grá til Vestmannaeyja í fyrradag aðspurður hvort ekki hafi verið streituvaldandi að vera með lifandi hval í skottinu. „Ég reyndi að minnka allar grófar hreyfingar og fór mjög varlega í allar beygjur og hraðahindranir til þess að koma í veg fyrir óþarfa áreiti á hvalinn. Þegar við komumst svo á ferð urðu systurnar rólegri,“ útskýrir Hlynur. Bílstjórarnir voru ekki einir á ferðalaginu þó að hvalirnir séu frátaldir en með þeim voru menn sem fylgdust með skjá sem tengdur var við myndavél inni í tanknum. Ekki var ferðin án allra tafa, því að upp kom sambandsleysi við myndavélina sem fylgdist með Litlu-Grá og þá var ákveðið að stöðva bílana á Selfossi til að leysa vandamálið. „Við vorum búnir að keyra blint í svolitla stund og ákváðum að stoppa á Selfossi til þess að kíkja á hvalinn og koma aftur sambandi við myndavélina,“ segir Hlynur og fullyrðir að verkefnið sé það skemmtilegasta sem hann hafi tekist á við á ferli sínum sem vöruflutningabílstjóri. „Við vorum búnir að útbúa okkur vel og undirbúa verkefnið í langan tíma. Ég var búinn að vita í nokkra mánuði að ég og Ólafur yrðum fyrir valinu, við höfðum verið að hjálpa TVG-Zimsen með nokkur verkefni áður en þetta kom upp á borðið og leystum þau vel þannig að valið var ekki af handahófi,“ lýsir Hlynur sem lofar góða skipulagningu. „Þetta gekk eins og í sögu, þeir sem komu að flutningunum voru einstaklega fagmannlegir, sýndu engan hroka og stóðu mjög vel að verkefninu. Þetta hefði varla getað farið betur, þetta var mjög tímafrek en ótrúlega skemmtileg upplifun,“ segir Hlynur. Mjaldrarnir verða fluttir til Klettsvíkur eftir minnst fjórar vikur, en það gæti orðið síðar því að hvalirnir þurfa sinn aðlögunartíma. „Þær eru búnar að vera í mjög stífu prógrammi fyrir aðlögun fyrir flugið og það er ekkert víst að þær séu svo glaðar með að fara aftur í svona flutningsbúr,“ sagði Sigríður Gísladóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við Fréttablaðið. „En aðstæðurnar í landlauginni eru mjög fínar og þær eiga að geta verið þar á meðan þær aðlagast og taka næstu skref,“ tók Sigríður fram. Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
„Þetta var meira stressandi en með aðra farma sem maður hefur flutt,“ segir Hlynur Hilmarsson sem ók Litlu-Grá til Vestmannaeyja í fyrradag aðspurður hvort ekki hafi verið streituvaldandi að vera með lifandi hval í skottinu. „Ég reyndi að minnka allar grófar hreyfingar og fór mjög varlega í allar beygjur og hraðahindranir til þess að koma í veg fyrir óþarfa áreiti á hvalinn. Þegar við komumst svo á ferð urðu systurnar rólegri,“ útskýrir Hlynur. Bílstjórarnir voru ekki einir á ferðalaginu þó að hvalirnir séu frátaldir en með þeim voru menn sem fylgdust með skjá sem tengdur var við myndavél inni í tanknum. Ekki var ferðin án allra tafa, því að upp kom sambandsleysi við myndavélina sem fylgdist með Litlu-Grá og þá var ákveðið að stöðva bílana á Selfossi til að leysa vandamálið. „Við vorum búnir að keyra blint í svolitla stund og ákváðum að stoppa á Selfossi til þess að kíkja á hvalinn og koma aftur sambandi við myndavélina,“ segir Hlynur og fullyrðir að verkefnið sé það skemmtilegasta sem hann hafi tekist á við á ferli sínum sem vöruflutningabílstjóri. „Við vorum búnir að útbúa okkur vel og undirbúa verkefnið í langan tíma. Ég var búinn að vita í nokkra mánuði að ég og Ólafur yrðum fyrir valinu, við höfðum verið að hjálpa TVG-Zimsen með nokkur verkefni áður en þetta kom upp á borðið og leystum þau vel þannig að valið var ekki af handahófi,“ lýsir Hlynur sem lofar góða skipulagningu. „Þetta gekk eins og í sögu, þeir sem komu að flutningunum voru einstaklega fagmannlegir, sýndu engan hroka og stóðu mjög vel að verkefninu. Þetta hefði varla getað farið betur, þetta var mjög tímafrek en ótrúlega skemmtileg upplifun,“ segir Hlynur. Mjaldrarnir verða fluttir til Klettsvíkur eftir minnst fjórar vikur, en það gæti orðið síðar því að hvalirnir þurfa sinn aðlögunartíma. „Þær eru búnar að vera í mjög stífu prógrammi fyrir aðlögun fyrir flugið og það er ekkert víst að þær séu svo glaðar með að fara aftur í svona flutningsbúr,“ sagði Sigríður Gísladóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við Fréttablaðið. „En aðstæðurnar í landlauginni eru mjög fínar og þær eiga að geta verið þar á meðan þær aðlagast og taka næstu skref,“ tók Sigríður fram.
Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45
Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30
Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05