Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 10:57 Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styðja fjárhagslega fyrir kærendur kynferðisbrota og ofbeldis. Karolinafund/málfrelsissjóður Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. Sjóðurinn var stofnaður af Helgu Þóreyju Jónsdóttur, Önnu Lottu Michaelsdóttur, Elísabetu Ýri Atladóttur og Sóleyju Tómasdóttur. Söfnunin mun standa yfir þar til 22. júlí næstkomandi og er markmiðið að safna 20.000 evrum eða sem nemur 2,9 milljónum íslenskra króna. Fram kemur á síðu sjóðsins að í nýföllnum héraðsdómum í tengslum við Hlíðamálið svokallaða hafi meðalupphæð miskabóta til handa hvorum manni um sig verið 185.000 kr. og ofan á það bætist svo málsvarnarlaun og dráttarvextir sem geta verið allt að 700.000 krónur að meðaltali. Þar að auki leggi þær konur mannorð sitt að veði sem taki þátt í opinberri umræðu um kynbundið ofbeldi og að öllum brögðum sé beitt til að draga úr trúverðugleika þeirra, gera lítið úr frásögnum og upplifunum. „Ótal dæmi sýna að það hallar á friðhelgi kvenna og jaðarsettra hópa í íslensku réttarkerfi, þar sem kærur um ofbeldi og nauðganir eru látnar niður falla og þeir fáu dómar sem falla eru vægir og oft skilorðsbundnir,“ segir á vefsíðu söfnunarinnar. „Konur sem neita að láta slíkt yfir sig ganga og tjá sig um óréttlætið sem viðgengst eiga á hættu á að vera kærðar fyrir meiðyrði og dæmdar til skaðabóta. Þannig er mikilvæg gagnrýni á kerfið og fordæmd sem lögleysa og látið sem „dómstóll götunnar“ vilji hrifsa til sín völd. Það er mikilvægt að þær sem tala um reynslu sína eða styðja þolendur séu ekki þaggaðar niður með þessum máta,“ kemur fram á síðunni. Markmið sjóðsins er að geta staðið undir málsvarnarlaunum og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða vegna umræðna um kynbundið ofbeldi og nauðgunarmenningu. Á síðunni er fólk hvatt til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í að styðja baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og byggja upp samstöðu með þolendum og þeim sem tala þeirra máli á opinberum vettvangi. Vonin aukist um að réttarkerfið neyðist til að endurskoða hvernig á málum sé tekið sem varða kynbundið ofbeldi og nauðganir. Hægt er að skoða sjóðinn nánar hér. Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. Sjóðurinn var stofnaður af Helgu Þóreyju Jónsdóttur, Önnu Lottu Michaelsdóttur, Elísabetu Ýri Atladóttur og Sóleyju Tómasdóttur. Söfnunin mun standa yfir þar til 22. júlí næstkomandi og er markmiðið að safna 20.000 evrum eða sem nemur 2,9 milljónum íslenskra króna. Fram kemur á síðu sjóðsins að í nýföllnum héraðsdómum í tengslum við Hlíðamálið svokallaða hafi meðalupphæð miskabóta til handa hvorum manni um sig verið 185.000 kr. og ofan á það bætist svo málsvarnarlaun og dráttarvextir sem geta verið allt að 700.000 krónur að meðaltali. Þar að auki leggi þær konur mannorð sitt að veði sem taki þátt í opinberri umræðu um kynbundið ofbeldi og að öllum brögðum sé beitt til að draga úr trúverðugleika þeirra, gera lítið úr frásögnum og upplifunum. „Ótal dæmi sýna að það hallar á friðhelgi kvenna og jaðarsettra hópa í íslensku réttarkerfi, þar sem kærur um ofbeldi og nauðganir eru látnar niður falla og þeir fáu dómar sem falla eru vægir og oft skilorðsbundnir,“ segir á vefsíðu söfnunarinnar. „Konur sem neita að láta slíkt yfir sig ganga og tjá sig um óréttlætið sem viðgengst eiga á hættu á að vera kærðar fyrir meiðyrði og dæmdar til skaðabóta. Þannig er mikilvæg gagnrýni á kerfið og fordæmd sem lögleysa og látið sem „dómstóll götunnar“ vilji hrifsa til sín völd. Það er mikilvægt að þær sem tala um reynslu sína eða styðja þolendur séu ekki þaggaðar niður með þessum máta,“ kemur fram á síðunni. Markmið sjóðsins er að geta staðið undir málsvarnarlaunum og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða vegna umræðna um kynbundið ofbeldi og nauðgunarmenningu. Á síðunni er fólk hvatt til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í að styðja baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og byggja upp samstöðu með þolendum og þeim sem tala þeirra máli á opinberum vettvangi. Vonin aukist um að réttarkerfið neyðist til að endurskoða hvernig á málum sé tekið sem varða kynbundið ofbeldi og nauðganir. Hægt er að skoða sjóðinn nánar hér.
Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira