Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2019 12:52 Jón Steinar hefur gagnrýnt störf Hæstaréttar í ræðu og riti. Hæstiréttur hefur nú samþykkt að veita Lögmannafélaginu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sínu gegn Jóni Steinari. „Ég nýt minni réttinda en aðrir Íslendingar. Það er bara þannig,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari í samtali við Vísi. Í gær var samþykkti sérstakur dómstóll Hæstaréttar, skipaður þeim Haraldi Henryssyni fyrrverandi hæstaréttardómari, Ásu Ólafsdóttur prófessor og Eggerti Óskarssyni fyrrverandi héraðsdómari, áfrýjunarleyfi til Lögmannafélagsins í máli þess gegn Jóni Steinari.Jón Steinar afar ósátturMálið er sérstætt en það byggist á því að Lögmannafélag Íslands áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Þessu vildi Jón Steinar ekki una, taldi áminninguna utan allrar lögsögu og kærði félagið á móti. Jón Steinar vann málið fyrir Landsrétti en Lögmannafélagið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Jón Steinar er ósáttur og telur þetta galið; forsendurnar sem birtar eru með þessa þeirri ákvörðun segi sína söguna. „Þær eru ekki tækar sem lögfræðilegar forsendur.“Berglind Svavarsdóttir formaður félagsins hefur sagt að málið snúist um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari.Oftast er slíkum óskum synjað en ekki núna. „Þeim þykir þetta svona mikilvægt fyrir íslenskt samfélag og réttarfar í landinu,“ segir Jón Steinar háðskur en áskilið er að mál sem fá slíkt samþykki hafi almenna þýðingu. Sem Jón segir að merki að málin hafi almenna þýðingu fyrir alþýðu manna. Þetta sé hins vegar þannig vaxið að ef það teljist hafa almenna þýðingu þá beri nú eiginlega að samþykkja allar óskir um áfrýjun. Segir hæstaréttardómara bera til sín þungan hug Vart ætti að þurfa að hafa um það mörg orð að Jón Steinar hefur verið ötull við að gagnrýna störf Hæstaréttar bæði í bókum sem hann hefur sent frá sér sem og í greinarskrifum. Því töldust sitjandi hæstaréttardómarar vanhæfir og var skipaður sérstakur dómsstóll til að taka afstöðu til óska Lögmannafélagsins. Jón telur einsýnt að þremenningarnar sé með þessari ákvörðun, sem hann telur fráleita, að sýna kerfinu hollustu sína. Jón Steinar telur plágu í samfélaginu að öll rökstudd gagnrýni sé afgreidd sem persónulegar árásir. „Rétturinn hefur sýnt sig í því að bera mjög þungan hug til mín þó ég hafi bara verið að gagnrýna starfsemi réttarins eins og þarf að gera í öllum réttarríkjum. En það er lagður á mig einhver haturshugur fyrir það. Þá sjaldan þeir fá tækifæri til að gera mér eitthvað til miska er vaðið í það.“ Dómstólar Tengdar fréttir Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28 Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
„Ég nýt minni réttinda en aðrir Íslendingar. Það er bara þannig,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari í samtali við Vísi. Í gær var samþykkti sérstakur dómstóll Hæstaréttar, skipaður þeim Haraldi Henryssyni fyrrverandi hæstaréttardómari, Ásu Ólafsdóttur prófessor og Eggerti Óskarssyni fyrrverandi héraðsdómari, áfrýjunarleyfi til Lögmannafélagsins í máli þess gegn Jóni Steinari.Jón Steinar afar ósátturMálið er sérstætt en það byggist á því að Lögmannafélag Íslands áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Þessu vildi Jón Steinar ekki una, taldi áminninguna utan allrar lögsögu og kærði félagið á móti. Jón Steinar vann málið fyrir Landsrétti en Lögmannafélagið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Jón Steinar er ósáttur og telur þetta galið; forsendurnar sem birtar eru með þessa þeirri ákvörðun segi sína söguna. „Þær eru ekki tækar sem lögfræðilegar forsendur.“Berglind Svavarsdóttir formaður félagsins hefur sagt að málið snúist um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari.Oftast er slíkum óskum synjað en ekki núna. „Þeim þykir þetta svona mikilvægt fyrir íslenskt samfélag og réttarfar í landinu,“ segir Jón Steinar háðskur en áskilið er að mál sem fá slíkt samþykki hafi almenna þýðingu. Sem Jón segir að merki að málin hafi almenna þýðingu fyrir alþýðu manna. Þetta sé hins vegar þannig vaxið að ef það teljist hafa almenna þýðingu þá beri nú eiginlega að samþykkja allar óskir um áfrýjun. Segir hæstaréttardómara bera til sín þungan hug Vart ætti að þurfa að hafa um það mörg orð að Jón Steinar hefur verið ötull við að gagnrýna störf Hæstaréttar bæði í bókum sem hann hefur sent frá sér sem og í greinarskrifum. Því töldust sitjandi hæstaréttardómarar vanhæfir og var skipaður sérstakur dómsstóll til að taka afstöðu til óska Lögmannafélagsins. Jón telur einsýnt að þremenningarnar sé með þessari ákvörðun, sem hann telur fráleita, að sýna kerfinu hollustu sína. Jón Steinar telur plágu í samfélaginu að öll rökstudd gagnrýni sé afgreidd sem persónulegar árásir. „Rétturinn hefur sýnt sig í því að bera mjög þungan hug til mín þó ég hafi bara verið að gagnrýna starfsemi réttarins eins og þarf að gera í öllum réttarríkjum. En það er lagður á mig einhver haturshugur fyrir það. Þá sjaldan þeir fá tækifæri til að gera mér eitthvað til miska er vaðið í það.“
Dómstólar Tengdar fréttir Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28 Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28
Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53
Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent