Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 17:53 Lúsmýið er skætt þrátt fyrir smæðina. Erling Ólafsson skordýrafræðingur tók þessa mynd af nokkrum eintökum og birti á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, í dag. Mynd/Erling ólafsson Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar segir jafnframt að lúsmýið leggist einkum á fólk á nóttunni með því að skynja útöndun fólks og sjái sóknarfæri í berum útlimum sem skaga undan ábreiðum. Erling vakti athygli á pistlinum á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, og segir lúsmýið líklega hafa farið fram hjá fáum. Þannig hafi umfjöllun verið umtalsverð en „fróðleiksmolarnir rýrir“ – þangað til nú, í nýbirtum pistli á vef Náttúrufræðistofnunar. Í pistlinum kemur m.a. fram að lífshættir tegundarinnar, sem hlotið hefur heitið Culicoides reconditus, séu nánast óþekktir hér á landi. Kvendýrin þurfi blóð til að þroska eggin sín en uppeldisstöðvar mýsins hafi ekki verið staðsettar. Þá eru sex tegundir lúsmýs þekktar á Íslandi frá fyrri tíð. Eins og flestir þekkja fór þó að bera allverulega á hinum óvænta bitvargi í lok júní árið 2015, einkum meðal fólks í sumarhúsum í Kjós og Svínadal.Tilkynnt um dularfullan bitvarg á árum áður Margir hafi gert ráð fyrir að umrætt lúsmý væri einn nýrra landnema sem komið hafa hingað til lands með hlýnandi veðurfari. Þó beri að hafa í huga að hlýnandi veðrátta geti einnig haft áhrif á gamalgrónar tegundir, til dæmis fari sumum þeirra fjölgandi og útbreiðslumörk hnikast norðar. Þannig hafi lúsmýið að öllum líkindum verið lengur á landinu en margur telur – ekki sé um að ræða nýjan landnema sem birtist snögglega á einu sumri heldur hafi veðurfarsbreytingar komið lúsmýinu yfir ákveðinn þröskuld. „Rifjast hefur upp að áður bárust fyrirspurnir til Náttúrufræðistofnunar frá fólki í sumarhúsum vegna bitvarga. Svörin voru gjarnan á þann veg að hér á landi bæru einungis flær og bitmý ábyrgð á slíku. Slík svör voru ekki endilega sannfærandi því bitin gátu fullt eins verið utan hefðbundins flóatíma að vori og ekki endilega á stöðum þar sem bitmý var líklegt til vandræða. Þessum gömlu kvörtunum svipar óneitanlega nokkuð til þess sem nú er í gangi,“ skrifa Erling og Matthías.Lúsmýið er hvimleitt enda geta bit þess valdið miklum óþægindum.vísir/vilhelmIlla leikin umvafin gróðri en skjóllausir nágrannar sluppu Í pistlinum er einnig farið yfir það sem vitað er um háttalag lúsmýsins og hvernig það beitir sér þegar það leggst á blóðgjafa sína. Það sem af er sumrinu 2019 hafi lúsmýið til dæmis verið aðgangsharðara en fyrri ár, sér í lagi vegna veðurblíðu á útbreiðslusvæði mýsins, þ.e. á Suður- og Vesturlandi. Lúsmýið leggst jafnframt einkum á fólk í svefni, líkt og komið hefur fram í umfjöllun fjölmiðla um varginn. Flugurnar sækja inn um opna glugga á kvöldin og á nóttunni, í lognstillu en hverfur ef vindur blæs. Þessar upplýsingar hafa Íslendingar tekið til sín, ef marka má metsölu á viftum sem fjallað var um á vef Fréttablaðsins í dag.Sjá einnig: Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Þá hefur gróður einnig sitt að segja um skilvirkni lúsmýsins en öðru er erfiðara að stjórna, svo sem útlimum sem standa undan sænginni í svefni. „Þéttvaxinn garðagróður í byggð skapar skjól og hagstæð lífsskilyrði fyrir lúsmý, einnig hávaxinn trjágróður umhverfis sumarhús. Þekkt er tilfelli þar sem fólk í umgirtu sumarhúsi varð illa útleikið á meðan fólk í nálægu húsi þar sem enginn var skjólgarðurinn slapp að mestu,“ segir í pistlinum. „Með ofurnæmum skynjurum skynja flugurnar koltvísýring frá útöndun fólks og staðsetur blóðgjafa sína. Líkamshlutar sem standa berir út undan sængum, svo sem andlit og herðar, handleggir og fótleggir gefa flugunum sóknarfæri.“ Ólíklegt að mýið bíti gegnum föt Að síðustu er farið yfir heppileg viðbrögð við bitum. Ráðlegt er að bera kælikrem á húðina og taka jafnvel inn ofnæmislyf, hafa glugga lokaða og til vara að líma fínofið gardínuefni fyrir opnanleg fög á flugtíma mýsins. Viftur gætu einnig komið að góðum notum og þá er ráðlegt að sofa í náttfötum. Sérstaklega er tekið fram að lúsmýið geti líklegast ekki bitið í gegnum föt, líkt og haldið hefur verið fram.Pistil Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alferðssonar má nálgast í heild sinni á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar segir jafnframt að lúsmýið leggist einkum á fólk á nóttunni með því að skynja útöndun fólks og sjái sóknarfæri í berum útlimum sem skaga undan ábreiðum. Erling vakti athygli á pistlinum á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, og segir lúsmýið líklega hafa farið fram hjá fáum. Þannig hafi umfjöllun verið umtalsverð en „fróðleiksmolarnir rýrir“ – þangað til nú, í nýbirtum pistli á vef Náttúrufræðistofnunar. Í pistlinum kemur m.a. fram að lífshættir tegundarinnar, sem hlotið hefur heitið Culicoides reconditus, séu nánast óþekktir hér á landi. Kvendýrin þurfi blóð til að þroska eggin sín en uppeldisstöðvar mýsins hafi ekki verið staðsettar. Þá eru sex tegundir lúsmýs þekktar á Íslandi frá fyrri tíð. Eins og flestir þekkja fór þó að bera allverulega á hinum óvænta bitvargi í lok júní árið 2015, einkum meðal fólks í sumarhúsum í Kjós og Svínadal.Tilkynnt um dularfullan bitvarg á árum áður Margir hafi gert ráð fyrir að umrætt lúsmý væri einn nýrra landnema sem komið hafa hingað til lands með hlýnandi veðurfari. Þó beri að hafa í huga að hlýnandi veðrátta geti einnig haft áhrif á gamalgrónar tegundir, til dæmis fari sumum þeirra fjölgandi og útbreiðslumörk hnikast norðar. Þannig hafi lúsmýið að öllum líkindum verið lengur á landinu en margur telur – ekki sé um að ræða nýjan landnema sem birtist snögglega á einu sumri heldur hafi veðurfarsbreytingar komið lúsmýinu yfir ákveðinn þröskuld. „Rifjast hefur upp að áður bárust fyrirspurnir til Náttúrufræðistofnunar frá fólki í sumarhúsum vegna bitvarga. Svörin voru gjarnan á þann veg að hér á landi bæru einungis flær og bitmý ábyrgð á slíku. Slík svör voru ekki endilega sannfærandi því bitin gátu fullt eins verið utan hefðbundins flóatíma að vori og ekki endilega á stöðum þar sem bitmý var líklegt til vandræða. Þessum gömlu kvörtunum svipar óneitanlega nokkuð til þess sem nú er í gangi,“ skrifa Erling og Matthías.Lúsmýið er hvimleitt enda geta bit þess valdið miklum óþægindum.vísir/vilhelmIlla leikin umvafin gróðri en skjóllausir nágrannar sluppu Í pistlinum er einnig farið yfir það sem vitað er um háttalag lúsmýsins og hvernig það beitir sér þegar það leggst á blóðgjafa sína. Það sem af er sumrinu 2019 hafi lúsmýið til dæmis verið aðgangsharðara en fyrri ár, sér í lagi vegna veðurblíðu á útbreiðslusvæði mýsins, þ.e. á Suður- og Vesturlandi. Lúsmýið leggst jafnframt einkum á fólk í svefni, líkt og komið hefur fram í umfjöllun fjölmiðla um varginn. Flugurnar sækja inn um opna glugga á kvöldin og á nóttunni, í lognstillu en hverfur ef vindur blæs. Þessar upplýsingar hafa Íslendingar tekið til sín, ef marka má metsölu á viftum sem fjallað var um á vef Fréttablaðsins í dag.Sjá einnig: Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Þá hefur gróður einnig sitt að segja um skilvirkni lúsmýsins en öðru er erfiðara að stjórna, svo sem útlimum sem standa undan sænginni í svefni. „Þéttvaxinn garðagróður í byggð skapar skjól og hagstæð lífsskilyrði fyrir lúsmý, einnig hávaxinn trjágróður umhverfis sumarhús. Þekkt er tilfelli þar sem fólk í umgirtu sumarhúsi varð illa útleikið á meðan fólk í nálægu húsi þar sem enginn var skjólgarðurinn slapp að mestu,“ segir í pistlinum. „Með ofurnæmum skynjurum skynja flugurnar koltvísýring frá útöndun fólks og staðsetur blóðgjafa sína. Líkamshlutar sem standa berir út undan sængum, svo sem andlit og herðar, handleggir og fótleggir gefa flugunum sóknarfæri.“ Ólíklegt að mýið bíti gegnum föt Að síðustu er farið yfir heppileg viðbrögð við bitum. Ráðlegt er að bera kælikrem á húðina og taka jafnvel inn ofnæmislyf, hafa glugga lokaða og til vara að líma fínofið gardínuefni fyrir opnanleg fög á flugtíma mýsins. Viftur gætu einnig komið að góðum notum og þá er ráðlegt að sofa í náttfötum. Sérstaklega er tekið fram að lúsmýið geti líklegast ekki bitið í gegnum föt, líkt og haldið hefur verið fram.Pistil Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alferðssonar má nálgast í heild sinni á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00