Fékk jólabónus í vinnunni og 1,3 milljóna kröfu frá TR Gígja Hilmarsdóttir skrifar 22. júní 2019 20:30 Maður með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne er gert að greiða allar bætur sem hann hann fékk greiddar árið 2017 til baka. Ástæðan fyrir því er að tekjur hans fóru 55 þúsund krónur yfir viðmiðunarmörk og króna á móti krónu reglugerðin fellur úr gildi. Samstarfsfélagi Guðjóns Reykdals Óskarssonar birti grein um málið á Vísi í gær. Þar kemur fram að Guðjón hafi skilaði inn tekjuáætlun fyrir árið 2017 en um jólin sama ár fékk Guðjón og aðrir starfsmenn Íslenskrar erfðagreinar greiddan óvæntan jólabónus. Sá bónus hafði þær afleiðingar í för með sér að Guðjóni er nú gert að greiða allar þær örorkubætur sem hann fékk árið 2017 til baka eða 1,3 milljónir króna. „Ég fer yfir mörk sem kallast, fall krónunnar og þá þarf maður að endurgreiða allar bætur sem maður hefur fengið en ekki krónu á móti krónu,“ segir Guðjón. Guðjón hefur tvisvar sinnum gert kröfu um endurupptöku á kröfunni við Tryggingastofnun og hefur fundað með velferðarráðuneytinu en krafa Tryggingastofnunar helst óbreytt. Guðjón hefur krafið Tryggingastofnum um skýringar á ákvörðuninni en fær engin skýr svör. Guðjón er í fullri vinnu hjá Íslenskri erfðagreiningu og skrifar doktorsritgerðina sína í læknavísindum samhliða henni. „Ég hafði mikinn áhuga á vísindunum og stefndi alltaf að því þegar ég var ungur að vinna fyrir mér sjálfur, það var alltaf markmiðið“; segir Guðjón. Guðjón segir þessi vinnubrögð Tryggingastofnunar gera fólki sem er á örorkubótum og reyna fyrir sér á vinnumarkaði mjög erfitt. Reglurnar dragi úr hvatanum til að setja sér markmið og ná þeim. „Það er eins og það sé verið að sekta mig fyrir að vinna,“ segir Guðjón. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Maður með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne er gert að greiða allar bætur sem hann hann fékk greiddar árið 2017 til baka. Ástæðan fyrir því er að tekjur hans fóru 55 þúsund krónur yfir viðmiðunarmörk og króna á móti krónu reglugerðin fellur úr gildi. Samstarfsfélagi Guðjóns Reykdals Óskarssonar birti grein um málið á Vísi í gær. Þar kemur fram að Guðjón hafi skilaði inn tekjuáætlun fyrir árið 2017 en um jólin sama ár fékk Guðjón og aðrir starfsmenn Íslenskrar erfðagreinar greiddan óvæntan jólabónus. Sá bónus hafði þær afleiðingar í för með sér að Guðjóni er nú gert að greiða allar þær örorkubætur sem hann fékk árið 2017 til baka eða 1,3 milljónir króna. „Ég fer yfir mörk sem kallast, fall krónunnar og þá þarf maður að endurgreiða allar bætur sem maður hefur fengið en ekki krónu á móti krónu,“ segir Guðjón. Guðjón hefur tvisvar sinnum gert kröfu um endurupptöku á kröfunni við Tryggingastofnun og hefur fundað með velferðarráðuneytinu en krafa Tryggingastofnunar helst óbreytt. Guðjón hefur krafið Tryggingastofnum um skýringar á ákvörðuninni en fær engin skýr svör. Guðjón er í fullri vinnu hjá Íslenskri erfðagreiningu og skrifar doktorsritgerðina sína í læknavísindum samhliða henni. „Ég hafði mikinn áhuga á vísindunum og stefndi alltaf að því þegar ég var ungur að vinna fyrir mér sjálfur, það var alltaf markmiðið“; segir Guðjón. Guðjón segir þessi vinnubrögð Tryggingastofnunar gera fólki sem er á örorkubótum og reyna fyrir sér á vinnumarkaði mjög erfitt. Reglurnar dragi úr hvatanum til að setja sér markmið og ná þeim. „Það er eins og það sé verið að sekta mig fyrir að vinna,“ segir Guðjón.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira