Ólafur lýsir upp Sigurbogann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2019 13:01 Sigurboginn er eitt helsta kennileiti Parísar Vísir/Getty Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020. RÚV greindi fyrst frá.Fjallað er um málið á vef The Art Newspaper en þar segir að kostnaður við verkið sé áætlaður þrjár milljónir evra, rúmlega 400 milljónir króna. Verkið verður fjármagnað með aðkomu Fonds pour Paris, stofnunar sem Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, kom á fót til að styðja við nútímalist í höfuðborginni. Verkið er enn á hugmyndastigi og segir Anne-Céline Delvert, aðstoðarframkvæmdastjóri Fonds pour Paris, nánari upplýsingar verði gerðar aðgengilegar síðar í sumar eða snemma hausts. Raunar segir hún að ekki sé vitað hvort að hægt verði að setja upp listaverkið þar sem það muni líklega verða tæknilega flókið. Listaverk Ólafs mun vera hluti af fegrunarátaki borgaryfirvalda fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í borginni árið 2024. Er listaverkinu ætlað að auðga Sigurbogann sem varð fyrir skemmdarverkum í mótmælum Gulvestunga í lok síðasta árs. Sigurboginn er eitt helsta kennileiti Parísar. Stendur hann í miðju Charles de Gaulle-torgs við vestari enda Champs-Élysées. Smíði við bogann hófst árið 1806 og var hann formlega vígður 30 árum síðar. Sigurboginn er minnisvarði um þá sem börðust fyrir Frakkland og létu í frönsku byltingunni sem og í stríðum Napóleons. Frakkland Menning Ólympíuleikar Tengdar fréttir Sjáðu Ólaf Elíasson breika Listamaðurinn Ólafur Elíasson breikdansar, nakið raunveruleikasjónvarp, Game of Thrones og fleira er rætt að sinni í 101 Fréttum. Logi Pedro fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni. 12. apríl 2019 16:00 Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41 Ólafur skapar listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll NBA-meistaranna Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors hafa fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að skapa "einkennandi“ listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll liðsins sem nú er í byggingu í San Francisco í Bandaríkjunum. 27. júní 2018 14:00 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020. RÚV greindi fyrst frá.Fjallað er um málið á vef The Art Newspaper en þar segir að kostnaður við verkið sé áætlaður þrjár milljónir evra, rúmlega 400 milljónir króna. Verkið verður fjármagnað með aðkomu Fonds pour Paris, stofnunar sem Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, kom á fót til að styðja við nútímalist í höfuðborginni. Verkið er enn á hugmyndastigi og segir Anne-Céline Delvert, aðstoðarframkvæmdastjóri Fonds pour Paris, nánari upplýsingar verði gerðar aðgengilegar síðar í sumar eða snemma hausts. Raunar segir hún að ekki sé vitað hvort að hægt verði að setja upp listaverkið þar sem það muni líklega verða tæknilega flókið. Listaverk Ólafs mun vera hluti af fegrunarátaki borgaryfirvalda fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í borginni árið 2024. Er listaverkinu ætlað að auðga Sigurbogann sem varð fyrir skemmdarverkum í mótmælum Gulvestunga í lok síðasta árs. Sigurboginn er eitt helsta kennileiti Parísar. Stendur hann í miðju Charles de Gaulle-torgs við vestari enda Champs-Élysées. Smíði við bogann hófst árið 1806 og var hann formlega vígður 30 árum síðar. Sigurboginn er minnisvarði um þá sem börðust fyrir Frakkland og létu í frönsku byltingunni sem og í stríðum Napóleons.
Frakkland Menning Ólympíuleikar Tengdar fréttir Sjáðu Ólaf Elíasson breika Listamaðurinn Ólafur Elíasson breikdansar, nakið raunveruleikasjónvarp, Game of Thrones og fleira er rætt að sinni í 101 Fréttum. Logi Pedro fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni. 12. apríl 2019 16:00 Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41 Ólafur skapar listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll NBA-meistaranna Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors hafa fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að skapa "einkennandi“ listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll liðsins sem nú er í byggingu í San Francisco í Bandaríkjunum. 27. júní 2018 14:00 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Sjáðu Ólaf Elíasson breika Listamaðurinn Ólafur Elíasson breikdansar, nakið raunveruleikasjónvarp, Game of Thrones og fleira er rætt að sinni í 101 Fréttum. Logi Pedro fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni. 12. apríl 2019 16:00
Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41
Ólafur skapar listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll NBA-meistaranna Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors hafa fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að skapa "einkennandi“ listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll liðsins sem nú er í byggingu í San Francisco í Bandaríkjunum. 27. júní 2018 14:00