Þúsundir mótmæltu flugbanni Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2019 14:30 Mótmælin hafa að mestu verið friðsamleg. Ap/Zurab Tsertsvadze Þúsundir mótmælenda komu saman þriðja daginn í röð í Tblisi, höfuðborg Georgíu, til þess að mótmæla afskiptum Rússa af málefnum Georgíu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti á föstudag að búið væri að aflýsa öllum flugferðum frá Rússlandi til Georgíu sem er vinsæll áfangastaður rússneskra ferðamanna.Ballið byrjaði á fimmtudaginn þegar hópur mótmælenda kom saman til þess að mótmæla því að rússneska þingmanninum Sergei Gavrilov var boðið að halda ræðu á fundi í þinginu. Pútín svaraði með því að fella niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu, að eigin sögn til að vernda þjóðaröryggi Rússlands. Ríkisfjölmiðlar í Rússlandi hafa sagt að mótmælin sé runnin undan rifjum vestrænna aðila sem hafi það að markmiði að tala niður Rússland. Samskipti ríkjanna hafa verið í miklum lægðardal um árabil, eftir stutta innrás Rússlands í Georgíu árið 2008.Mótmælin hafa að mestu verið friðsamleg en þó hafa nokkur hundruð slasast í átökum við lögreglu. Mótmælin beinast einkum að rússneskum yfirvöldum en einnig að ríkisstjórn Georgíu sem mótmælendur telja að sé of hliðholl yfirvöldum í Moskvu. Slagsmál brutust út í gær eftir að mótmælin færðust frá georgíska þinginu yfir til höfuðstöðva Draumaflokksins sem fer með völdin í landinu. Talið er að með flugbanninu vilja yfirvöld í Rússlandi hafa áhrif á efnahag Georgíu en ferðamennska er mikilvæg atvinnugrein þar í landi og þar gegna ferðamenn frá Rússlandi lykilhlutverki. Fréttir af flugi Georgía Rússland Tengdar fréttir Táragasi og gúmmíkúlum beitt á mótmælendur eftir ávarp rússnesks þingmanns Lögregla í Tbilisi höfuðborg Georgíu hefur í kvöld beitt táragasi og skotið gúmmíkúlum til að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið eftir að rússneskur þingmaður ávarpaði þar samkomu í dag. 20. júní 2019 23:10 Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. 22. júní 2019 18:09 Georgíumenn kalla eftir kosningum Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga. 21. júní 2019 21:07 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Þúsundir mótmælenda komu saman þriðja daginn í röð í Tblisi, höfuðborg Georgíu, til þess að mótmæla afskiptum Rússa af málefnum Georgíu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti á föstudag að búið væri að aflýsa öllum flugferðum frá Rússlandi til Georgíu sem er vinsæll áfangastaður rússneskra ferðamanna.Ballið byrjaði á fimmtudaginn þegar hópur mótmælenda kom saman til þess að mótmæla því að rússneska þingmanninum Sergei Gavrilov var boðið að halda ræðu á fundi í þinginu. Pútín svaraði með því að fella niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu, að eigin sögn til að vernda þjóðaröryggi Rússlands. Ríkisfjölmiðlar í Rússlandi hafa sagt að mótmælin sé runnin undan rifjum vestrænna aðila sem hafi það að markmiði að tala niður Rússland. Samskipti ríkjanna hafa verið í miklum lægðardal um árabil, eftir stutta innrás Rússlands í Georgíu árið 2008.Mótmælin hafa að mestu verið friðsamleg en þó hafa nokkur hundruð slasast í átökum við lögreglu. Mótmælin beinast einkum að rússneskum yfirvöldum en einnig að ríkisstjórn Georgíu sem mótmælendur telja að sé of hliðholl yfirvöldum í Moskvu. Slagsmál brutust út í gær eftir að mótmælin færðust frá georgíska þinginu yfir til höfuðstöðva Draumaflokksins sem fer með völdin í landinu. Talið er að með flugbanninu vilja yfirvöld í Rússlandi hafa áhrif á efnahag Georgíu en ferðamennska er mikilvæg atvinnugrein þar í landi og þar gegna ferðamenn frá Rússlandi lykilhlutverki.
Fréttir af flugi Georgía Rússland Tengdar fréttir Táragasi og gúmmíkúlum beitt á mótmælendur eftir ávarp rússnesks þingmanns Lögregla í Tbilisi höfuðborg Georgíu hefur í kvöld beitt táragasi og skotið gúmmíkúlum til að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið eftir að rússneskur þingmaður ávarpaði þar samkomu í dag. 20. júní 2019 23:10 Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. 22. júní 2019 18:09 Georgíumenn kalla eftir kosningum Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga. 21. júní 2019 21:07 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Táragasi og gúmmíkúlum beitt á mótmælendur eftir ávarp rússnesks þingmanns Lögregla í Tbilisi höfuðborg Georgíu hefur í kvöld beitt táragasi og skotið gúmmíkúlum til að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið eftir að rússneskur þingmaður ávarpaði þar samkomu í dag. 20. júní 2019 23:10
Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. 22. júní 2019 18:09
Georgíumenn kalla eftir kosningum Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga. 21. júní 2019 21:07