
Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi

Khashoggi, sem hafði verið gagnrýninn á valdhafa í Sádi-Arabíu, var myrtur á ræðisskrifstofu þeirra í Istanbúl í byrjun október á síðasta ári. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins hafi gefið skipun um morðið.
Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu.
Skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar birtu um aftökur án dóms og laga í síðustu viku lagði til að Bandaríkjastjórn myndi óska eftir því að FBI myndi hefja rannsókn á málinu.
Í umræddu viðtali hélt forsetinn því fram að búið væri að rannsaka málið til fullnustu. Þegar hann var spurður nánar um það hverjir hafi framkvæmt þær rannsóknir, gaf forsetinn frekar óljós svör á þá leið að málið hafi verið rannsakað af öllum. Auk þess hafi hann séð margar skýrslur um málið.
Í fyrrnefndri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að sönnunargögn séu til sem sýni fram á að Mohammed bin Salman krónprins Sádí-Arabíu og aðrir háttsettir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum.
Trump sagði að hann hafi ekki rætt málið við krónprinsinn í samtali þeirra síðasta föstudag. Forsetinn vildi síðan meina að Sádí-Arabía væri ekki verri en önnur ríki á Mið-Austurlöndum.
Tengdar fréttir

Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu
Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að.

Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu
Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi
Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag.

Trump hættir ekki stuðningi við Sáda
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn þingsályktun sem samþykkt hafði verið í báðum deildum þingsins og er það í annað sinn sem hann beitir þessu valdi sínu.

Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn
Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins.