Fimm ár í dag síðan að Luis Suarez missti jafnvægið og datt á öxlina hans Chiellini Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 20:30 Luis Suarez kvartar undir verk í tönnunum eftir að hafa bitið Ítalann Giorgio Chiellini í öxlina. Getty/Matthias Hangst 24. júní 2014 verður seint talinn vera einn af betri dögunum á knattspyrnuferli Úrúgvæmannsins Luis Suarez. Í dag eru fimm ár liðin frá þessum afdrifaríka degi í lífi Barcelona framherjans. Það var nefnilega á þessum degi fyrir fimm árum sem Luis Suarez varð uppvís að því að bíta Ítalann Giorgio Chiellini í öxlina í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu. Luis Suarez lét sig falla í grasið í kjölfarið og hélt um tennurnar sínar eins og hann væri fórnarlambið. Þegar málið var tekið fyrir hjá aganefnd FIFA þá sagðist hann hafa misst jafnvægið og dottið á öxlina hans Chiellini. Myndir og myndbönd af atvikinu sögðu hins vegar allt aðra sögu og það hjálpaði heldur ekki til að þetta var langt frá því að vera fyrsta bitið hans á fótboltavellinum. Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir bitið. Suarez var enn í algjörri afneitun á æfingu daginn eftir þegar Oscar Tabarez, þjálfari Úrúgvæ, kallaði hann til sín. Tabarez færði honum fréttirnar af ákvörðun FIFA. Níu leikja bann og hann mátti ekki vera lengur í kringum úrúgvæska landsliðið. Hann þurfti að yfirgefa hópinn strax.Five years ago today, Luis Suarez bit Giorgio Chiellini at the World Cup pic.twitter.com/Ac33Vxn4cb — B/R Football (@brfootball) June 24, 2019Luis Suarez var þarna ennþá leikmaður Liverpool en enska félagið seldi hann síðan til Barcelona 11. júlí fyrir um 82 milljónir evra. Luis Suarez var í banni til 25. október og mátti ekki koma nálægt skipulögðum fótbolta, hvort sem leikmaður eða áhorfandi. Eftir áfrýjun Luis Suarez fékk hann að spila æfingaleiki með Barcelona en lék ekki fyrsta keppnisleikinn sinn með Barca fyrr en í lok október.“I lost my balance and hit my face against Chiellini, leaving a small bruise on my cheek and a strong pain in my teeth” Five years ago today, Luis Suarez came up with the worst excuse ever after sinking his teeth into Giorgio Chiellini pic.twitter.com/RoP9F6KuRz — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 24, 2019Luis Suarez hefur rætt þessa erfiðu tíma í viðtölum og sagt frá því að í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar hjá sálfræðingi. Sú meðferð hefur gengið vel því Luis Suarez hefur ekki bitið neinn andstæðing síðan þá. Suarez er samt ekki sáttur við þá meðferð sem hann og fjölskylda hans fékk í kjölfarið. Úr varð mikið fjölmiðlafár og hann var fórnarlamd háðs og harðar gagnrýni á samfélagamiðlum. Þrátt fyrir ótal mörk og fjölda titla mun honum eflaust seint takast að losna við svarta blettinn sem hann fékk á sig 24. júní fyrir fimm árum síðan.Never forget... On this day five years ago, Luis Suarez bit Chiellini and pretended he accidentally ran in to his shoulder with his teeth.pic.twitter.com/Vlun8SKezX — 90min (@90min_Football) June 24, 2019Luis Suarez has been voted the greatest sporting villain ever. Do you agree? pic.twitter.com/NSmMdMCUEQ — ESPN UK (@ESPNUK) June 17, 2019 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
24. júní 2014 verður seint talinn vera einn af betri dögunum á knattspyrnuferli Úrúgvæmannsins Luis Suarez. Í dag eru fimm ár liðin frá þessum afdrifaríka degi í lífi Barcelona framherjans. Það var nefnilega á þessum degi fyrir fimm árum sem Luis Suarez varð uppvís að því að bíta Ítalann Giorgio Chiellini í öxlina í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu. Luis Suarez lét sig falla í grasið í kjölfarið og hélt um tennurnar sínar eins og hann væri fórnarlambið. Þegar málið var tekið fyrir hjá aganefnd FIFA þá sagðist hann hafa misst jafnvægið og dottið á öxlina hans Chiellini. Myndir og myndbönd af atvikinu sögðu hins vegar allt aðra sögu og það hjálpaði heldur ekki til að þetta var langt frá því að vera fyrsta bitið hans á fótboltavellinum. Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir bitið. Suarez var enn í algjörri afneitun á æfingu daginn eftir þegar Oscar Tabarez, þjálfari Úrúgvæ, kallaði hann til sín. Tabarez færði honum fréttirnar af ákvörðun FIFA. Níu leikja bann og hann mátti ekki vera lengur í kringum úrúgvæska landsliðið. Hann þurfti að yfirgefa hópinn strax.Five years ago today, Luis Suarez bit Giorgio Chiellini at the World Cup pic.twitter.com/Ac33Vxn4cb — B/R Football (@brfootball) June 24, 2019Luis Suarez var þarna ennþá leikmaður Liverpool en enska félagið seldi hann síðan til Barcelona 11. júlí fyrir um 82 milljónir evra. Luis Suarez var í banni til 25. október og mátti ekki koma nálægt skipulögðum fótbolta, hvort sem leikmaður eða áhorfandi. Eftir áfrýjun Luis Suarez fékk hann að spila æfingaleiki með Barcelona en lék ekki fyrsta keppnisleikinn sinn með Barca fyrr en í lok október.“I lost my balance and hit my face against Chiellini, leaving a small bruise on my cheek and a strong pain in my teeth” Five years ago today, Luis Suarez came up with the worst excuse ever after sinking his teeth into Giorgio Chiellini pic.twitter.com/RoP9F6KuRz — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 24, 2019Luis Suarez hefur rætt þessa erfiðu tíma í viðtölum og sagt frá því að í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar hjá sálfræðingi. Sú meðferð hefur gengið vel því Luis Suarez hefur ekki bitið neinn andstæðing síðan þá. Suarez er samt ekki sáttur við þá meðferð sem hann og fjölskylda hans fékk í kjölfarið. Úr varð mikið fjölmiðlafár og hann var fórnarlamd háðs og harðar gagnrýni á samfélagamiðlum. Þrátt fyrir ótal mörk og fjölda titla mun honum eflaust seint takast að losna við svarta blettinn sem hann fékk á sig 24. júní fyrir fimm árum síðan.Never forget... On this day five years ago, Luis Suarez bit Chiellini and pretended he accidentally ran in to his shoulder with his teeth.pic.twitter.com/Vlun8SKezX — 90min (@90min_Football) June 24, 2019Luis Suarez has been voted the greatest sporting villain ever. Do you agree? pic.twitter.com/NSmMdMCUEQ — ESPN UK (@ESPNUK) June 17, 2019
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira