Við gegn þeim Haukur Örn Birgisson skrifar 25. júní 2019 08:00 Á sama tíma og ég hef mikinn á huga á stjórnmálum þá leiðist mér óskaplega stjórnmálatal. Þrasið og flokkadrættirnir eru óþolandi. Sendandi pakkans skiptir oft meira máli en innihaldið. Það er ekki sama hvaðan gott kemur og komi hugmyndin ekki úr réttri átt, skal hún felld. Stjórn gegn stjórnarandstöðu. Alltof margir falla í sömu gryfjuna og svo reyna þeir að klæða veiklulega afstöðu sína í tæknilegan búning, í viðleitni til að sannfæra sig sjálfa. Við síðustu þinglok var frumvarp þingmanns Viðreisnar um breytingu á lögum um mannanöfn fellt á Alþingi. Frumvarpið gekk einkum út á að draga úr þeim takmörkunum sem núverandi lög setja fólki við val á sínum eigin nöfnum og barna sinna. Frumvarpið fól ekki beint í sér stórkostlegt hagsmunamál í stóra samhenginu en var engu að síður gott skref í rétta átt. Í átt að auknum sjálfsákvörðunarrétti fólks og minna stjórnlyndi. Allir nema þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Mátti helst skilja andstæðinga frumvarpsins þannig að vissulega væri þörf á því að breyta lögum um mannanöfn en þar sem þeim þótti frumvarpið ekki nógu vel útfært, gátu þeir ekki veitt því brautargengi. Í stað þess að leggja sjálfir fram breytingartillögu, felldu þeir frumvarpið. Yfir þessu hneyksluðust þingmenn Viðreisnar – skiljanlega. Af því tilefni er hins vegar rétt að rifja upp að nýlega kusu borgarfulltrúar Viðreisnar ekki með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um áskorun þess efnis að afnema ríkiseinokun á áfengissölu. Jafnvel þótt þingmenn Viðreisnar hafi á síðustu tveimur árum lagt fram frumvörp þess efnis. Einn þeirra er meira að segja borgarfulltrúi flokksins í dag. Yfir þessu hneyksluðust sjálfstæðismenn – skiljanlega. Furðuleg tík, pólitíkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og ég hef mikinn á huga á stjórnmálum þá leiðist mér óskaplega stjórnmálatal. Þrasið og flokkadrættirnir eru óþolandi. Sendandi pakkans skiptir oft meira máli en innihaldið. Það er ekki sama hvaðan gott kemur og komi hugmyndin ekki úr réttri átt, skal hún felld. Stjórn gegn stjórnarandstöðu. Alltof margir falla í sömu gryfjuna og svo reyna þeir að klæða veiklulega afstöðu sína í tæknilegan búning, í viðleitni til að sannfæra sig sjálfa. Við síðustu þinglok var frumvarp þingmanns Viðreisnar um breytingu á lögum um mannanöfn fellt á Alþingi. Frumvarpið gekk einkum út á að draga úr þeim takmörkunum sem núverandi lög setja fólki við val á sínum eigin nöfnum og barna sinna. Frumvarpið fól ekki beint í sér stórkostlegt hagsmunamál í stóra samhenginu en var engu að síður gott skref í rétta átt. Í átt að auknum sjálfsákvörðunarrétti fólks og minna stjórnlyndi. Allir nema þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Mátti helst skilja andstæðinga frumvarpsins þannig að vissulega væri þörf á því að breyta lögum um mannanöfn en þar sem þeim þótti frumvarpið ekki nógu vel útfært, gátu þeir ekki veitt því brautargengi. Í stað þess að leggja sjálfir fram breytingartillögu, felldu þeir frumvarpið. Yfir þessu hneyksluðust þingmenn Viðreisnar – skiljanlega. Af því tilefni er hins vegar rétt að rifja upp að nýlega kusu borgarfulltrúar Viðreisnar ekki með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um áskorun þess efnis að afnema ríkiseinokun á áfengissölu. Jafnvel þótt þingmenn Viðreisnar hafi á síðustu tveimur árum lagt fram frumvörp þess efnis. Einn þeirra er meira að segja borgarfulltrúi flokksins í dag. Yfir þessu hneyksluðust sjálfstæðismenn – skiljanlega. Furðuleg tík, pólitíkin.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar