Mikill áhugi fagfólks á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. júní 2019 08:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti á vordögum að framlög til málsins yrðu tryggð í fjárlögum. Fréttablaðið/Ernir Sex hafa lýst áhuga á viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðræður eru sagðar standa yfir. Fyrr í vor auglýsti stofnunin eftir viðræðum við áhugasama aðila til að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Lögð er áhersla á að þjónustan verði veitt í þverfaglegri teymisvinnu og þjónustuveitandi muni koma að henni ásamt öðrum sem veiti föngum heilbrigðisþjónustu. Gerð er sú krafa að tilvonandi þjónustuveitandi hafi yfir að ráða þverfaglegu teymi starfsfólks með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn þjónustunnar skuli vera í höndum geðlæknis með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu. Frestur til að lýsa áhuga á verkefninu rann út 26. maí og standa viðræður nú yfir. Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu frá 9. apríl síðastliðnum segir að SÍ hafi verið falin gerð samnings um geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum og að miðað sé við að samið verði við Landspítalann um að sérfræðingar geðdeildar sinni þjónustunni. Mánuði síðar auglýstu Sjúkratryggingar hins vegar eftir áhugasömum aðilum til viðræðna um þjónustuna. Heimildir Fréttablaðsins herma að auk geðsviðs Landspítalans sé SÁÁ meðal þeirra sex sem lýst hafa áhuga. Miðað er við að byrjað verði að veita hina efldu þjónustu snemma á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15 Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00 Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sex hafa lýst áhuga á viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðræður eru sagðar standa yfir. Fyrr í vor auglýsti stofnunin eftir viðræðum við áhugasama aðila til að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Lögð er áhersla á að þjónustan verði veitt í þverfaglegri teymisvinnu og þjónustuveitandi muni koma að henni ásamt öðrum sem veiti föngum heilbrigðisþjónustu. Gerð er sú krafa að tilvonandi þjónustuveitandi hafi yfir að ráða þverfaglegu teymi starfsfólks með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn þjónustunnar skuli vera í höndum geðlæknis með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu. Frestur til að lýsa áhuga á verkefninu rann út 26. maí og standa viðræður nú yfir. Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu frá 9. apríl síðastliðnum segir að SÍ hafi verið falin gerð samnings um geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum og að miðað sé við að samið verði við Landspítalann um að sérfræðingar geðdeildar sinni þjónustunni. Mánuði síðar auglýstu Sjúkratryggingar hins vegar eftir áhugasömum aðilum til viðræðna um þjónustuna. Heimildir Fréttablaðsins herma að auk geðsviðs Landspítalans sé SÁÁ meðal þeirra sex sem lýst hafa áhuga. Miðað er við að byrjað verði að veita hina efldu þjónustu snemma á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15 Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00 Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15
Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00
Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00