Giannis valinn bestur | Sjáðu hjartnæma ræðu hans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. júní 2019 07:38 Giannis með tárin í augunum í nótt. vísir/getty Giannis Antetokounmpo var í nótt valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og tilfinningaþrungin ræða hans mun seint gleymast. Þá þakkaði leikmaðurinn fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn og leyndi sér ekki hvað honum þykir vænt um fólkið sitt.Giannis gets emotional as he thanks his family after winning the #KiaMVP trophy. #NBAAwardspic.twitter.com/c2WrHZMB0k — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Það hefur enginn bætt leik sinn eins mikið og Giannis, eða gríska fríkið eins og hann er kallaður, en það eru aðeins tvö ár síðan hann fékk verðlaun fyrir mestar framfarir í deildinni. Þær framfarir héldu áfram og nú er hann bestur. Margir vilja tengja það við áskorun Kobe Bryant frá því í ágúst 2017. Þá var Kobe að skora á hina og þessa og Giannis bað um áskorun. Hann fékk hana og hún var hnitmiðuð. Verða bestur í deildinni. Hann stóðst þá áskorun. Kobe gladdist mikið með leikmanninum í nótt og sagði að næst væri að vinna titil.My man....M.V.P. Greatness. Next up: Championship. #MambaMentalityhttps://t.co/dhZTFI1Aam — Kobe Bryant (@kobebryant) June 25, 2019 Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur og sá til þess að Milwaukee Bucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni. Liðið tapaði svo í úrslitum Austurdeildarinnar gegn meisturum Toronto Raptors. Frakkinn Rudy Gobert, leikmaður Utah Jazz, var svo valinn besti varnarmaður deildarinnar annað árið í röð. Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas var valinn besti nýliðinn. Ekki slæmt kvöld fyrir Evrópumennina í NBA-deildinni. Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn í þriðja sinn á ferlinum og er það jöfnun á meti í deildinni. Kamerúninn Pascal Siakam hjá Raptors þótti hafa tekið mestum framförum í vetur..@TeamLou23 accepts his third #KiaSixth trophy! #NBAAwardspic.twitter.com/RJYWHjDRvu — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks, var svo valinn þjálfari ársins á kvöldinu stóra.Mike Budenholzer accepts the 2018-19 Coach of the Year trophy! pic.twitter.com/hMDbVlAUfq — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 NBA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira
Giannis Antetokounmpo var í nótt valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og tilfinningaþrungin ræða hans mun seint gleymast. Þá þakkaði leikmaðurinn fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn og leyndi sér ekki hvað honum þykir vænt um fólkið sitt.Giannis gets emotional as he thanks his family after winning the #KiaMVP trophy. #NBAAwardspic.twitter.com/c2WrHZMB0k — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Það hefur enginn bætt leik sinn eins mikið og Giannis, eða gríska fríkið eins og hann er kallaður, en það eru aðeins tvö ár síðan hann fékk verðlaun fyrir mestar framfarir í deildinni. Þær framfarir héldu áfram og nú er hann bestur. Margir vilja tengja það við áskorun Kobe Bryant frá því í ágúst 2017. Þá var Kobe að skora á hina og þessa og Giannis bað um áskorun. Hann fékk hana og hún var hnitmiðuð. Verða bestur í deildinni. Hann stóðst þá áskorun. Kobe gladdist mikið með leikmanninum í nótt og sagði að næst væri að vinna titil.My man....M.V.P. Greatness. Next up: Championship. #MambaMentalityhttps://t.co/dhZTFI1Aam — Kobe Bryant (@kobebryant) June 25, 2019 Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur og sá til þess að Milwaukee Bucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni. Liðið tapaði svo í úrslitum Austurdeildarinnar gegn meisturum Toronto Raptors. Frakkinn Rudy Gobert, leikmaður Utah Jazz, var svo valinn besti varnarmaður deildarinnar annað árið í röð. Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas var valinn besti nýliðinn. Ekki slæmt kvöld fyrir Evrópumennina í NBA-deildinni. Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn í þriðja sinn á ferlinum og er það jöfnun á meti í deildinni. Kamerúninn Pascal Siakam hjá Raptors þótti hafa tekið mestum framförum í vetur..@TeamLou23 accepts his third #KiaSixth trophy! #NBAAwardspic.twitter.com/RJYWHjDRvu — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks, var svo valinn þjálfari ársins á kvöldinu stóra.Mike Budenholzer accepts the 2018-19 Coach of the Year trophy! pic.twitter.com/hMDbVlAUfq — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019
NBA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira